Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2018 19:00 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. Starfsgreinasambandið og VR birtu kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrr í þessum mánuði. Þar er farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Reiknað hefur verið út að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í einstaka tilvikum í sér allt að 98 prósent launahækkanir. Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu leiða til verðbólgu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, segir að lág verðbólga á Íslandi verði aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika. Þróun launavísitölu og kaupmáttar frá 1989 sýnir svart á hvítu að kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir ef þær eru umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu.Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Fyrirtæki munu setja kostnaðinn út í verðlag Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ef kröfur Starfsgreinasambandsins og VR verði samþykktar muni fyrirtæki óhákvæmlega setja kostnaðinn út í verðlag sem leiði svo til verðbólgu. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en til dæmis árið 2015 við gerð síðustu kjarasamninga. Þá var gengið miklu lægra, við vorum að sjá gríðarlega aukningu í ferðaþjónustu og það var ennþá einhver slaki fyrir í kerfinu. Núna erum við á enda hagsveiflunnar. Yfirleitt er það þannig að það nást aldrei fram kjarabætur eða launahækkanir á enda hagsveiflunnar. Þá er hagkerfið á leiðinni niður og þá eru mörg fyrirtæki í raun að fara að horfa fram á minnkandi tekjur og hagræðingaraðgerðir. Það hefur í raun aldrei heppnast að fá miklar kjarabætur á þeim stað í hagsveiflunni sem við erum á núna, á leiðinni niður,“ segir Ásgeir. Íslenska krónan Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. Starfsgreinasambandið og VR birtu kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrr í þessum mánuði. Þar er farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Reiknað hefur verið út að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í einstaka tilvikum í sér allt að 98 prósent launahækkanir. Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu leiða til verðbólgu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, segir að lág verðbólga á Íslandi verði aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika. Þróun launavísitölu og kaupmáttar frá 1989 sýnir svart á hvítu að kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir ef þær eru umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu.Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Fyrirtæki munu setja kostnaðinn út í verðlag Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ef kröfur Starfsgreinasambandsins og VR verði samþykktar muni fyrirtæki óhákvæmlega setja kostnaðinn út í verðlag sem leiði svo til verðbólgu. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en til dæmis árið 2015 við gerð síðustu kjarasamninga. Þá var gengið miklu lægra, við vorum að sjá gríðarlega aukningu í ferðaþjónustu og það var ennþá einhver slaki fyrir í kerfinu. Núna erum við á enda hagsveiflunnar. Yfirleitt er það þannig að það nást aldrei fram kjarabætur eða launahækkanir á enda hagsveiflunnar. Þá er hagkerfið á leiðinni niður og þá eru mörg fyrirtæki í raun að fara að horfa fram á minnkandi tekjur og hagræðingaraðgerðir. Það hefur í raun aldrei heppnast að fá miklar kjarabætur á þeim stað í hagsveiflunni sem við erum á núna, á leiðinni niður,“ segir Ásgeir.
Íslenska krónan Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira