Ekki hægt að smætta kynbundið misrétti niður í eina prósentutölu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2018 12:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé hægt að smætta kynjamisrétti á Íslandi niður í eina prósentutölu í umræðu um leiðréttan eða óleiðréttan launamun. Hún segir jafnframt að launamunur kynjanna eigi að vera enginn. Þetta kom fram í máli Katrínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun þar sem bæði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi jafnréttisráðherra, kröfðu forsætisráðherra svara um jafnréttismál. Gunnar Bragi reið á vaðið og spurði sérstaklega út í ummæli Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um að forsvarsfólk Kvennafrís hafi mistúlkað gögn um launamun kynjanna frá Hagstofunni. „Í raun er hreint ótrúlegt að eftir fyrsta kvennafríið, sem haldið var 1975, ári fyrir fæðingardag minn, séum við enn í þeirri stöðu að ekki sé búið að jafna með öllu launamun kynjanna. Það er í raun alveg ótrúlegt að það hafi tekið 43 ár og við séum enn ekki komin á lokapunkt,“ sagði Katrín í svari sínu.Munurinn eigi að vera enginn Hún sagðist jafnframt ekki telja að þær ólíku aðferðir sem notaðar eru við að mæla launamun feli í sér misskilning. Hún sagði það vitað að ólíkir mælikvarðar væru notaðir í umræðu um kynbundinn launamun, annarsvegar óleðréttur launamunur og hins vegar leiðréttur launamunur sem í daglegu tali er kallaður óútskýrður launamunur. Árið 2016 var óleiðréttur launamunur 16 prósent og leiðréttur launamunur 5 prósent. „Munurinn á að sjálfsögðu enginn að vera. Við eigum að meta karla og konur til jafns. Það getur bæði snúist um að leiðrétta þann launamun sem við köllum leiðréttan en óskýrðan launamun, sem þýðir í raun mismunandi laun fyrir sama starf. Síðan kallar þetta líka á að við ræðum af hverju karlmenn fá til dæmis fremur ýmis hlunnindi í sínum störfum en konur samkvæmt rannsóknum og af hverju við erum til að mynda með fleiri karlmenn en konur sem forstjóra í fyrirtækjum á Íslandi, sem er hluti af hinum óleiðrétta launamun,“ sagði Katrín. „Mér finnst hins vegar ekki að við eigum að týna okkur í jafn mikilvægri umræðu, um jafn mikilvægt mál og misrétti kynjanna er, í því að ræða muninn á einstökum aðferðum og hvaða skilning við höfum á þeim. Þær eru til staðar, vissulega. En það breytir því ekki að misréttið er til staðar.“Vill jafnréttismál í forsætisráðuneytið Þorsetinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra velti því upp hvort óbreytt staða í launamuni kynjanna endurspegli metnað ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Katrín svaraði því að fyrirspurn Þorsteins, þar sem hann tíundaði upp ýmsa fleti samfélagsins þar sem konur eru ekki til jafns við karla, lýsti því vel hvað misrétti kynjanna á íslandi væri flókin stærð,. „Það er ekki hægt að smætta þetta misrétti niður í eina prósentutölu, hvort sem við erum að tala um leiðréttan eða óleiðréttan launamun. Þess vegna var dagurinn í gær til dæmis helgaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðisofbeldi því það er líka hluti af þessari stóru mynd sem við erum að ræða þegar við tölum um misrétti kynjanna. Það endurspeglast líka á vinnumarkaði þar sem konur mega oft þola allt aðra meðhöndlun en karlar,“ sagði hún. „Hann spyr hvort óbreytt staða í launamuni kynjanna endurspegli metnað ríkisstjórnarinnar. Nei. Þessi tala endurspeglar ekki metnað ríkisstjórnarinnar. Ég er að leggja það til og vona að Alþingi sé sammála mér um það að jafnréttismál fari yfir í forsætisráðuneytið ekki vegna þess að það hafi ekki verið vel staðið að jafnréttismálum í fyrrverandi ráðuneyti háttvirts þingmanns. […] Heldur vegna þess að ég tel að við þurfum að horfa á þetta mál frá miklu breiðari grunni. Alveg eins og þegar við erum að ræða risastór mál, öryggismál, loftslagsmál, þá eru jafnréttismálin alveg jafn stór og varða helming mannkyns og það skiptir máli að öll ráðuneyti taki höndum saman.“ Benti Katrín jafnframt á að þegar ný námskrá var sett kom í ljós að í lögum um grunnskóla hafi verið ákvæði um jafnréttismenntun frá árinu 1976, fæðingarári hennar. „Ég fékk enga jafnréttismenntun alla mína skólagöngu enda fór jafnréttismenntun ekki inn í námskrá fyrr en 2011. Það eru ansi margir áratugir sem liðu frá því að löggjafinn setti sér markmið áður en þau komust í framkvæmd. Það er nefnilega svoleiðis að af einhverjum ástæðum virðist þetta misrétti vera kannski það rótgrónasta, eins og John Stuart Mill sagði á sínum tíma, kannski af því að við erum öll aðilar að því með einhverjum hætti. Við erum öll hluti af kynjakerfinu og þess vegna þurfum við að vinna að þessu alltaf. Sama hvaða málaflokk við erum að tala um. Prósentutölur í kynbundnum launamun sem hér eru mest til umræðu eru bara einn lítill kimi af kynjamisréttinu sem við búum öll við.“ Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. 25. október 2018 08:43 Telja enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þáttum um kynbundinn launamun Aðstandendur Kvennafrídagsins hafna því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands um kynbundinn launamun séu rangar. 25. október 2018 11:17 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé hægt að smætta kynjamisrétti á Íslandi niður í eina prósentutölu í umræðu um leiðréttan eða óleiðréttan launamun. Hún segir jafnframt að launamunur kynjanna eigi að vera enginn. Þetta kom fram í máli Katrínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun þar sem bæði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi jafnréttisráðherra, kröfðu forsætisráðherra svara um jafnréttismál. Gunnar Bragi reið á vaðið og spurði sérstaklega út í ummæli Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra um að forsvarsfólk Kvennafrís hafi mistúlkað gögn um launamun kynjanna frá Hagstofunni. „Í raun er hreint ótrúlegt að eftir fyrsta kvennafríið, sem haldið var 1975, ári fyrir fæðingardag minn, séum við enn í þeirri stöðu að ekki sé búið að jafna með öllu launamun kynjanna. Það er í raun alveg ótrúlegt að það hafi tekið 43 ár og við séum enn ekki komin á lokapunkt,“ sagði Katrín í svari sínu.Munurinn eigi að vera enginn Hún sagðist jafnframt ekki telja að þær ólíku aðferðir sem notaðar eru við að mæla launamun feli í sér misskilning. Hún sagði það vitað að ólíkir mælikvarðar væru notaðir í umræðu um kynbundinn launamun, annarsvegar óleðréttur launamunur og hins vegar leiðréttur launamunur sem í daglegu tali er kallaður óútskýrður launamunur. Árið 2016 var óleiðréttur launamunur 16 prósent og leiðréttur launamunur 5 prósent. „Munurinn á að sjálfsögðu enginn að vera. Við eigum að meta karla og konur til jafns. Það getur bæði snúist um að leiðrétta þann launamun sem við köllum leiðréttan en óskýrðan launamun, sem þýðir í raun mismunandi laun fyrir sama starf. Síðan kallar þetta líka á að við ræðum af hverju karlmenn fá til dæmis fremur ýmis hlunnindi í sínum störfum en konur samkvæmt rannsóknum og af hverju við erum til að mynda með fleiri karlmenn en konur sem forstjóra í fyrirtækjum á Íslandi, sem er hluti af hinum óleiðrétta launamun,“ sagði Katrín. „Mér finnst hins vegar ekki að við eigum að týna okkur í jafn mikilvægri umræðu, um jafn mikilvægt mál og misrétti kynjanna er, í því að ræða muninn á einstökum aðferðum og hvaða skilning við höfum á þeim. Þær eru til staðar, vissulega. En það breytir því ekki að misréttið er til staðar.“Vill jafnréttismál í forsætisráðuneytið Þorsetinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra velti því upp hvort óbreytt staða í launamuni kynjanna endurspegli metnað ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Katrín svaraði því að fyrirspurn Þorsteins, þar sem hann tíundaði upp ýmsa fleti samfélagsins þar sem konur eru ekki til jafns við karla, lýsti því vel hvað misrétti kynjanna á íslandi væri flókin stærð,. „Það er ekki hægt að smætta þetta misrétti niður í eina prósentutölu, hvort sem við erum að tala um leiðréttan eða óleiðréttan launamun. Þess vegna var dagurinn í gær til dæmis helgaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðisofbeldi því það er líka hluti af þessari stóru mynd sem við erum að ræða þegar við tölum um misrétti kynjanna. Það endurspeglast líka á vinnumarkaði þar sem konur mega oft þola allt aðra meðhöndlun en karlar,“ sagði hún. „Hann spyr hvort óbreytt staða í launamuni kynjanna endurspegli metnað ríkisstjórnarinnar. Nei. Þessi tala endurspeglar ekki metnað ríkisstjórnarinnar. Ég er að leggja það til og vona að Alþingi sé sammála mér um það að jafnréttismál fari yfir í forsætisráðuneytið ekki vegna þess að það hafi ekki verið vel staðið að jafnréttismálum í fyrrverandi ráðuneyti háttvirts þingmanns. […] Heldur vegna þess að ég tel að við þurfum að horfa á þetta mál frá miklu breiðari grunni. Alveg eins og þegar við erum að ræða risastór mál, öryggismál, loftslagsmál, þá eru jafnréttismálin alveg jafn stór og varða helming mannkyns og það skiptir máli að öll ráðuneyti taki höndum saman.“ Benti Katrín jafnframt á að þegar ný námskrá var sett kom í ljós að í lögum um grunnskóla hafi verið ákvæði um jafnréttismenntun frá árinu 1976, fæðingarári hennar. „Ég fékk enga jafnréttismenntun alla mína skólagöngu enda fór jafnréttismenntun ekki inn í námskrá fyrr en 2011. Það eru ansi margir áratugir sem liðu frá því að löggjafinn setti sér markmið áður en þau komust í framkvæmd. Það er nefnilega svoleiðis að af einhverjum ástæðum virðist þetta misrétti vera kannski það rótgrónasta, eins og John Stuart Mill sagði á sínum tíma, kannski af því að við erum öll aðilar að því með einhverjum hætti. Við erum öll hluti af kynjakerfinu og þess vegna þurfum við að vinna að þessu alltaf. Sama hvaða málaflokk við erum að tala um. Prósentutölur í kynbundnum launamun sem hér eru mest til umræðu eru bara einn lítill kimi af kynjamisréttinu sem við búum öll við.“
Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. 25. október 2018 08:43 Telja enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þáttum um kynbundinn launamun Aðstandendur Kvennafrídagsins hafna því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands um kynbundinn launamun séu rangar. 25. október 2018 11:17 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. 25. október 2018 08:43
Telja enga ástæðu til að leiðrétta fyrir þáttum um kynbundinn launamun Aðstandendur Kvennafrídagsins hafna því alfarið að ályktanir sem dregnar eru af útreikningum Hagstofu Íslands um kynbundinn launamun séu rangar. 25. október 2018 11:17
„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00