Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2018 14:45 Mótmælendur hafa undanfarin tvö ár blásið í lúðra og hrópað harðorð slagorð gegn tæknifyrirtækinu. Getty/Sean Gallup Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. Fyrirtækið hafði í hyggju að opna um 3000 fermetra nýsköpunarmiðstöð fyrir sprotafyrirtæki í hverfinu Kreuzberg, einu af elstu hverfum borgarinnar. Talsmaður Google í Þýskalandi tilkynnti hins vegar í gær að hugmyndir fyrirtækisins um að opna miðstöðina, með öllum þeim skrifstofum, kaffihúsum og sameiginlegu vinnurýmum sem miðstöðinni hefði fylgt, væru að engu orðnar. Þess í stað myndu fermetrarnir þrjú þúsund renna til tveggja þarlendra mannúðarsamtaka. Hópur mótmælenda hafði undanfarin tvö ár lýst opinberlega yfir óánægju sinni með fyrirætlanir tæknirisans. Ekki aðeins hafa þeir horn í síðu Google, sem mótmælendur segja að beiti ýmsum brögðum til að komast hjá skattgreiðslum og fari illa með persónuupplýsingar notenda, heldur leist þeim ekkert á þau áhrif sem koma Google myndi hafa á hverfið.Húsnæðisverð á hraðri uppleið Kreuzberg er á vef Guardian lýst sem „bóhema-hverfi.“ Þar þrífist ýmis konar jaðarmenning í listum jafnt sem lifnaðarháttum og óttuðust mótmælendur að sjarmi hverfisins myndi hverfa með innreið tæknirisans. Húsnæðisverð myndi að öllum líkindum hækka - og þannig reka burt efnaminni íbúa hverfsins, sem hafa jafnvel búið þar í áratugi. Nýlegar rannsóknir sýna jafnframt fram á að hvergi í heiminum hækki fasteignaverð hraðar en í Berlín. Það hækkaði um 20,5 prósent í borginni á milli áranna 2016 og 2017 - sem bliknar þó í samanburði við fasteignaverðshækkunina sem hefur átt sér stað í Kreuzberg-hverfinu einu, þar sem hækkunin var 71% á sama tímabili. Mótmælendurnir voru því að vonum ánægðir þegar greint var frá því að Google ætlaði sér að róa á önnur mið. „Baráttan borgar sig,“ er haft eftir einum þeirra hjá Guardian. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort afstaða mótmælenda hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun Google. Talsmaður fyrirtækisins sagði þó í samtali við þarlenda fjölmiðla að Google léti ekki nokkrar óánægjuraddir stýra ákvörðunum sínum. Google Tengdar fréttir Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. Fyrirtækið hafði í hyggju að opna um 3000 fermetra nýsköpunarmiðstöð fyrir sprotafyrirtæki í hverfinu Kreuzberg, einu af elstu hverfum borgarinnar. Talsmaður Google í Þýskalandi tilkynnti hins vegar í gær að hugmyndir fyrirtækisins um að opna miðstöðina, með öllum þeim skrifstofum, kaffihúsum og sameiginlegu vinnurýmum sem miðstöðinni hefði fylgt, væru að engu orðnar. Þess í stað myndu fermetrarnir þrjú þúsund renna til tveggja þarlendra mannúðarsamtaka. Hópur mótmælenda hafði undanfarin tvö ár lýst opinberlega yfir óánægju sinni með fyrirætlanir tæknirisans. Ekki aðeins hafa þeir horn í síðu Google, sem mótmælendur segja að beiti ýmsum brögðum til að komast hjá skattgreiðslum og fari illa með persónuupplýsingar notenda, heldur leist þeim ekkert á þau áhrif sem koma Google myndi hafa á hverfið.Húsnæðisverð á hraðri uppleið Kreuzberg er á vef Guardian lýst sem „bóhema-hverfi.“ Þar þrífist ýmis konar jaðarmenning í listum jafnt sem lifnaðarháttum og óttuðust mótmælendur að sjarmi hverfisins myndi hverfa með innreið tæknirisans. Húsnæðisverð myndi að öllum líkindum hækka - og þannig reka burt efnaminni íbúa hverfsins, sem hafa jafnvel búið þar í áratugi. Nýlegar rannsóknir sýna jafnframt fram á að hvergi í heiminum hækki fasteignaverð hraðar en í Berlín. Það hækkaði um 20,5 prósent í borginni á milli áranna 2016 og 2017 - sem bliknar þó í samanburði við fasteignaverðshækkunina sem hefur átt sér stað í Kreuzberg-hverfinu einu, þar sem hækkunin var 71% á sama tímabili. Mótmælendurnir voru því að vonum ánægðir þegar greint var frá því að Google ætlaði sér að róa á önnur mið. „Baráttan borgar sig,“ er haft eftir einum þeirra hjá Guardian. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort afstaða mótmælenda hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun Google. Talsmaður fyrirtækisins sagði þó í samtali við þarlenda fjölmiðla að Google léti ekki nokkrar óánægjuraddir stýra ákvörðunum sínum.
Google Tengdar fréttir Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06