Reynir Pétur segist vel geta orðið 100 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2018 19:45 Það var mikið stuð og stemming á Sólheimum í Grímsnesi í gærkvöldi þegar göngu og hjólagarpurinn, Reynir Pétur Ingvarsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu. Reynir Pétur segist vel geta orðið hundrað ára haldi hann áfram að hjóla og hreyfa sig. Reynir Pétur bauð fjölskyldu og bestu vinum sínum í afmælisveisluna í gærkvöldi í Vigdísarhúsi. Boðið var upp á uppáhalds matinn hans, hangikjöt með öllu tilheyrandi og köku og ístertu á eftir. Nokkrar tækifærisræður voru haldnar og heimilismenn voru með skemmtiatriði. Reynir Pétur er mjög vel liðinn á Sólheimum og hrókur alls fagnaðar á staðnum. Frægastur var hann þegar hann gekk Íslandsgönguna 1985 hringinn í kringum landið á 32 dögum. Í dag heldur hann sér í formi með að ganga og hjóla á hverjum degi. „Hann er bara einstakur maður, ég held að hver fruma í honum sé svo heil og hrein og svo falleg og flott og hann er bara svo yndislegur maður. Alltaf glaður og alltaf brosandi. Hérna hjólar hann Sólheimahringinn reglulega, nýkomin á rafmagnshjól, hann er virkur í öllu sem er að gerst. Reynir Pétur er enn að vinna á fullu í gróðurhúsinu, þetta er einstakur maður“, segir Sveinn AlfreðssonÓmar Ragnarsson mætti í afmælið og fór með gamanmál.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvernig finnst Reynir Pétri að vera orðinn 70 ára gamall? „Ég hugsa að ég verði bara áfram minn karakter, Reynir Pétur. Ég ætla að fá að halda áfram að vinna næstu misseri, ekkert að breyta um karakter“, segir Reynir Pétur. „Ef ég held áfram að hreyfa mig og hjóla og allt þetta þá get ég hjólað alveg fram í gröfina, þó ég verð 100 ára“, bætir hann við. Reynir Pétur er mikill stærðfræðisnillingur, hann gaf afmælisgestum smá dæmi um nöfnin á nokkrum tölum.Reynir Pétur með hluta af systkinum sínum í afmælisveislunniMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Það var mikið stuð og stemming á Sólheimum í Grímsnesi í gærkvöldi þegar göngu og hjólagarpurinn, Reynir Pétur Ingvarsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu. Reynir Pétur segist vel geta orðið hundrað ára haldi hann áfram að hjóla og hreyfa sig. Reynir Pétur bauð fjölskyldu og bestu vinum sínum í afmælisveisluna í gærkvöldi í Vigdísarhúsi. Boðið var upp á uppáhalds matinn hans, hangikjöt með öllu tilheyrandi og köku og ístertu á eftir. Nokkrar tækifærisræður voru haldnar og heimilismenn voru með skemmtiatriði. Reynir Pétur er mjög vel liðinn á Sólheimum og hrókur alls fagnaðar á staðnum. Frægastur var hann þegar hann gekk Íslandsgönguna 1985 hringinn í kringum landið á 32 dögum. Í dag heldur hann sér í formi með að ganga og hjóla á hverjum degi. „Hann er bara einstakur maður, ég held að hver fruma í honum sé svo heil og hrein og svo falleg og flott og hann er bara svo yndislegur maður. Alltaf glaður og alltaf brosandi. Hérna hjólar hann Sólheimahringinn reglulega, nýkomin á rafmagnshjól, hann er virkur í öllu sem er að gerst. Reynir Pétur er enn að vinna á fullu í gróðurhúsinu, þetta er einstakur maður“, segir Sveinn AlfreðssonÓmar Ragnarsson mætti í afmælið og fór með gamanmál.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvernig finnst Reynir Pétri að vera orðinn 70 ára gamall? „Ég hugsa að ég verði bara áfram minn karakter, Reynir Pétur. Ég ætla að fá að halda áfram að vinna næstu misseri, ekkert að breyta um karakter“, segir Reynir Pétur. „Ef ég held áfram að hreyfa mig og hjóla og allt þetta þá get ég hjólað alveg fram í gröfina, þó ég verð 100 ára“, bætir hann við. Reynir Pétur er mikill stærðfræðisnillingur, hann gaf afmælisgestum smá dæmi um nöfnin á nokkrum tölum.Reynir Pétur með hluta af systkinum sínum í afmælisveislunniMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira