Guðjón lendir eftir átján ár á flugi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2018 10:50 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Fréttablaðið/anton brink Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hefur sagt upp störfum. Hugur hans leitar til Selfoss þar sem hann ætlar að taka þátt í uppbyggingu nýs miðbæjar en Guðjón er Selfyssingur að uppruna. Greint er frá vistaskiptum Guðjóns í Morgunblaðinu í dag. Guðjón er reglulegur viðmælandi í fjölmiðlum enda málefni íslenskra flugfélaga oft í brennidepli. Áður starfaði Guðjón, líkt og margur upplýsingafulltrúinn, við blaðamennsku. Meðal annars á Dagblaðinu Vísi, Helgarpóstinum. Morgunblaðinu og á Stöð 2. Hann lýsir starfinu, sem auglýst verður til umsóknar innan tíðar, sem fjölbreyttu og skemmtilegu. Aðeins hluti þess snúi út á við, þ.e. að svara fyrir flugfélagið í fjölmiðlum. „ Hluti þess snýr að þátttöku í almennri stjórnun félagsins sem mér hefur þótt heillandi, enda starfar fyrirtækið í alþjóðlegu umhverfi og margt á dagana drifið undanfarin 18 ár, t.d. hryðjuverkin 9/11 2001, hamagangurinn fyrir hrun, hrunið sjálft, Eyjafjallajökulsgosið og svo vöxturinn núna undanfarin ár og uppbygging ferðaþjónustunnar, svo eitthvað sé nefnt. Það er gaman að hafa verið með í ákvarðanatöku um helstu þætti í flugi- og ferðaþjónustu á þessum umbrotatíma, sem hefur valdið grundvallarbreytingum í samfélaginu, og mikill heiður að hafa verið treyst fyrir því svona lengi að tala fyrir hönd þess öfluga liðs sem myndar Icelandair,“ segir Guðjón í Morgunblaðinu. Guðjón ætlar að taka þátt í uppbyggingunni á Selfossi með vini sínum Leo Árnasyni. Hugmyndir þeirra snúa að því að í nýjum miðbæ Selfyssinga verði um 35 hús í klassískum stíl þar sem koma saman íbúðir, verslanir, skrifstofur og kaffihús svo eitthvað sé nefnt. Um hitamál er að ræða á Selfossi og var staðið að íbúakosningu vegna nýs skipulags í ágúst. 58,5% voru hlynnt nýju skipulagi en 39,1% á móti. Icelandair Vistaskipti Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hefur sagt upp störfum. Hugur hans leitar til Selfoss þar sem hann ætlar að taka þátt í uppbyggingu nýs miðbæjar en Guðjón er Selfyssingur að uppruna. Greint er frá vistaskiptum Guðjóns í Morgunblaðinu í dag. Guðjón er reglulegur viðmælandi í fjölmiðlum enda málefni íslenskra flugfélaga oft í brennidepli. Áður starfaði Guðjón, líkt og margur upplýsingafulltrúinn, við blaðamennsku. Meðal annars á Dagblaðinu Vísi, Helgarpóstinum. Morgunblaðinu og á Stöð 2. Hann lýsir starfinu, sem auglýst verður til umsóknar innan tíðar, sem fjölbreyttu og skemmtilegu. Aðeins hluti þess snúi út á við, þ.e. að svara fyrir flugfélagið í fjölmiðlum. „ Hluti þess snýr að þátttöku í almennri stjórnun félagsins sem mér hefur þótt heillandi, enda starfar fyrirtækið í alþjóðlegu umhverfi og margt á dagana drifið undanfarin 18 ár, t.d. hryðjuverkin 9/11 2001, hamagangurinn fyrir hrun, hrunið sjálft, Eyjafjallajökulsgosið og svo vöxturinn núna undanfarin ár og uppbygging ferðaþjónustunnar, svo eitthvað sé nefnt. Það er gaman að hafa verið með í ákvarðanatöku um helstu þætti í flugi- og ferðaþjónustu á þessum umbrotatíma, sem hefur valdið grundvallarbreytingum í samfélaginu, og mikill heiður að hafa verið treyst fyrir því svona lengi að tala fyrir hönd þess öfluga liðs sem myndar Icelandair,“ segir Guðjón í Morgunblaðinu. Guðjón ætlar að taka þátt í uppbyggingunni á Selfossi með vini sínum Leo Árnasyni. Hugmyndir þeirra snúa að því að í nýjum miðbæ Selfyssinga verði um 35 hús í klassískum stíl þar sem koma saman íbúðir, verslanir, skrifstofur og kaffihús svo eitthvað sé nefnt. Um hitamál er að ræða á Selfossi og var staðið að íbúakosningu vegna nýs skipulags í ágúst. 58,5% voru hlynnt nýju skipulagi en 39,1% á móti.
Icelandair Vistaskipti Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira