Íslenski boltinn

Björn Berg í Garðabæinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn eftir að hafa skrifað undir samninginn við Stjörnuna.
Björn eftir að hafa skrifað undir samninginn við Stjörnuna. mynd/stjarnan
Bronsliðið í Pepsi-deild karla, Stjarnan, er búið að semja við Björn Berg Bryde um að leika með liðinu næstu þrjú tímabil.

Björn hefur undanfarin ár leikið i Grindavík eftir að hafa alist upp hjá FH. Björn var samningslaus eftir tímabilið en hann hafði leikið í Grindavík frá árinu 2012.

„Stjórn knattspyrnudeildar bindur miklar vonir við þennan stóra og stæðilega leikmann,” segir í tilkynningu frá Stjörnuni á Twitter-síðu félagsins.

Björn hefur leikið 126 leiki í efstu deild og skorað í þeim sjö mörk. Grindavík endaði í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar en Stjarnan í því þriðja og varð bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×