Lækna-Tómas lék Dr. Tomas í stórmynd um voðaverk Breivik Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2018 10:35 Tómas Guðbjartsson ásamt einum af aðalleikurum myndarinnar, Jonas Strand Gravli, og Andra Wilberg Orrasyni. Tómas Guðbjartsson Læknirinn Tómas Guðbjartsson fer með hlutverk í Netflix-myndinni 22. Júlí sem segir frá fjöldamorði Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi árið 2011. Í árásunum fórust samtals 77 manns, átta í sprengingunni í Osló og 69 í skotárásunum á Útey. Leikstjóri myndarinnar er Paul Greengrass sem hefur leikstýrt þremur Bourne-myndum, með Matt Damon í aðalhlutverki, og stórmyndunum United 93 og Captain Phillips en þessar tvær síðarnefndu eru báðar byggðar á sannsögulegum atburðum líkt og 22. Júlí.Greengrass vann handrit kvikmyndarinnar upp úr bókinni One of Us sem fjallar um ódæði Breivik og eftirmála þeirra.Tómas Guðbjartsson greinir frá aðkomu sinni að myndinni á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann íslenska framleiðslufyrirtækið True North hafa beðið sig um að vera læknisfræðilegan ráðgjafa myndarinnar, en Tómas hefur áður sinnt slíku hlutverki í kvikmyndunum Eiðnum og Good Heart, eftir leikstjórana Baltasar Kormák og Dag Kára. Hann segir Greengrass hafa síðar meir beðið hann um að taka að sér hlutverk bráða- og heilaskurðlæknis í myndinni sem gengur undir nafninu Dr. Tomas. Tómas tók með sér skurðteymi af Landspítalanum og segir tökurnar hafa reynst afar krefjandi fyrir allt teymið. Íslandstenging myndarinnar er mikil því tökur á sjúkrahúsatriðunum fóru fram á sjúkrahúsinu í Keflavík og þá voru atriði sem áttu að gerast á Svalbarða í Noregi tekin upp á Siglufirði. Hryðjuverk í Útey Landspítalinn Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Læknirinn Tómas Guðbjartsson fer með hlutverk í Netflix-myndinni 22. Júlí sem segir frá fjöldamorði Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi árið 2011. Í árásunum fórust samtals 77 manns, átta í sprengingunni í Osló og 69 í skotárásunum á Útey. Leikstjóri myndarinnar er Paul Greengrass sem hefur leikstýrt þremur Bourne-myndum, með Matt Damon í aðalhlutverki, og stórmyndunum United 93 og Captain Phillips en þessar tvær síðarnefndu eru báðar byggðar á sannsögulegum atburðum líkt og 22. Júlí.Greengrass vann handrit kvikmyndarinnar upp úr bókinni One of Us sem fjallar um ódæði Breivik og eftirmála þeirra.Tómas Guðbjartsson greinir frá aðkomu sinni að myndinni á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann íslenska framleiðslufyrirtækið True North hafa beðið sig um að vera læknisfræðilegan ráðgjafa myndarinnar, en Tómas hefur áður sinnt slíku hlutverki í kvikmyndunum Eiðnum og Good Heart, eftir leikstjórana Baltasar Kormák og Dag Kára. Hann segir Greengrass hafa síðar meir beðið hann um að taka að sér hlutverk bráða- og heilaskurðlæknis í myndinni sem gengur undir nafninu Dr. Tomas. Tómas tók með sér skurðteymi af Landspítalanum og segir tökurnar hafa reynst afar krefjandi fyrir allt teymið. Íslandstenging myndarinnar er mikil því tökur á sjúkrahúsatriðunum fóru fram á sjúkrahúsinu í Keflavík og þá voru atriði sem áttu að gerast á Svalbarða í Noregi tekin upp á Siglufirði.
Hryðjuverk í Útey Landspítalinn Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira