Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 18:02 Jared Kushner stendur hér fyrir aftan tengaföður sinn. AP/Pablo Martinez Monsivais Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur greitt sáralitla skatta til ríkisins á undanförnum árum. Þrátt fyrir að auður Kushner hafi fimmfaldast. Samkvæmt New York Times hefur Kushner beitt almennri bókhaldsbrellu til að láta líta út fyrir að fyrirtæki sitt hafi tapað gífurlegum upphæðum.Ekki er þó um lögbrot að ræða. NYT notar árið 2015 sem dæmi. Þá hagnaðist Kushner um 1,7 milljónir dala í laun og vegna fjárfestinga. Hins vegar tapaði hann 8,3 milljónum á skattaskýrslum og þá aðallega vegna afskrifta á fasteignum Kusnher og fyrirtækis hans. Skattalög Bandaríkjanna gera ráð fyrir að virði fasteigna lækki á milli ára en það er þó alls ekki raunin. Oft á tíðum hækkar verðmæti fasteigna í rauninni en sveigjanleiki laganna leiðir til þess að eigendur fasteigna geta í raun ákvæðið hve mikla skatta þeir greiða, samkvæmt NYT. Þá hefur ríkisstjórn Trump kallað eftir breytingar á skattalögum sem myndu gera fasteignafélögum enn auðveldara að sleppa við að greiða skatta. Þessar fregnir um Kushner koma á hælana á fréttum að tengdafaðir hans hefði framið fjársvik til að meðal annars komast hjá því að greiða erfðaskatt af eigum föður síns.Sjá einnig: Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds TrumpLögmaður Kushner sagði skjólstæðing sinn hafa greitt alla þá skatta sem honum væri skylt að greiða. Að öðru leyti myndi hann ekki tjá sig um gögn sem sýndu ekki heildarmyndina, eins og talsmaður hans orðaði það, og væru illa fengin. Gögnin sem um ræðir voru hluti af yfirferð yfir fjármál Kushner af fjármálastofnun sem var að íhuga að lána honum fé. NYT fékk þrettán endurskoðendur og lögmenn til að fara yfir gögnin og var voru þeir sammála um að hann hefði litla sem enga skatta greitt á fimm af síðustu átta árum. Á hinum þremur hefðu skattgreiðslur Kushner verið einhverjar en ekki háar. Miðað við gögnin hefur Kushner Companies, fyrirtæki Kushner skilað töluverðum hagnaði á undanförnum árum og hafa Jared Kushner og faðir hans Charles tekið milljónir út úr fyrirtækinu. Hins vegar hefur fyrirtækið skilað tapi í mörg ár í augum skattyfirvalda Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur greitt sáralitla skatta til ríkisins á undanförnum árum. Þrátt fyrir að auður Kushner hafi fimmfaldast. Samkvæmt New York Times hefur Kushner beitt almennri bókhaldsbrellu til að láta líta út fyrir að fyrirtæki sitt hafi tapað gífurlegum upphæðum.Ekki er þó um lögbrot að ræða. NYT notar árið 2015 sem dæmi. Þá hagnaðist Kushner um 1,7 milljónir dala í laun og vegna fjárfestinga. Hins vegar tapaði hann 8,3 milljónum á skattaskýrslum og þá aðallega vegna afskrifta á fasteignum Kusnher og fyrirtækis hans. Skattalög Bandaríkjanna gera ráð fyrir að virði fasteigna lækki á milli ára en það er þó alls ekki raunin. Oft á tíðum hækkar verðmæti fasteigna í rauninni en sveigjanleiki laganna leiðir til þess að eigendur fasteigna geta í raun ákvæðið hve mikla skatta þeir greiða, samkvæmt NYT. Þá hefur ríkisstjórn Trump kallað eftir breytingar á skattalögum sem myndu gera fasteignafélögum enn auðveldara að sleppa við að greiða skatta. Þessar fregnir um Kushner koma á hælana á fréttum að tengdafaðir hans hefði framið fjársvik til að meðal annars komast hjá því að greiða erfðaskatt af eigum föður síns.Sjá einnig: Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds TrumpLögmaður Kushner sagði skjólstæðing sinn hafa greitt alla þá skatta sem honum væri skylt að greiða. Að öðru leyti myndi hann ekki tjá sig um gögn sem sýndu ekki heildarmyndina, eins og talsmaður hans orðaði það, og væru illa fengin. Gögnin sem um ræðir voru hluti af yfirferð yfir fjármál Kushner af fjármálastofnun sem var að íhuga að lána honum fé. NYT fékk þrettán endurskoðendur og lögmenn til að fara yfir gögnin og var voru þeir sammála um að hann hefði litla sem enga skatta greitt á fimm af síðustu átta árum. Á hinum þremur hefðu skattgreiðslur Kushner verið einhverjar en ekki háar. Miðað við gögnin hefur Kushner Companies, fyrirtæki Kushner skilað töluverðum hagnaði á undanförnum árum og hafa Jared Kushner og faðir hans Charles tekið milljónir út úr fyrirtækinu. Hins vegar hefur fyrirtækið skilað tapi í mörg ár í augum skattyfirvalda Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00