Framtíðarsýn í miðborg Hjálmar Sveinsson skrifar 26. október 2018 08:00 Það er áhugavert að horfa vestur Tryggvagötu þessa haustdaga í borginni og virða fyrir sér hvernig nýju húsaröðina, sem risin er við Hafnartorg, ber við Tollhúsið með fallegu mósaíkmyndinni hennar Gerðar Helgadóttur. Ekki sakar að heil röð af reynitrjám hefur skotið rótum meðfram nýbyggingunum. Þarna er komin skýr heild, gyllt og bronslituð með opnum jarðhæðum, þar sem áður var grá bílastæðaauðn. Á vinstri hönd opnast ein elsta gata borgarinnar, Hafnarstræti, með nýrri hellulögn, götutrjám og endurbyggðu Thomsenhúsi og Rammagerðarhúsi. Hið gamla fléttast saman við hið nýja. Norðan og sunnan Geirsgötu eru að rísa 150 íbúðir. Þær bætast við 250 íbúðir sem eru langt komnar í smíðum uppi á Hverfisgötu. Aðeins vestar á Tryggvagötu er að verða til nýtt Bæjartorg með Bæjarins Beztu. Gamla steinbryggjan sem lá frá Pósthússtræti niður í höfn verður hluti torgsins. Enn vestar, á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, hefur gamla Fiskhöllin með sinn fallega turn verið endurbyggð. Einnig Exeterhúsið. Þar er líka að verða til torg fyrir fólk þar sem áður voru bílastæði. Langt er síðan umræðan um endurreisn miðborgarinnar hófst. Hún spratt upp fyrir 20 árum og var viðbragð við Kringlunni, sem hjó stór skörð í miðborgarverslunina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét málefni miðborgarinnar mjög til sín taka og efndi til hugmyndasamkeppni árið 2002 um skipulag tónlistarhúss, hótels, ráðstefnumiðstöðvar og tengdra bygginga við austurhöfnina. Hún hafði framtíðarsýn. Á þessu svæði er nú að verða til verslunarkjarni. Fataverslunin H&M var opnuð á tveimur hæðum á Hafnartorgi um daginn. Fleiri innlendar og alþjóðlegar verslanir verða opnaðar næsta vor. Það eru líka fréttir að Fréttablaðið er að flytja á Hafnartorg. Á niðurlægingartímabili miðborgarinnar frá 1970 til 2000 fluttu allir fjölmiðlar burt úr miðborginni. Og ekki bara þeir, heldur líka verslanir, heildsölufyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bankar, Eimskip, Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið. Skipulagt miðflóttaafl þeytti þessu öllu inn í Múla, Skeifu, Sundahöfn og í Kringlumýrina. Nú er þetta að snúast við. Endurreisn gamalla húsa, bygging nýrra og mikið mannlíf ber því vitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að horfa vestur Tryggvagötu þessa haustdaga í borginni og virða fyrir sér hvernig nýju húsaröðina, sem risin er við Hafnartorg, ber við Tollhúsið með fallegu mósaíkmyndinni hennar Gerðar Helgadóttur. Ekki sakar að heil röð af reynitrjám hefur skotið rótum meðfram nýbyggingunum. Þarna er komin skýr heild, gyllt og bronslituð með opnum jarðhæðum, þar sem áður var grá bílastæðaauðn. Á vinstri hönd opnast ein elsta gata borgarinnar, Hafnarstræti, með nýrri hellulögn, götutrjám og endurbyggðu Thomsenhúsi og Rammagerðarhúsi. Hið gamla fléttast saman við hið nýja. Norðan og sunnan Geirsgötu eru að rísa 150 íbúðir. Þær bætast við 250 íbúðir sem eru langt komnar í smíðum uppi á Hverfisgötu. Aðeins vestar á Tryggvagötu er að verða til nýtt Bæjartorg með Bæjarins Beztu. Gamla steinbryggjan sem lá frá Pósthússtræti niður í höfn verður hluti torgsins. Enn vestar, á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, hefur gamla Fiskhöllin með sinn fallega turn verið endurbyggð. Einnig Exeterhúsið. Þar er líka að verða til torg fyrir fólk þar sem áður voru bílastæði. Langt er síðan umræðan um endurreisn miðborgarinnar hófst. Hún spratt upp fyrir 20 árum og var viðbragð við Kringlunni, sem hjó stór skörð í miðborgarverslunina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét málefni miðborgarinnar mjög til sín taka og efndi til hugmyndasamkeppni árið 2002 um skipulag tónlistarhúss, hótels, ráðstefnumiðstöðvar og tengdra bygginga við austurhöfnina. Hún hafði framtíðarsýn. Á þessu svæði er nú að verða til verslunarkjarni. Fataverslunin H&M var opnuð á tveimur hæðum á Hafnartorgi um daginn. Fleiri innlendar og alþjóðlegar verslanir verða opnaðar næsta vor. Það eru líka fréttir að Fréttablaðið er að flytja á Hafnartorg. Á niðurlægingartímabili miðborgarinnar frá 1970 til 2000 fluttu allir fjölmiðlar burt úr miðborginni. Og ekki bara þeir, heldur líka verslanir, heildsölufyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bankar, Eimskip, Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið. Skipulagt miðflóttaafl þeytti þessu öllu inn í Múla, Skeifu, Sundahöfn og í Kringlumýrina. Nú er þetta að snúast við. Endurreisn gamalla húsa, bygging nýrra og mikið mannlíf ber því vitni.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar