Fótbolti

Berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vladimir Petkovic er landsliðsþjálfari Sviss
Vladimir Petkovic er landsliðsþjálfari Sviss vísir/getty
Vladimir Petkovic, þjálfari Sviss, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu. Hann á von á öðru liði Íslands í kvöld heldur en liðinu sem mætti til St. Gallen á dögunum.

„Hver leikur er mismunandi og þetta var sérstakur leikur. Ísland saknaði nokkurra lykilleikmanna þennan daginn og við vissum vel af því og náðum að nýta okkur það. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu og afrekum þess,“ sagði Petkovic á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær.

Petkovic fylgdist vandlega með leik Íslands og Frakklands.

„Ég horfði á hann og sá hvað Ísland lék vel fyrstu 80. mínútur leiksins. Þar sá maður íslenska liðið sem maður þekkti frá Heimsmeistaramótinu í sumar og síðustu ár. Ísland var óheppið að vinna ekki leikinn.“

Hann vonast til að hans menn finni ekki fyrir meiri þreytu á morgun.

„Það kemur í ljós, við gátum lítið æft í aðdragandanum en það er engin afsökun. Við verðum að mæta af fullum krafti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×