Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2018 07:00 Þungunarrof verður ekki heimilt samkvæmt frumvarpinu eftir 18. viku meögöngu nema fóstrið teljist ólífvænlegt. Vísir/Getty Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir. Frumvarpsdrögin voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í september en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagnirnar voru ekki birtar í gáttinni en Fréttablaðið fékk aðgang að þeim í krafti upplýsingalaga. Drögin byggja á vinnu starfshóps um efnið sem skilaði af sér í nóvember 2016. Sá munur er þó á að í niðurstöðum hópsins var lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram til 22. viku meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Í drögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram á 18. viku en eftir það eingöngu ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „lífvænlegt“ til frambúðar. Sett er út á þetta fyrirkomulag í fjölda umsagna. Alvarlegir fæðingargallar greinist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugu vikna sónar. Breytingin feli í sér að ákvörðunarréttur þungaðs einstaklings skerðist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólífvænlegt. Í fæstum tilvikum sjáist strax hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Einstaklingar og fjölskyldur séu misvel í stakk búin til að eiga barn með alvarlega fötlun og frumvarpsdrögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Ljósmæðrafélags Íslands og kveður við svipaðan tón hjá Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (FÍFK), Landspítalans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kvensjúkdóma-, barna- eða fæðingarlækningar. Umræddir aðilar leggja til að tímaramminn fyrir þungunarrof verði lengdur fram til 22. viku meðgöngu. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal frá umboðsmanni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga undir sextán ára til þungunarrofs. Í lögunum er ekkert um slík tilvik og myndu því ákvæði laga um réttindi sjúklinga gilda um slík tilvik. „Ef frumvarpið verður samþykkt í núverandi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfsákvörðunarrétti barna að þessu leyti og kveða á um að forsjáraðilar fái ávallt vitneskju um fyrirhugað þungunarrof, óháð aðstæðum hverju sinni,“ segir í umsögn umboðsmanns. Í fyrirhuguðum lögum er kveðið á um að þungunarrof skuli vera gjaldfrjálst „sjúkratryggðum konum“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkratryggðir einstaklingar, þar á meðal hælisleitendur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sökum. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frumvarpið gerði aðeins ráð fyrir þunguðum konum en ekki öðrum einstaklingum, til að mynda transmönnum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fagfólk í heilbrigðisgeiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir. Frumvarpsdrögin voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í september en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagnirnar voru ekki birtar í gáttinni en Fréttablaðið fékk aðgang að þeim í krafti upplýsingalaga. Drögin byggja á vinnu starfshóps um efnið sem skilaði af sér í nóvember 2016. Sá munur er þó á að í niðurstöðum hópsins var lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram til 22. viku meðgöngu ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn því. Í drögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að þungunarrof verði heimilt fram á 18. viku en eftir það eingöngu ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „lífvænlegt“ til frambúðar. Sett er út á þetta fyrirkomulag í fjölda umsagna. Alvarlegir fæðingargallar greinist yfirleitt ekki fyrr en eftir tuttugu vikna sónar. Breytingin feli í sér að ákvörðunarréttur þungaðs einstaklings skerðist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólífvænlegt. Í fæstum tilvikum sjáist strax hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Einstaklingar og fjölskyldur séu misvel í stakk búin til að eiga barn með alvarlega fötlun og frumvarpsdrögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn Ljósmæðrafélags Íslands og kveður við svipaðan tón hjá Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna (FÍFK), Landspítalans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kvensjúkdóma-, barna- eða fæðingarlækningar. Umræddir aðilar leggja til að tímaramminn fyrir þungunarrof verði lengdur fram til 22. viku meðgöngu. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal frá umboðsmanni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga undir sextán ára til þungunarrofs. Í lögunum er ekkert um slík tilvik og myndu því ákvæði laga um réttindi sjúklinga gilda um slík tilvik. „Ef frumvarpið verður samþykkt í núverandi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfsákvörðunarrétti barna að þessu leyti og kveða á um að forsjáraðilar fái ávallt vitneskju um fyrirhugað þungunarrof, óháð aðstæðum hverju sinni,“ segir í umsögn umboðsmanns. Í fyrirhuguðum lögum er kveðið á um að þungunarrof skuli vera gjaldfrjálst „sjúkratryggðum konum“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkratryggðir einstaklingar, þar á meðal hælisleitendur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sökum. Þá var í nokkrum umsögnum, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frumvarpið gerði aðeins ráð fyrir þunguðum konum en ekki öðrum einstaklingum, til að mynda transmönnum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira