Sport

Boston Red Sox meistari í níunda sinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Boston Red Sox fagna í nótt.
Boston Red Sox fagna í nótt.
Boston Red Sox bar sigur úr býtum í fjórða sinn í úrslitaeinvígi MLB deildarinnar, World Series í nótt, þegar þeir lögðu Los Angeles Dodgers 5-1. Þar með tryggði Red Sox sér meistaratignina í níunda sinn.

Þetta er jafnframt í fjórða sinn á þessari öld (2004, 2007, 2013, 2018) sem þetta mikla stórveldi í bandarísku íþróttalífi vinnur þennan eftirsótta titil. 

Aðeins tvö félög hafa unnið oftar en Red Sox, það eru New York Yankees (27 sinnum) og St. Louis Cardinals (11 sinnum). Oakland Athletics er með níu titla, líkt og Red Sox.

Hinn 35 ára gamli Steve Pearce var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígsins en þetta var hans fyrsta leiktíð hjá Red Sox eftir að hafa verið á miklu flakki í gegnum ferilinn en Pearce hefur níu sinnum skipt um lið í MLB deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×