Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Kolbeinn Tumi Daðason og Þorbjörn Þórðarson skrifa 12. október 2018 16:30 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. Vefurinn birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það. Að baki vefnum stendur félagið Viskubrunnur ehf. en eini skráði stjórnarmaður þess er Jón Ragnar Arnarson. Íslenskir fjölmiðlar hafa á hverju ári birt sérstök tekjublöð. Birting á þeim upplýsingum styðst við ákvæði í lögum um tekjuskatt en hefur afmarkast við tvær vikur. Af þessum sökum hefur verið sett spurningamerki við lögmæti vefjarins tekjur.is enda verður þar hægt að nálgast upplýsingar um tekjur fólks allan sólarhringinn, allan ársins hring.„Heimil er opinber birting“ Heimildin kemur fram í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Þar segir: „Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. (...) Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.“ Hér reynir á lögskýringu á síðasta málsliðnum enda er þar ekki minnst á tvær vikur. Aðeins er vikið að þessari takmörkun á tíma birtingar framar í ákvæðinu vegna framlagningar skattskrár. Miðlun upplýsinga úr skattskrám telst vinnsla persónuupplýsinga í skilningi nýrra laga um persónuvernd. Hins vegar hafa verið færð rök fyrir því að umrætt ákvæði skattalaga sé sér sérákvæði sem gangi framar ákvæðum persónuverndarlaga en í 5. gr. persónuverndarlaganna kemur fram að sérákvæði annarra laga um vinnslu persónuupplýsinga sem sett eru innan ramma reglugerðarinnar gangi framar ákvæðum laganna.Björgvin Guðmundsson almannatengill er einn þeirra sem kvartaði til Persónuverndar vegna vefsíðunnar.Björgvin Guðmundsson almannatengil lagði í dag fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vefjarins tekjur.is en hann telur miðlun upplýsinga um tekjur fólks gróft brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég tel að birting þessara upplýsinga sé óheimil og þarna eru birtar viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga sem ekki er heimilt samkvæmt lögum. Því taldi ég rétt að beina kvörtun til Persónuverndar sem myndi þá skoða þetta mál og úrskurða um það hvort þetta sé heimilt eða ekki,“ segir Björgvin. Ekki heimilt í viðskiptalegum tilgangi Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði árið 2013 Creditinfo Lánstrausti væri óheimilt að miðla upplýsinga úr skattskrá til áskrifenda sinna í viðskiptalegum tilgangi. Í úrskurðinum er rakið að briting Creditinfo Lánstrauts á upplýsingum hafi ekki verið í þágu aðhalds með gjaldendum og skattyfirvöldum eða til að stuðla að umræðu um skattamál. Í úrskurðinum segir: „Af 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 leiðir að skattskrá telst einungis vera opinber skrá innan þess ramma sem ákvæðið setur. Eins og fyrr er lýst fellur fyrrgreindur tilgangur Creditinfo Lánstrausts hf. með sölu upplýsinga úr skránni ekki innan þess ramma og er ljóst að reglugerðarákvæði geta ekki víkkað hann út. Er Creditinfo Lánstrausti hf. því óheimil umrædd vinnsla upplýsinga úr skattskrá og ber að láta af henni.“Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun.Tekjur.isForgangsmál hjá Persónuvernd Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að málið sé í forgangi hjá stofnuninni sem hafi fengið það inn á borð til sín snemma í morgun. „Þarna er um gríðarmikla birtingu gagna að ræða,“ segir Helga í samtali við Vísi. Sem fyrr segir vilja þeir sem standa að vefnum ekki koma fram undir nafni. Í nafnlausu svari við fyrirspurn Vísis í dag segir: „Bak við vefinn stendur hópur einstaklinga sem vill gera opinber gögn aðgengileg, og mótmælir því að RSK skuli neita að birta þau í aðgengilegu formi. Skattskrá liggur t.d. eingöngu frammi á skrifstofu RSK í Reykjavík og í takmarkaðan tíma. Það sama á við um álagningarskrá. Slík birting þjónar ekki yfirlýstum tilgangi sínum, þar sem aðgengið er takmarkað bæði í tíma og rúmi. Eins og segir í upplýsingum á vefnum sjálfum þykir aðstandendum sjálfsagt og eðlilegt að upplýsingar um greiðslur í sameiginlega sjóði séu aðgengilegar, sambærilegt því sem tíðkast hefur í Noregi þar sem skattayfirvöld birta sjálf umræddar upplýsingar.“ Helga segir spurninguna hver hafi heimild til að birta upplýsingarnar sem 2. málsgrein 98. greinar laga um tekjuskatt taki til. Mörgum þykir einkennilegt að vefur sem þessi sé opnaður svo skömmu eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi í sumar. Markmið þeirra var að gera skýrari kröfur um hverjir hefðu heimild til vinnslu persónuupplýsinga. Helga segir lungan af deginum hafa farið í að skoða þetta mál, það sé í forgangi og það vilji svo til að stjórnarfundur sé hjá stofnuninni á mánudag þar sem málið verði tekið fyrir. Persónuvernd Tekjur Tengdar fréttir Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. Vefurinn birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það. Að baki vefnum stendur félagið Viskubrunnur ehf. en eini skráði stjórnarmaður þess er Jón Ragnar Arnarson. Íslenskir fjölmiðlar hafa á hverju ári birt sérstök tekjublöð. Birting á þeim upplýsingum styðst við ákvæði í lögum um tekjuskatt en hefur afmarkast við tvær vikur. Af þessum sökum hefur verið sett spurningamerki við lögmæti vefjarins tekjur.is enda verður þar hægt að nálgast upplýsingar um tekjur fólks allan sólarhringinn, allan ársins hring.„Heimil er opinber birting“ Heimildin kemur fram í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Þar segir: „Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. (...) Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.“ Hér reynir á lögskýringu á síðasta málsliðnum enda er þar ekki minnst á tvær vikur. Aðeins er vikið að þessari takmörkun á tíma birtingar framar í ákvæðinu vegna framlagningar skattskrár. Miðlun upplýsinga úr skattskrám telst vinnsla persónuupplýsinga í skilningi nýrra laga um persónuvernd. Hins vegar hafa verið færð rök fyrir því að umrætt ákvæði skattalaga sé sér sérákvæði sem gangi framar ákvæðum persónuverndarlaga en í 5. gr. persónuverndarlaganna kemur fram að sérákvæði annarra laga um vinnslu persónuupplýsinga sem sett eru innan ramma reglugerðarinnar gangi framar ákvæðum laganna.Björgvin Guðmundsson almannatengill er einn þeirra sem kvartaði til Persónuverndar vegna vefsíðunnar.Björgvin Guðmundsson almannatengil lagði í dag fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vefjarins tekjur.is en hann telur miðlun upplýsinga um tekjur fólks gróft brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég tel að birting þessara upplýsinga sé óheimil og þarna eru birtar viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga sem ekki er heimilt samkvæmt lögum. Því taldi ég rétt að beina kvörtun til Persónuverndar sem myndi þá skoða þetta mál og úrskurða um það hvort þetta sé heimilt eða ekki,“ segir Björgvin. Ekki heimilt í viðskiptalegum tilgangi Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði árið 2013 Creditinfo Lánstrausti væri óheimilt að miðla upplýsinga úr skattskrá til áskrifenda sinna í viðskiptalegum tilgangi. Í úrskurðinum er rakið að briting Creditinfo Lánstrauts á upplýsingum hafi ekki verið í þágu aðhalds með gjaldendum og skattyfirvöldum eða til að stuðla að umræðu um skattamál. Í úrskurðinum segir: „Af 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 leiðir að skattskrá telst einungis vera opinber skrá innan þess ramma sem ákvæðið setur. Eins og fyrr er lýst fellur fyrrgreindur tilgangur Creditinfo Lánstrausts hf. með sölu upplýsinga úr skránni ekki innan þess ramma og er ljóst að reglugerðarákvæði geta ekki víkkað hann út. Er Creditinfo Lánstrausti hf. því óheimil umrædd vinnsla upplýsinga úr skattskrá og ber að láta af henni.“Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun.Tekjur.isForgangsmál hjá Persónuvernd Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að málið sé í forgangi hjá stofnuninni sem hafi fengið það inn á borð til sín snemma í morgun. „Þarna er um gríðarmikla birtingu gagna að ræða,“ segir Helga í samtali við Vísi. Sem fyrr segir vilja þeir sem standa að vefnum ekki koma fram undir nafni. Í nafnlausu svari við fyrirspurn Vísis í dag segir: „Bak við vefinn stendur hópur einstaklinga sem vill gera opinber gögn aðgengileg, og mótmælir því að RSK skuli neita að birta þau í aðgengilegu formi. Skattskrá liggur t.d. eingöngu frammi á skrifstofu RSK í Reykjavík og í takmarkaðan tíma. Það sama á við um álagningarskrá. Slík birting þjónar ekki yfirlýstum tilgangi sínum, þar sem aðgengið er takmarkað bæði í tíma og rúmi. Eins og segir í upplýsingum á vefnum sjálfum þykir aðstandendum sjálfsagt og eðlilegt að upplýsingar um greiðslur í sameiginlega sjóði séu aðgengilegar, sambærilegt því sem tíðkast hefur í Noregi þar sem skattayfirvöld birta sjálf umræddar upplýsingar.“ Helga segir spurninguna hver hafi heimild til að birta upplýsingarnar sem 2. málsgrein 98. greinar laga um tekjuskatt taki til. Mörgum þykir einkennilegt að vefur sem þessi sé opnaður svo skömmu eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi í sumar. Markmið þeirra var að gera skýrari kröfur um hverjir hefðu heimild til vinnslu persónuupplýsinga. Helga segir lungan af deginum hafa farið í að skoða þetta mál, það sé í forgangi og það vilji svo til að stjórnarfundur sé hjá stofnuninni á mánudag þar sem málið verði tekið fyrir.
Persónuvernd Tekjur Tengdar fréttir Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41