Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. október 2018 20:00 Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins, segir nauðgunum enn beitt í miklu mæli í stríðsrekstri. Mynd/Egill 10 ár eru í ár frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Í tilefni af tímamótunum hélt Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins erindi í Háskóla Íslands. Hann fjallaði um baráttu mannúðarsamtaka gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Yves segir að nauðganir og kynferðisofbeldi hafi alltaf verið hluti af hernaði. Til að mynda hafi allar hliðar í heimsstyrjöldunum tveimur beitt nauðgunum án þess að tekið hafi verið á þeim sem stríðsglæp. Á seinni árum sé alþjóðasamfélagið byrjað að opna augun fyrir því hve djúpstætt vandamál kynferðisofbeldi í hernaði sé en vandamálið er enn til staðar. „Við þurfum að opna augun fyrir því að nauðganir og kynferðisofbeldi er hluti af hernaði og er til staðar í öllum vopnuðum átökum,“ segir Yves. „Það er ekki búið að uppræta þennan hrylling sem er enn hluti af vopnabúri í stríði með tilheyrandi þjáningum fyrir konur og stúlkur en einnig drengi.“ Góðu fréttirnar séu þó þær að með ályktun á borð við þá sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir tíu árum geta alþjóðastofnanir og ríki tekið í sameiningu á vandanum og hægt er að draga einstaklinga, stofnanir eða ríki til ábyrgðar.Hrikalegt stríð á sér stað í Yemen en þar hefur nauðgunum verið beitt í hernaði.Vísir/AFP„Það sem ég hef þó áhyggjur af er að Öryggisráðið virðist ekki geta komist að sameiginlegri niðurstöðu lengur. Ekki bara varðandi kynferðisofbeldi heldur einnig varðandi Sýrland, samfélagsmál eða annað sem varðar heiminn allan. Þetta þýðir að þeir sem telja sig ekki þurfa að fylgja reglunum hafa svigrúm til að brjóta þær.“ Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga. „Þegar þú ert að fjalla um kynferðisofbeldi er ekki um að ræða hefðbundið mannúðarmál,“ segir hann. „Þetta er mun dramatískara, það snertir fólk dýpra, það þorir ekki að tala um það og það skammast sín. Við verðum að viðurkenna það að ef að stríð á sér stað má þar finna kynferðisofbeldi. Við þurfum ekki að leita sönnunargagna, við vitum að það er þarna.“ Áskorun hjálparsamtaka er að greina hverslags ofbeldi á sér stað, hverjir eru gerendurnir og hvernig má skapa öruggt umhverfi fyrir þolendur. Yves telur að stór hluti vandans sé að of fá ríki honum alvarlega en mörg lönd líti á baráttunna gegn kynferðisofbeldi sem einkaáhugamál nokkurra vestrænna ríkja. Flóttamenn þykja einstaklega berskjaldaðir gagnvart kynferðisofbeldi.EPA/WAEL HAMZEH„Allir vilja takast á við kynferðisofbeldi en áhyggjur mínar snúa að því að þegar tillögur eru komnar inn á borð alþjóðastofnanna eru einu ríkin sem hafa áhuga á viðfangsefninu vestræn ríki eða í raun norræn ríki á borð við Ísland, Noreg og Svíþjóð.“ Yves skorar á íslensk stjórnvöld til að reyna að draga Asíuríki, Afríkuríki og múslimaríki í meira mæli að borðinu, þannig vinnist sigrar. Þá er hann viss um að í þessum efnum muni Ísland og önnur smáríki spila stórt hlutverk á næstu árum. Smáríkjum sé gjarnan betur treystandi fyrir mannúðarmálum enda stafi ekki mikil ógn af þeim. Yves bendir til dæmis á þá staðreynd að fjórir af fimm fastafulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eiga í stríðsátökum í augnablikinu. „Sjáið bara það sem þið hafið þegar afrekað og skoðið hvaða nýjungar þið getið lagt til í framtíðinni. Staða ykkar er góð, þið eruð í Atlantshafsbandalaginu og Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna. Þannig að ég held að það sé nóg að gera fyrir Ísland í þessum efnum og ég fagna því.“ Norðurlönd Noregur Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
10 ár eru í ár frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Í tilefni af tímamótunum hélt Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins erindi í Háskóla Íslands. Hann fjallaði um baráttu mannúðarsamtaka gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Yves segir að nauðganir og kynferðisofbeldi hafi alltaf verið hluti af hernaði. Til að mynda hafi allar hliðar í heimsstyrjöldunum tveimur beitt nauðgunum án þess að tekið hafi verið á þeim sem stríðsglæp. Á seinni árum sé alþjóðasamfélagið byrjað að opna augun fyrir því hve djúpstætt vandamál kynferðisofbeldi í hernaði sé en vandamálið er enn til staðar. „Við þurfum að opna augun fyrir því að nauðganir og kynferðisofbeldi er hluti af hernaði og er til staðar í öllum vopnuðum átökum,“ segir Yves. „Það er ekki búið að uppræta þennan hrylling sem er enn hluti af vopnabúri í stríði með tilheyrandi þjáningum fyrir konur og stúlkur en einnig drengi.“ Góðu fréttirnar séu þó þær að með ályktun á borð við þá sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir tíu árum geta alþjóðastofnanir og ríki tekið í sameiningu á vandanum og hægt er að draga einstaklinga, stofnanir eða ríki til ábyrgðar.Hrikalegt stríð á sér stað í Yemen en þar hefur nauðgunum verið beitt í hernaði.Vísir/AFP„Það sem ég hef þó áhyggjur af er að Öryggisráðið virðist ekki geta komist að sameiginlegri niðurstöðu lengur. Ekki bara varðandi kynferðisofbeldi heldur einnig varðandi Sýrland, samfélagsmál eða annað sem varðar heiminn allan. Þetta þýðir að þeir sem telja sig ekki þurfa að fylgja reglunum hafa svigrúm til að brjóta þær.“ Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga. „Þegar þú ert að fjalla um kynferðisofbeldi er ekki um að ræða hefðbundið mannúðarmál,“ segir hann. „Þetta er mun dramatískara, það snertir fólk dýpra, það þorir ekki að tala um það og það skammast sín. Við verðum að viðurkenna það að ef að stríð á sér stað má þar finna kynferðisofbeldi. Við þurfum ekki að leita sönnunargagna, við vitum að það er þarna.“ Áskorun hjálparsamtaka er að greina hverslags ofbeldi á sér stað, hverjir eru gerendurnir og hvernig má skapa öruggt umhverfi fyrir þolendur. Yves telur að stór hluti vandans sé að of fá ríki honum alvarlega en mörg lönd líti á baráttunna gegn kynferðisofbeldi sem einkaáhugamál nokkurra vestrænna ríkja. Flóttamenn þykja einstaklega berskjaldaðir gagnvart kynferðisofbeldi.EPA/WAEL HAMZEH„Allir vilja takast á við kynferðisofbeldi en áhyggjur mínar snúa að því að þegar tillögur eru komnar inn á borð alþjóðastofnanna eru einu ríkin sem hafa áhuga á viðfangsefninu vestræn ríki eða í raun norræn ríki á borð við Ísland, Noreg og Svíþjóð.“ Yves skorar á íslensk stjórnvöld til að reyna að draga Asíuríki, Afríkuríki og múslimaríki í meira mæli að borðinu, þannig vinnist sigrar. Þá er hann viss um að í þessum efnum muni Ísland og önnur smáríki spila stórt hlutverk á næstu árum. Smáríkjum sé gjarnan betur treystandi fyrir mannúðarmálum enda stafi ekki mikil ógn af þeim. Yves bendir til dæmis á þá staðreynd að fjórir af fimm fastafulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eiga í stríðsátökum í augnablikinu. „Sjáið bara það sem þið hafið þegar afrekað og skoðið hvaða nýjungar þið getið lagt til í framtíðinni. Staða ykkar er góð, þið eruð í Atlantshafsbandalaginu og Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna. Þannig að ég held að það sé nóg að gera fyrir Ísland í þessum efnum og ég fagna því.“
Norðurlönd Noregur Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira