Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2018 18:30 Rækjuverksmiðjan Hólmadrangur er í elsta hluta Hólmavíkur. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu en starfsemin mun ekki stöðvast og segir stjórnarformaður fyrirtækisins, Viktoría Rán Ólafsdóttir, að engum verði sagt upp. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Viktoría segir það vilja eigenda að leita allra leiða til að tryggja rekstur rækjuverksmiðjunnar til lengri tíma, enda sé hún ein sú fullkomnasta á heimsvísu. Starfsemin undanfarin ár hefur einkum falist í því að vinna aðkeypta rækju frá útlöndum og selja á Bretlandsmarkað. Hólmadrangur er í jafnri eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar og FISK Seafood og hefur veltan numið allt að þremur og hálfum milljarði króna á ári, að sögn Viktoríu.Frá Hólmavík. Hús Hólmadrangs sjást vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hólmadrangur hefur verið og er enn, einn af máttarstólpum atvinnulífs i Strandabyggð og það er afrek í sjálfu sér að fyrirtækið hafi hingað til, staðið af sér sveiflur og óáran í rækjuiðnaðinum hér á landi,“ segir sveitarstjóri Strandabyggðar, Þorgeir Pálsson, í yfirlýsingu fyrir hönd sveitarstjórnar í dag. „Með samstilltu átaki og öflugu teymi sérfræðinga, bindum við vonir við að Hólmadrangur vinni sig út úr þessari erfiðu stöðu,“ segir þar ennfremur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Tengdar fréttir Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu en starfsemin mun ekki stöðvast og segir stjórnarformaður fyrirtækisins, Viktoría Rán Ólafsdóttir, að engum verði sagt upp. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Viktoría segir það vilja eigenda að leita allra leiða til að tryggja rekstur rækjuverksmiðjunnar til lengri tíma, enda sé hún ein sú fullkomnasta á heimsvísu. Starfsemin undanfarin ár hefur einkum falist í því að vinna aðkeypta rækju frá útlöndum og selja á Bretlandsmarkað. Hólmadrangur er í jafnri eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar og FISK Seafood og hefur veltan numið allt að þremur og hálfum milljarði króna á ári, að sögn Viktoríu.Frá Hólmavík. Hús Hólmadrangs sjást vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hólmadrangur hefur verið og er enn, einn af máttarstólpum atvinnulífs i Strandabyggð og það er afrek í sjálfu sér að fyrirtækið hafi hingað til, staðið af sér sveiflur og óáran í rækjuiðnaðinum hér á landi,“ segir sveitarstjóri Strandabyggðar, Þorgeir Pálsson, í yfirlýsingu fyrir hönd sveitarstjórnar í dag. „Með samstilltu átaki og öflugu teymi sérfræðinga, bindum við vonir við að Hólmadrangur vinni sig út úr þessari erfiðu stöðu,“ segir þar ennfremur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Tengdar fréttir Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00