Fótbolti

Shaqiri: Þurfum að gleyma fyrri leiknum sem fyrst

Smári Jökull Jónsson skrifar
Shaqiri spjallaði við Gaupa í dag.
Shaqiri spjallaði við Gaupa í dag. Vísir
„Við vitum að íslenska landsliðið er sterkt, ekki síst hér á heimavelli. Við þurfum að gleyma fyrri leiknum sem fyrst," segir besti leikmaður Sviss, Xherdan Shaqiri leikmaður Liverpool.

Liverpool leikmaðurinn segist meðvitaður um að marga sterka leikmenn hafi vantað í íslenska liðið fyrri leiknum þar sem Svisslendingar tóku Íslendinga í kennslustund í St. Gallen.

„Við verðum að gleyma honum því það vantaði marga leikmenn, það voru margir meiddir. Þetta voru mjög mikilvægir leikmennog nú eru þrír eða fjórir af þeim komnir aftur svo þetta verður öðruvísi leikur," sagði Shaqiri í viðtali við Guðjón Guðmundsson.

„Við verðum að fara varlega því Íslendingar eiga gott lið. Þeir spila sem liðsheild og hafa alltaf verið góðir sem lið. Þegar þeir spila allir saman og ná góðum leik, sérstaklega hér heima, verður þetta erfitt."

„Við erum sjálfsöruggir og reynum að koma hingað og ná góðum leik fyrst og fremst og reynum að vinna leikinn," sagði Svisslendingurinn knái sem skoraði þriðja mark Sviss í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×