Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 31-22 | Framarar keyrðu yfir Hauka í seinni hálfleik Svava Kristín Grétarsdóttir í Framhúsinu í Safamýri skrifar 10. október 2018 22:30 vísir/ernr Fram vann öruggann 9 marka sigur á Haukum í kvöld, 31-22. Þetta var tvískiptur leikur þar sem Haukar höfðu öll völd í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum,13-16. Hauka stelpur mættu tilbúnar í Safamýrina og sýndu Fram strax frá upphafi að þær ætluðu að gefa þeim alvöru leik í kvöld. Eftir 5 mínútur var staðan jöfn 3-3, en Haukar skoruðu svo næstu þrjú mörkin og leyfðu heimamönnum að elta sig. Fram náði forystu í fyrsta skiptið í leiknum í stöðunni 10-9, Elías Már, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé og kom sínum stelpum strax aftur í gang sem luku fyrri hálfleik með þriggja marka forystu 13-16. Það voru hins vegar allt önnur lið sem mættu til leiks í síðari hálfleik. Fram tók öll völd á vellinum og eftir 11-2 kafla var staðan 24-18. Sóknarleikur Hauka hrundi í síðari hálfleik á meðan allt small saman í leik heimakvenna. Meistararnir sýndu í kvöld að þær gefast ekki upp og þegar þær ná að spila sinn leik þá eru þær erfiðar viðureignar. Leiknum lauk með öruggum 9 marka sigri, 31-22. Af hverju vann Fram?Þetta var leikur tveggja hálfleika, Fram vann síðari hálfleikinn og vann því leikinn. Þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik þá má ekki afskrifa lið Fram sem sýndu sitt besta andlit í síðari hálfleik. Vörnin var þétt og með smá markvörslu og ótal stolnum boltum þá náðu þær að keyra í bakið á Hauka stelpum og brjóta þær niður. Hverjar stóðu uppúr? Frábær heildar frammistaða hjá Fram í síðari hálfleik, en þær Ragnheiður Júlíusdóttir, Karen Knútsdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru góðar að vanda. Svo skilaði Þórey Rósa Stefánsdóttir sínum mörkum. Haukaliðið var afleidd í síðari hálfleik en Maria Pereria var góð í fyrri hálfleiknum og bar af í sóknarleiknum. Hvað gekk illa? Markvarslan hjá Fram var ekki til afspurnar í kvöld. Erla Rós Sigmarsdóttir varði einn bolta á fyrstu 20 mínútum leiksins en þá kom Heiðrún Dís inn á og varði engan bolta, Erla fékk þá traustið í síðari hálfleik og náði inn 6 boltum í heildina. Sóknarleikurinn varð Haukum að falli í síðari hálfleik. Þær voru með alltof marga tapaða boltar, illa útfærðar sóknir og nýttu ekki þau færi sem þær fengu. Þá var markvarslan þeirra megin ekki heldur góð, rétt um 20% heildar markvarsla. Hvað er næst? Haukar fá ÍBV í heimsókn á meðan Fram fer í Kópavoginn og mæta nýliðum og sjóðandi heitum HK stelpum sem hafa komið verulega á óvart í upphafi tímabils. Elías Már: Það þorði engin að taka af skariðElías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur að leikslokum eftir annars góðan fyrri hálfleik. „Sóknarleikurinn hrundi hjá okkur í seinni hálfleik, við skoruðum 6 mörk en 16 mörk í fyrri hálfleik. Það varð okkur að falli. Við fengum enga markvörslu og sóknarleikurinn hrynur þá hægt og bítandi. Leikmenn þorðu ekki að taka af skarið, við héldum engum blokkeringum og þær börðu okkur út úr leiknum.“ „Örugglega hægt að skrifa þetta á einbeitingarleysi en þegar leikurinn jafnaðist þá fékk Fram markvörslu en við ekki, það gerði okkur ennþá erfiðara fyrir. Við þurfum að laga bæði sóknar- og varnarleikinn hjá okkur. Við fengum á okkur 31 mark, heildar niðurstaðan er ekki góð og við töpum sannfærandi.“ „Fyrri hálfleikurinn var frábær, við yfirspiluðum þær þá en þær yfirspiluðu okkur í seinni hálfleik og þess vegna töpuðum við.“ sagði Elías að lokumStefán: Við þurftum markvörslu eins og Tómas Þór sýndi með VíkingStefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með endurkomu liðsins í síðari hálfleik „Við vissum að við ættum inni góðan varnarleik, eins og við sýndum. Við fengum á okkur tvö mörk á fyrstu 15 mínútunum í seinni hálfleik. Svo þurftum við að fá markvörslu eins og Tómas Þór sýndi þegar hann var ungur á árum áður með Víking, hún kom og þá erum við með flott lið.“ sagði Stefán léttur, en hann gerði fáar breytingar á sínu liði þrátt fyrir erfiðan fyrri hálfleik „Ég vissi alveg að ég ætti marga leikmenn inni, Erla Rós (Sigmarsdóttir) og fleiri sýndu það í síðari hálfleik. Við spiluðum bara ekki okkar leik í fyrri hálfleik. Við bættum vörnina og keyrðum upp hraðann, þá er Fram liðið gott og þess vegna unnum við.“ Steinunn: Við þurfum að skoða hvað gerðist í fyrri hálfleik„Þetta var bara sitthvor leikurinn“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram. „Við spiluðum enga vörn í fyrri hálfleik, vorum óþéttar og óöruggar. Í seinni hálfleik smullum við saman, þá kom sjálfstraust í sóknina og hraðaupphlaup eins og við erum vanar að gera.“ „Við þurfum að skoða hvað gerist í fyrri hálfleik, hvað það er sem var að klikka. Við fengum á okkur 16 mörk sem við erum ekki vanar að gera. Svo á móti þá fáum við á okkur 3 mörk á 20 mínútum í seinni hálfleik. Svo við þurfum að skoða hver munurinn er á þessum hálfleikjum hjá okkur.“ sagði Steinunn Fram fékk enga markvörslu í fyrri hálfleik og viðurkennir Steinunn að erfitt sé að ná góðum leik með enga markvörslu en segir það þó eðlilegt í kvöld miðað við heildar frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. „Hún (Erla Rós Sigmarsdóttir) verður óörugg eins og við, það er alltaf þessi klisja að vörn og markvarsla hangi saman. Við náðum ekki að spila okkar leik, það komu engin hraðaupphlaup, við þurftum alltaf að taka miðju og stilla upp. Við erum bestar í að keyra hratt upp, við náðum því ekki í fyrri hálfleik.“ Fram mætir HK í næsta leik og er Steinunn spennt fyrir þeirri viðureign enda hafa HK stelpurnar komið á óvart það sem af er tímabils „Já þær hafa komið ótrúlega á óvart. Við verðum að vera klárar í þann leik og þurfum að fara að skoða þær núna. Við erum auðvitað ekki vanar að spila á móti þeim svo það verður gaman að mæta þeim.“ sagði Steinunn að lokum Olís-deild kvenna
Fram vann öruggann 9 marka sigur á Haukum í kvöld, 31-22. Þetta var tvískiptur leikur þar sem Haukar höfðu öll völd í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum,13-16. Hauka stelpur mættu tilbúnar í Safamýrina og sýndu Fram strax frá upphafi að þær ætluðu að gefa þeim alvöru leik í kvöld. Eftir 5 mínútur var staðan jöfn 3-3, en Haukar skoruðu svo næstu þrjú mörkin og leyfðu heimamönnum að elta sig. Fram náði forystu í fyrsta skiptið í leiknum í stöðunni 10-9, Elías Már, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé og kom sínum stelpum strax aftur í gang sem luku fyrri hálfleik með þriggja marka forystu 13-16. Það voru hins vegar allt önnur lið sem mættu til leiks í síðari hálfleik. Fram tók öll völd á vellinum og eftir 11-2 kafla var staðan 24-18. Sóknarleikur Hauka hrundi í síðari hálfleik á meðan allt small saman í leik heimakvenna. Meistararnir sýndu í kvöld að þær gefast ekki upp og þegar þær ná að spila sinn leik þá eru þær erfiðar viðureignar. Leiknum lauk með öruggum 9 marka sigri, 31-22. Af hverju vann Fram?Þetta var leikur tveggja hálfleika, Fram vann síðari hálfleikinn og vann því leikinn. Þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik þá má ekki afskrifa lið Fram sem sýndu sitt besta andlit í síðari hálfleik. Vörnin var þétt og með smá markvörslu og ótal stolnum boltum þá náðu þær að keyra í bakið á Hauka stelpum og brjóta þær niður. Hverjar stóðu uppúr? Frábær heildar frammistaða hjá Fram í síðari hálfleik, en þær Ragnheiður Júlíusdóttir, Karen Knútsdóttir og Steinunn Björnsdóttir voru góðar að vanda. Svo skilaði Þórey Rósa Stefánsdóttir sínum mörkum. Haukaliðið var afleidd í síðari hálfleik en Maria Pereria var góð í fyrri hálfleiknum og bar af í sóknarleiknum. Hvað gekk illa? Markvarslan hjá Fram var ekki til afspurnar í kvöld. Erla Rós Sigmarsdóttir varði einn bolta á fyrstu 20 mínútum leiksins en þá kom Heiðrún Dís inn á og varði engan bolta, Erla fékk þá traustið í síðari hálfleik og náði inn 6 boltum í heildina. Sóknarleikurinn varð Haukum að falli í síðari hálfleik. Þær voru með alltof marga tapaða boltar, illa útfærðar sóknir og nýttu ekki þau færi sem þær fengu. Þá var markvarslan þeirra megin ekki heldur góð, rétt um 20% heildar markvarsla. Hvað er næst? Haukar fá ÍBV í heimsókn á meðan Fram fer í Kópavoginn og mæta nýliðum og sjóðandi heitum HK stelpum sem hafa komið verulega á óvart í upphafi tímabils. Elías Már: Það þorði engin að taka af skariðElías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur að leikslokum eftir annars góðan fyrri hálfleik. „Sóknarleikurinn hrundi hjá okkur í seinni hálfleik, við skoruðum 6 mörk en 16 mörk í fyrri hálfleik. Það varð okkur að falli. Við fengum enga markvörslu og sóknarleikurinn hrynur þá hægt og bítandi. Leikmenn þorðu ekki að taka af skarið, við héldum engum blokkeringum og þær börðu okkur út úr leiknum.“ „Örugglega hægt að skrifa þetta á einbeitingarleysi en þegar leikurinn jafnaðist þá fékk Fram markvörslu en við ekki, það gerði okkur ennþá erfiðara fyrir. Við þurfum að laga bæði sóknar- og varnarleikinn hjá okkur. Við fengum á okkur 31 mark, heildar niðurstaðan er ekki góð og við töpum sannfærandi.“ „Fyrri hálfleikurinn var frábær, við yfirspiluðum þær þá en þær yfirspiluðu okkur í seinni hálfleik og þess vegna töpuðum við.“ sagði Elías að lokumStefán: Við þurftum markvörslu eins og Tómas Þór sýndi með VíkingStefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með endurkomu liðsins í síðari hálfleik „Við vissum að við ættum inni góðan varnarleik, eins og við sýndum. Við fengum á okkur tvö mörk á fyrstu 15 mínútunum í seinni hálfleik. Svo þurftum við að fá markvörslu eins og Tómas Þór sýndi þegar hann var ungur á árum áður með Víking, hún kom og þá erum við með flott lið.“ sagði Stefán léttur, en hann gerði fáar breytingar á sínu liði þrátt fyrir erfiðan fyrri hálfleik „Ég vissi alveg að ég ætti marga leikmenn inni, Erla Rós (Sigmarsdóttir) og fleiri sýndu það í síðari hálfleik. Við spiluðum bara ekki okkar leik í fyrri hálfleik. Við bættum vörnina og keyrðum upp hraðann, þá er Fram liðið gott og þess vegna unnum við.“ Steinunn: Við þurfum að skoða hvað gerðist í fyrri hálfleik„Þetta var bara sitthvor leikurinn“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram. „Við spiluðum enga vörn í fyrri hálfleik, vorum óþéttar og óöruggar. Í seinni hálfleik smullum við saman, þá kom sjálfstraust í sóknina og hraðaupphlaup eins og við erum vanar að gera.“ „Við þurfum að skoða hvað gerist í fyrri hálfleik, hvað það er sem var að klikka. Við fengum á okkur 16 mörk sem við erum ekki vanar að gera. Svo á móti þá fáum við á okkur 3 mörk á 20 mínútum í seinni hálfleik. Svo við þurfum að skoða hver munurinn er á þessum hálfleikjum hjá okkur.“ sagði Steinunn Fram fékk enga markvörslu í fyrri hálfleik og viðurkennir Steinunn að erfitt sé að ná góðum leik með enga markvörslu en segir það þó eðlilegt í kvöld miðað við heildar frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. „Hún (Erla Rós Sigmarsdóttir) verður óörugg eins og við, það er alltaf þessi klisja að vörn og markvarsla hangi saman. Við náðum ekki að spila okkar leik, það komu engin hraðaupphlaup, við þurftum alltaf að taka miðju og stilla upp. Við erum bestar í að keyra hratt upp, við náðum því ekki í fyrri hálfleik.“ Fram mætir HK í næsta leik og er Steinunn spennt fyrir þeirri viðureign enda hafa HK stelpurnar komið á óvart það sem af er tímabils „Já þær hafa komið ótrúlega á óvart. Við verðum að vera klárar í þann leik og þurfum að fara að skoða þær núna. Við erum auðvitað ekki vanar að spila á móti þeim svo það verður gaman að mæta þeim.“ sagði Steinunn að lokum
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti