Bjórþyrstir dátar þurrkuðu upp miðborg Reykjavíkur Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2018 11:15 Það er draumur að vera með dáta og drekka fram á nótt. Vísir/Vilhelm Vertar í miðborg Reykjavíkur höfðu vart undan við að hella bjór ofan í botnlausa bandaríska hermenn, sem settu svip sinn á borgina í liðinni viku. Eiríkur Jónsson segir ófremdarástand hafa ríkt í miðborginni, veitingamenn hafi verið illa undirbúnir fyrir innrás hermannanna sem þömbuðu hvern þann spíra sem á vegi þeirra varð. „Já, þetta var svakalegt. Þetta var ótrúlegur fjöldi,“ segir Nuno Alexandre Bentim Servo, einn eigenda Sæta Svínsins í Hafnarstræti, aðspurður um hermannaflóðið. Hann áætlar að á bilinu 6 til 7 þúsund dátar hafi marserað á milli kráa miðborgarinnar þegar mest var, í bland við þúsundir annarra erlendra ferðamanna sem enn setja svip sinn á næturlífið. Þorsti dátanna var með slíkum ólíkindum að bjórdælur á knæpum borgarinnar höfðu vart undan. Þannig kláruðust bjórbirgðirnar ekki aðeins á Sæta svíninu heldur jafnframt á fleiri krám vestan Lækjargötu - til að mynda á American Bar við Austurstræti. Því hafi kráareigendur þurft að ræsa út bakvakt Ölgerðarinnar sem flutti hundruð bjórkúta til miðborgarinnar svo að svala mætti þorsta hermannanna. Vísir hringdi í Ölgerðina í morgun sem staðfesti að álagið hafi verið mikið um helgina. „Þeir voru duglegir, blessaðir“ segir starfsmaður Ölgerðarinnar.Ekki einu sinni Sigríður Klingberg gat séð fyrir bjórþorsta hermannanna. Hér sést Sigga við bingóstjórnun á Sæta svíninu.Fréttablaðið/stefánDrykkja hermannanna var þó ekki við bundin við helgina. Nuno segir að þeir hafi í raun setið að sumbli alveg frá miðvikudegi fram á sunnudag - og skipti þá engu máli hvort það væri dagur eða kvöld. Þeim hafi verið gert að skila sér til skips fyrir miðnætti og virðast hermennirnir hafa nýtt tímann í landi til að væta kverkarnar. Dátarnir drukku einna helst íslenskan bjór í bæjarferðum sínum og segir Nuno að þeir hafi verið duglegir við að smakka staðbundnar tegundir. Þá segir hann að stéttaskiptingin innan hersins hafi verið bersýnileg í staðarvali hermannanna. Þeir sem eldri eru og ofar í virðingarröðinni lögðu einna helst leið sína á veitingastaði borgarinnar. Óbreyttir hermenn herjuðu hins vegar á barina og segir Nuno að svo hafi virst sem þeir háttsettu hafi haft lítinn áhuga á að blanda geði við undirmenn sína. Þrátt fyrir hermannafjöldann hér á landi bliknar hann í samanburði við þær tugþúsundir dáta sem koma saman í Noregi til æfinga fyrir Atlantshafsbandalagið. Nuno getur ekki annað en vorkennt norskum starfsbræðrum sínum eftir átök síðustu daga. „Mér skilst að á aðalæfingunni í Noregi verði hermennirnir líklega um 40 þúsund. Það þarf því líklega að sækja bjór til Finnlands eða eitthvað,“ segir Nuno léttur í bragði. Áfengi og tóbak Neytendur Næturlíf Tengdar fréttir Lögreglan minnir á að vopn hermannanna í Þjórsárdal verða óhlaðin Í dag, föstudag og laugardag munu hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. 19. október 2018 10:49 Samtök hernaðarandstæðinga fyrir „tilviljun“ í menningarferð á heræfingasvæði Samtök hernaðarandstæðinga munu mótmæla skipulagðri heræfingu í Þjórsárdal í dag 20. október 2018 15:36 Um 100 birkiplöntur skemmdar í Þjórsárdal eftir hermennina Hermennirnir sem voru við æfingar í Þjórsárdal um helgina skemmdu um eitt hundrað birkiplöntur. 22. október 2018 19:45 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Sjá meira
Vertar í miðborg Reykjavíkur höfðu vart undan við að hella bjór ofan í botnlausa bandaríska hermenn, sem settu svip sinn á borgina í liðinni viku. Eiríkur Jónsson segir ófremdarástand hafa ríkt í miðborginni, veitingamenn hafi verið illa undirbúnir fyrir innrás hermannanna sem þömbuðu hvern þann spíra sem á vegi þeirra varð. „Já, þetta var svakalegt. Þetta var ótrúlegur fjöldi,“ segir Nuno Alexandre Bentim Servo, einn eigenda Sæta Svínsins í Hafnarstræti, aðspurður um hermannaflóðið. Hann áætlar að á bilinu 6 til 7 þúsund dátar hafi marserað á milli kráa miðborgarinnar þegar mest var, í bland við þúsundir annarra erlendra ferðamanna sem enn setja svip sinn á næturlífið. Þorsti dátanna var með slíkum ólíkindum að bjórdælur á knæpum borgarinnar höfðu vart undan. Þannig kláruðust bjórbirgðirnar ekki aðeins á Sæta svíninu heldur jafnframt á fleiri krám vestan Lækjargötu - til að mynda á American Bar við Austurstræti. Því hafi kráareigendur þurft að ræsa út bakvakt Ölgerðarinnar sem flutti hundruð bjórkúta til miðborgarinnar svo að svala mætti þorsta hermannanna. Vísir hringdi í Ölgerðina í morgun sem staðfesti að álagið hafi verið mikið um helgina. „Þeir voru duglegir, blessaðir“ segir starfsmaður Ölgerðarinnar.Ekki einu sinni Sigríður Klingberg gat séð fyrir bjórþorsta hermannanna. Hér sést Sigga við bingóstjórnun á Sæta svíninu.Fréttablaðið/stefánDrykkja hermannanna var þó ekki við bundin við helgina. Nuno segir að þeir hafi í raun setið að sumbli alveg frá miðvikudegi fram á sunnudag - og skipti þá engu máli hvort það væri dagur eða kvöld. Þeim hafi verið gert að skila sér til skips fyrir miðnætti og virðast hermennirnir hafa nýtt tímann í landi til að væta kverkarnar. Dátarnir drukku einna helst íslenskan bjór í bæjarferðum sínum og segir Nuno að þeir hafi verið duglegir við að smakka staðbundnar tegundir. Þá segir hann að stéttaskiptingin innan hersins hafi verið bersýnileg í staðarvali hermannanna. Þeir sem eldri eru og ofar í virðingarröðinni lögðu einna helst leið sína á veitingastaði borgarinnar. Óbreyttir hermenn herjuðu hins vegar á barina og segir Nuno að svo hafi virst sem þeir háttsettu hafi haft lítinn áhuga á að blanda geði við undirmenn sína. Þrátt fyrir hermannafjöldann hér á landi bliknar hann í samanburði við þær tugþúsundir dáta sem koma saman í Noregi til æfinga fyrir Atlantshafsbandalagið. Nuno getur ekki annað en vorkennt norskum starfsbræðrum sínum eftir átök síðustu daga. „Mér skilst að á aðalæfingunni í Noregi verði hermennirnir líklega um 40 þúsund. Það þarf því líklega að sækja bjór til Finnlands eða eitthvað,“ segir Nuno léttur í bragði.
Áfengi og tóbak Neytendur Næturlíf Tengdar fréttir Lögreglan minnir á að vopn hermannanna í Þjórsárdal verða óhlaðin Í dag, föstudag og laugardag munu hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. 19. október 2018 10:49 Samtök hernaðarandstæðinga fyrir „tilviljun“ í menningarferð á heræfingasvæði Samtök hernaðarandstæðinga munu mótmæla skipulagðri heræfingu í Þjórsárdal í dag 20. október 2018 15:36 Um 100 birkiplöntur skemmdar í Þjórsárdal eftir hermennina Hermennirnir sem voru við æfingar í Þjórsárdal um helgina skemmdu um eitt hundrað birkiplöntur. 22. október 2018 19:45 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Sjá meira
Lögreglan minnir á að vopn hermannanna í Þjórsárdal verða óhlaðin Í dag, föstudag og laugardag munu hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. 19. október 2018 10:49
Samtök hernaðarandstæðinga fyrir „tilviljun“ í menningarferð á heræfingasvæði Samtök hernaðarandstæðinga munu mótmæla skipulagðri heræfingu í Þjórsárdal í dag 20. október 2018 15:36
Um 100 birkiplöntur skemmdar í Þjórsárdal eftir hermennina Hermennirnir sem voru við æfingar í Þjórsárdal um helgina skemmdu um eitt hundrað birkiplöntur. 22. október 2018 19:45