Lakers fyrstir til að leggja Denver Nuggets að velli Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. október 2018 07:30 LeBron vann sinn fyrsta heimasigur með Lakers vísir/getty LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru komnir á sigurbraut í NBA körfuboltanum en liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum. Í nótt lágu Denver Nuggets í valnum en þeir voru taplausir í fyrstu fjórum leikjum sínum áður en kom að leiknum í nótt. Lokatölur 121-114 fyrir Lakers. LeBron fór mikinn í leiknum; var stigahæstur Lakers manna með 28 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Serbneska tröllið Nikola Jokic var stigahæstur hjá Nuggets með 24 stig auk þess að taka 11 fráköst. Oklahoma City Thunder er enn í leit að sínum fyrsta sigri á tímabilinu en liðið tapaði fyrir Boston Celtics á heimavelli í nótt, 95-101. Ungstirnið Jayson Tatum var stigahæstur með 24 stig. Damian Lillard var magnaður þegar Portland Trail Blazers gerði góða ferð til Orlando þar sem Trail Blazers vann 14 stiga sigur á Orlando Magic, 114-128. Lillard skoraði 41 stig. Þá hélt Detroit Pistons sigurgöngu sinni áfram þegar þeir fengu stigalaust lið Cleveland Cavaliers í heimsókn. Pistons vann sjö stiga sigur, 110-103 og eru búnir að vinna fyrstu fjóra leiki sína á meðan Cavaliers hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum. Andre Drummond skoraði 26 stig og tók 22 fráköst í liði Pistons og var stigahæstur ásamt Blake Griffin sem gerði líka 26 stig en sá síðarnefndi hirti einnig 10 fráköst.Úrslit næturinnar Detroit Pistons 110-103 Cleveland Cavaliers Orlando Magic 114-128 Portland Trail Blazers Oklahoma City Thunder 95-101 Boston Celtics Los Angeles Lakers 121-114 Denver Nuggets NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru komnir á sigurbraut í NBA körfuboltanum en liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum. Í nótt lágu Denver Nuggets í valnum en þeir voru taplausir í fyrstu fjórum leikjum sínum áður en kom að leiknum í nótt. Lokatölur 121-114 fyrir Lakers. LeBron fór mikinn í leiknum; var stigahæstur Lakers manna með 28 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Serbneska tröllið Nikola Jokic var stigahæstur hjá Nuggets með 24 stig auk þess að taka 11 fráköst. Oklahoma City Thunder er enn í leit að sínum fyrsta sigri á tímabilinu en liðið tapaði fyrir Boston Celtics á heimavelli í nótt, 95-101. Ungstirnið Jayson Tatum var stigahæstur með 24 stig. Damian Lillard var magnaður þegar Portland Trail Blazers gerði góða ferð til Orlando þar sem Trail Blazers vann 14 stiga sigur á Orlando Magic, 114-128. Lillard skoraði 41 stig. Þá hélt Detroit Pistons sigurgöngu sinni áfram þegar þeir fengu stigalaust lið Cleveland Cavaliers í heimsókn. Pistons vann sjö stiga sigur, 110-103 og eru búnir að vinna fyrstu fjóra leiki sína á meðan Cavaliers hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum. Andre Drummond skoraði 26 stig og tók 22 fráköst í liði Pistons og var stigahæstur ásamt Blake Griffin sem gerði líka 26 stig en sá síðarnefndi hirti einnig 10 fráköst.Úrslit næturinnar Detroit Pistons 110-103 Cleveland Cavaliers Orlando Magic 114-128 Portland Trail Blazers Oklahoma City Thunder 95-101 Boston Celtics Los Angeles Lakers 121-114 Denver Nuggets
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira