Fótbolti

Kane: Ég er ekki í verra formi en á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kane skaut í slána í síðasta leik
Kane skaut í slána í síðasta leik vísir/getty
Harry Kane er ósammála því að hann sé að spila verr og sé í lélegra formi í upphafi nýs tímabils heldur en í lok síðasta tímabils og á HM í Rússlandi.

Kane hefur ekki skorað í sex landsleikjum í röð, sem er jöfnun á metinu yfir lengstu markaþurrð framherjans í landsliðsbúningnum.

„Mér finnst spilamennska mín ekki hafa tekið neina dýfu. Þetta hefur verið erfitt eftir HM þar sem ég fékk ekki mikla hvíld, en mér finnst ég hafa ráðið vel við það. Ég hélt mér heilum og í formi,“ sagði Harry Kane.

„Ég set ákveðnar kröfur á sjálfan mig og ég vil ná þeim kröfum í hverjum lek sem ég spila. Stundum nær maður því ekki.“

„Þetta snýst um að læra og bæta sig og ég mun gera það það sem eftir er af ferlinum. Ég held áfram að gera það sem ég get, í úrvalsdeildinni er ég næst markahæstur.“

„Auðvitað hefði ég viljað vera búinn að skora meira fyrr England.“

Kane og félagar í enska landsliðinu mæta Spánverjum á morgun í Þjóðadeild UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×