Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. október 2018 14:14 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Sindri Þór Stefánsson reiddi fram 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanni og að hann hefði farið til Spánar til að sinna fjölskyldu sinni. Heimildir Vísis herma að Sindri sé fluttur búferlum til Spánar en ætli sér að verða viðstaddur aðalmeðferð Bitcoin-málsins svokallaða þar sem hann er ákærður ásamt sex öðrum. Lögregluembættið á Suðurnesjum, sem annaðist rannsókn málsins og fór fram á að Sindri myndi sæta farbanni, staðfesti við Vísi fyrr í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanninu. Heimild er fyrir því í lögum um meðferð sakamála, þó svo að henni hafi ekki verið oft beitt. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi að lögregluembættið hefði einu sinni áður sett fram þessa kröfu, það er að segja að sakborningar geti losnað úr farbanni gegn ríflegri tryggingu. Samkvæmt lögunum getur sakborningur haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal hún vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem settu eru að tryggingu. Tryggingafé skal fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Hvorki Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglu á Suðurnesjum, Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þórs eða Ólafur Helgi vildu gefa upp hve há upphæðin væri sem Sindri þurfti að reiða fram. Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness neitað að afhenda úrskurðinn þar sem kveðið er á um trygginguna. Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson reiddi fram 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanni og að hann hefði farið til Spánar til að sinna fjölskyldu sinni. Heimildir Vísis herma að Sindri sé fluttur búferlum til Spánar en ætli sér að verða viðstaddur aðalmeðferð Bitcoin-málsins svokallaða þar sem hann er ákærður ásamt sex öðrum. Lögregluembættið á Suðurnesjum, sem annaðist rannsókn málsins og fór fram á að Sindri myndi sæta farbanni, staðfesti við Vísi fyrr í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanninu. Heimild er fyrir því í lögum um meðferð sakamála, þó svo að henni hafi ekki verið oft beitt. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi að lögregluembættið hefði einu sinni áður sett fram þessa kröfu, það er að segja að sakborningar geti losnað úr farbanni gegn ríflegri tryggingu. Samkvæmt lögunum getur sakborningur haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal hún vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem settu eru að tryggingu. Tryggingafé skal fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Hvorki Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglu á Suðurnesjum, Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þórs eða Ólafur Helgi vildu gefa upp hve há upphæðin væri sem Sindri þurfti að reiða fram. Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness neitað að afhenda úrskurðinn þar sem kveðið er á um trygginguna. Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28
Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51