Hlutverkaskipti Óttar Guðmundsson skrifar 13. október 2018 08:00 Um aldir voru lífskjör í hinni dönsku nýlendu, Íslandi með þeim lökustu í Evrópu. Verslunareinokun var ríkjandi, efnahagsleg stöðnun og úrræðaleysið algjört. Alþýðan var þrautpínd, yfirvöld ströng og mönnum refsað grimmilega fyrir minnstu yfirsjónir. Ungbarnadauði var ávallt einn hinn hæsti í Evrópu og þjóðinni fjölgaði lítið sem ekkert um aldir. Náttúran var óblíð, vetur harðir og almættið sendi þjóðinni nokkur eldgos af einskærri gamansemi. Danir sem hingað komu lýstu yfir fyrirlitningu sinni á sóðaskap og annarri niðurlægingu þjóðarinnar. Íslendingar í Kaupmannahöfn urðu iðulega fyrir aðkasti reiðra Dana sem töldu þá afætur á samfélaginu. Smám saman risu Íslendingar úr öskustónni og lífskjörin snarbötnuðu. Það fer vel á því að Íslendingar skuli með aukinni velsæld hafa skipt um hlutverk á leiksviði lífsins. Mikil efnahagsleg uppsveifla hefur skolað hingað erlendu verkafólki sem byggir hús, rekur hótel og afgreiðir í Kostkó. Í nýlegum sjónvarpsþáttum voru raktar dapurlegar reynslusögur nokkurra verkamanna sem báru innlendum yfirmönnum sínum og leigusölum illa söguna. Sagt var að menn kappkostuðu að sýna fólki hvar það ætti heima í þjóðfélagsstiganum. Erlent vinnuafl verðskuldaði ekki sömu kjör og innfæddir og gæti gert sér að góðu gömlu baðstofustemminguna þegar mikill fjöldi kúldraðist í kulda og trekki. Afkomendur þrautpíndrar íslenskrar alþýðu hafa nú haft hlutverkaskipti við fyrrum húsbændur sína. Þetta sýnir vel sveigjanleika, kraft og dug þjóðarinnar sem hefur tekist að kasta á ruslahauga sögunnar sögulegu hlutverki sínu en tekið upp siði og framkomu nýlenduherra. Hér rætast spádómar helgrar bókar að hinir síðustu skuli verða fyrstir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Um aldir voru lífskjör í hinni dönsku nýlendu, Íslandi með þeim lökustu í Evrópu. Verslunareinokun var ríkjandi, efnahagsleg stöðnun og úrræðaleysið algjört. Alþýðan var þrautpínd, yfirvöld ströng og mönnum refsað grimmilega fyrir minnstu yfirsjónir. Ungbarnadauði var ávallt einn hinn hæsti í Evrópu og þjóðinni fjölgaði lítið sem ekkert um aldir. Náttúran var óblíð, vetur harðir og almættið sendi þjóðinni nokkur eldgos af einskærri gamansemi. Danir sem hingað komu lýstu yfir fyrirlitningu sinni á sóðaskap og annarri niðurlægingu þjóðarinnar. Íslendingar í Kaupmannahöfn urðu iðulega fyrir aðkasti reiðra Dana sem töldu þá afætur á samfélaginu. Smám saman risu Íslendingar úr öskustónni og lífskjörin snarbötnuðu. Það fer vel á því að Íslendingar skuli með aukinni velsæld hafa skipt um hlutverk á leiksviði lífsins. Mikil efnahagsleg uppsveifla hefur skolað hingað erlendu verkafólki sem byggir hús, rekur hótel og afgreiðir í Kostkó. Í nýlegum sjónvarpsþáttum voru raktar dapurlegar reynslusögur nokkurra verkamanna sem báru innlendum yfirmönnum sínum og leigusölum illa söguna. Sagt var að menn kappkostuðu að sýna fólki hvar það ætti heima í þjóðfélagsstiganum. Erlent vinnuafl verðskuldaði ekki sömu kjör og innfæddir og gæti gert sér að góðu gömlu baðstofustemminguna þegar mikill fjöldi kúldraðist í kulda og trekki. Afkomendur þrautpíndrar íslenskrar alþýðu hafa nú haft hlutverkaskipti við fyrrum húsbændur sína. Þetta sýnir vel sveigjanleika, kraft og dug þjóðarinnar sem hefur tekist að kasta á ruslahauga sögunnar sögulegu hlutverki sínu en tekið upp siði og framkomu nýlenduherra. Hér rætast spádómar helgrar bókar að hinir síðustu skuli verða fyrstir.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar