Mikil framför í viðhorfi eftir stórslysabyrjun Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 15. október 2018 21:36 Strákarnir okkar þökkuðu stuðningsmönnum fyrir í leikslok. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén virkaði kuldalegur á hliðarlínunni í Laugardalsvelli í kvöld þar sem menn hans biðu lægri hlut 2-1 gegn Svisslendingum. Þriðja tapið í Þjóðadeildinni en þó má merkja stíganda í leik liðsins. Hann neitaði þó að honum hefði verið kalt á fundi með blaðamönnum eftir fundinn. „Ég kem frá Norður-Svíþjóð, ég er vanur kuldanum,“ sagði Hamrén og vildi einbeita sér að fótboltanum. Sem var ágætur á köflum. Eftir erfiðan stundarfjórðung gáfu okkar menn í og áttu í fullu tré við Svisslendinga út fyrri hálfleikinn. Gylfi náði að ógna einu sinni með hörkuskoti en gestirnir voru alltaf líklegir á hinum endanum þótt Hannes hefði ekki mikið að gera í markinu. „Fyrsta markið er svo mikilvægt. Ef við hefðum skorað þegar Gylfi átti skotið í fyrri hálfleik, maður veit aldrei,“ sagði Hamrén. Yvon Mvogo varði hins vegar skot Gylfa með tilþrifum. Markvörðurinn 24 ára spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss í kvöld og var öryggið uppmálað. Það var á hinum enda vallarins sem boltinn söng tvisvar í netinu um og upp úr miðjum seinni hálfleik. „Mörk skapa orku, og taka orku. Við sáum það þegar við fengum frábært mark,“ sagði Hamrén um neglu Alfreðs Finnbogasonar sem gaf íslenska liðinu von síðustu tíu mínútur leiksins. „Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu mínúturnar.“Orð að sönnu. Gestirnir björguðu á línu, skot fór hárfínt framhjá og Mvogo varði með tilþrifum. Ísland hefði vel getað stolið stigi en það gekk ekki í kvöld. „Mér líður illa fyrir hönd leikmannanna því þeir settu mikla orku í leikinn en uppskera svo lítið.“ Flestir voru á því að Hamrén væri ekki í öfundsverðu hlutverki þegar hann tók við landsliðinu. Fjórir fyrstu leikirnir gegn þremur af sterkustu þjóðum heimsins. Frammistaðan hefur þó verið upp á við. Frá 6-0 tapi í St. Gallen í 3-0 tap gegn Belgum á Laugardalsvelli og svo jafnteflið gegn Frökkum og með minnsta mun gegn Sviss í kvöld. „Við erum í A-deild af því Ísland var svo hátt á styrkleikalistanum. Núna erum við í 36. sæti. Liðin sem við spilum við eru númer eitt og átta. Það er raunsætt að við yrðum í þriðja sæti. En við viljum ekki vera raunsæir, við vildum auðvitað vera áfram í A-deild. En eftir 9-0 tap í fyrstu leikjunum var ljóst að það yrði erfitt að komast hjá neðsta sætinu. Við vildum fá stig, við vildum vinna og ég trúði að við gætum það.“En hvað finnst Hamrén um þróun liðsins frá því hann tók við? „Byrjunin var stórslys. Bæði töpuðum við 6-0 og líka hvernig við töpuðum. Það var ekki boðlegt. Eftir 3-0 gáfumst við upp og það má aldrei sem lið,“ sagði Hamrén. Þótt andstæðingarnir væru erfiðir þá fái það á sálina að tapa endurtekið. „Viðhorfinu hefur farið mjög fram og það skiptir miklu máli.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Erik Hamrén virkaði kuldalegur á hliðarlínunni í Laugardalsvelli í kvöld þar sem menn hans biðu lægri hlut 2-1 gegn Svisslendingum. Þriðja tapið í Þjóðadeildinni en þó má merkja stíganda í leik liðsins. Hann neitaði þó að honum hefði verið kalt á fundi með blaðamönnum eftir fundinn. „Ég kem frá Norður-Svíþjóð, ég er vanur kuldanum,“ sagði Hamrén og vildi einbeita sér að fótboltanum. Sem var ágætur á köflum. Eftir erfiðan stundarfjórðung gáfu okkar menn í og áttu í fullu tré við Svisslendinga út fyrri hálfleikinn. Gylfi náði að ógna einu sinni með hörkuskoti en gestirnir voru alltaf líklegir á hinum endanum þótt Hannes hefði ekki mikið að gera í markinu. „Fyrsta markið er svo mikilvægt. Ef við hefðum skorað þegar Gylfi átti skotið í fyrri hálfleik, maður veit aldrei,“ sagði Hamrén. Yvon Mvogo varði hins vegar skot Gylfa með tilþrifum. Markvörðurinn 24 ára spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss í kvöld og var öryggið uppmálað. Það var á hinum enda vallarins sem boltinn söng tvisvar í netinu um og upp úr miðjum seinni hálfleik. „Mörk skapa orku, og taka orku. Við sáum það þegar við fengum frábært mark,“ sagði Hamrén um neglu Alfreðs Finnbogasonar sem gaf íslenska liðinu von síðustu tíu mínútur leiksins. „Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu mínúturnar.“Orð að sönnu. Gestirnir björguðu á línu, skot fór hárfínt framhjá og Mvogo varði með tilþrifum. Ísland hefði vel getað stolið stigi en það gekk ekki í kvöld. „Mér líður illa fyrir hönd leikmannanna því þeir settu mikla orku í leikinn en uppskera svo lítið.“ Flestir voru á því að Hamrén væri ekki í öfundsverðu hlutverki þegar hann tók við landsliðinu. Fjórir fyrstu leikirnir gegn þremur af sterkustu þjóðum heimsins. Frammistaðan hefur þó verið upp á við. Frá 6-0 tapi í St. Gallen í 3-0 tap gegn Belgum á Laugardalsvelli og svo jafnteflið gegn Frökkum og með minnsta mun gegn Sviss í kvöld. „Við erum í A-deild af því Ísland var svo hátt á styrkleikalistanum. Núna erum við í 36. sæti. Liðin sem við spilum við eru númer eitt og átta. Það er raunsætt að við yrðum í þriðja sæti. En við viljum ekki vera raunsæir, við vildum auðvitað vera áfram í A-deild. En eftir 9-0 tap í fyrstu leikjunum var ljóst að það yrði erfitt að komast hjá neðsta sætinu. Við vildum fá stig, við vildum vinna og ég trúði að við gætum það.“En hvað finnst Hamrén um þróun liðsins frá því hann tók við? „Byrjunin var stórslys. Bæði töpuðum við 6-0 og líka hvernig við töpuðum. Það var ekki boðlegt. Eftir 3-0 gáfumst við upp og það má aldrei sem lið,“ sagði Hamrén. Þótt andstæðingarnir væru erfiðir þá fái það á sálina að tapa endurtekið. „Viðhorfinu hefur farið mjög fram og það skiptir miklu máli.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30