Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 10. október 2018 07:00 Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum og önnur börn í íslensku skólakerfi og til þátttöku í frístunda- og íþróttastarfi. Þess vegna mun ég leggja fram tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þáttöku í íþróttum og tómstundum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að allir skuli njóta jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða eða annarar stöðu. Þá segir að Reykjavíkurborg skuli meðal annars „tryggja þátttöku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi barna sinna og aðgengi þeirra að upplýsingum“. Mikilvægt er að tillagan verði samþykkt í borgarstjórn svo að málið fái skjótan framgang innan borgarkerfisins og leitað verði skjótra úrbóta, enda lýtur hún að mannréttindum barna sem tilheyra þessum hópi. Sé litið á samanburð á milli OECD-landanna hvað varðar árangur barna innflytjenda í lesskilningi kemur í ljós að staðan á Ísland er slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fer hrakandi. Börn innflytjenda hafa sömu væntingar og aðrir til langskólanáms og því er mikilvægt að þeir hafi frá byrjun sömu tækifæri til náms og aðrir. Nýjar rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi er minni en annarra barna. Þessi staða er óboðleg og til þess fallin að auka á aðstöðumun á meðal barna í grunnskólum eftir uppruna þeirra, þjóðerni, tungumáli eða öðru sem leiðir af stöðu þeirra sem börn innflytjenda. Því leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn Reykjavíkurborgar taki skýra afstöðu í málinu og beiti sér fyrir því að ráðin verði bót á stöðu þessara barna. Það er von mín að málið hljóti hljómgrunn, þvert á flokka í borgarstjórn. Réttur til náms við hæfi er meðal annars verndaður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, grunnskólalögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum og önnur börn í íslensku skólakerfi og til þátttöku í frístunda- og íþróttastarfi. Þess vegna mun ég leggja fram tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þáttöku í íþróttum og tómstundum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að allir skuli njóta jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða eða annarar stöðu. Þá segir að Reykjavíkurborg skuli meðal annars „tryggja þátttöku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi barna sinna og aðgengi þeirra að upplýsingum“. Mikilvægt er að tillagan verði samþykkt í borgarstjórn svo að málið fái skjótan framgang innan borgarkerfisins og leitað verði skjótra úrbóta, enda lýtur hún að mannréttindum barna sem tilheyra þessum hópi. Sé litið á samanburð á milli OECD-landanna hvað varðar árangur barna innflytjenda í lesskilningi kemur í ljós að staðan á Ísland er slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fer hrakandi. Börn innflytjenda hafa sömu væntingar og aðrir til langskólanáms og því er mikilvægt að þeir hafi frá byrjun sömu tækifæri til náms og aðrir. Nýjar rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi er minni en annarra barna. Þessi staða er óboðleg og til þess fallin að auka á aðstöðumun á meðal barna í grunnskólum eftir uppruna þeirra, þjóðerni, tungumáli eða öðru sem leiðir af stöðu þeirra sem börn innflytjenda. Því leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn Reykjavíkurborgar taki skýra afstöðu í málinu og beiti sér fyrir því að ráðin verði bót á stöðu þessara barna. Það er von mín að málið hljóti hljómgrunn, þvert á flokka í borgarstjórn. Réttur til náms við hæfi er meðal annars verndaður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, grunnskólalögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun