Versti skatturinn Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. október 2018 09:00 Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni skattheimta hins opinbera. Enda sagði fjármálaráðherra Loðvíks fjórtánda að hún snerist um að „…?plokka gæsina þannig að sem flestar fjaðrir fáist með sem minnstu hvæsi“. Á Íslandi er áætlað að gæsaplokk íslenska ríkisins muni nema um 800 milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi og eru þá ótaldar aðrar tekjur ríkisins og fjaðraplokk sveitarfélaganna. Fyrir þá upphæð mætti ráða rúmlega 100 þúsund meðal Íslendinga í fulla vinnu í eitt ár. Í þessari hít er einn skattur sem áætlað er að muni skila ríkissjóði tæplega 10 milljörðum króna á næsta ári: Bankaskatturinn, eða sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, sem er 0,376% af skuldum fjármálafyrirtækis umfram 50 milljarða króna. Á yfirborðinu kann það að virðast saklaus skattur enda eru fjölmiðlar duglegir að fjalla um hagnað bankanna, þrátt fyrir þennan skatt. Eins og svo oft er málið fjarri því svo einfalt enda hefur skatturinn raskandi áhrif á viðskipti og fjármálaþjónustu til landsmanna allra og er margfalt hærri en annars staðar á byggðu bóli.Hærri vextir, minni ávöxtun Í fyrsta lagi gerir bankaskatturinn fjármálaþjónustu dýrari vegna þess að bankastarfsemi gengur í einfaldaðri mynd út á að taka lán, t.d. innlán almennings og lána áfram. Með öðrum orðum að miðla sparifé landsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Innlán og aðrar skuldir banka má líta á sem aðföng þeirra. Ef lagður er skattur á aðföng verða fyrirtæki yfirleitt að hækka verð eða greiða minna fyrir aðföngin. Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla líður sá dagur að ekki heyrist, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og lækkun eða afnám bankaskatts.Dregur úr samkeppnishæfni Í öðru lagi eru þeir þættir sem snúa að fjármögnunarumhverfi dragbítur á samkeppnishæfni landsins. Aðgengi að fjármagni er ekki nægilega gott, umhverfið er óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og það dregur úr vöruþróun fyrirtækja. Stjórnvöld ættu að kappkosta að leita leiða til að bæta það umhverfi og þó að bankaskatturinn sé ekki eina breytan þá hefur hann áhrif á fjármögnunarumhverfið í heild.Neytendur borga Í þriðja lagi skaðar skatturinn samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja – bæði innanlands og gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Innanlands sjá allir dæmi þess þegar leita á að hagstæðasta íbúðaláninu. Lífeyrissjóðir bjóða að jafnaði lægri íbúðalánavexti en bankarnir sem varla er tilviljun. Íslenskir bankar eru ennfremur í samkeppni við erlenda banka t.d. um viðskipti við útflutningsfyrirtæki. Þar að auki eru landamæri innan og milli landa sífellt að mást út í fjármálaheiminum og ný tækni að ryðja sér til rúms. Í þessu umhverfi er skatturinn ekki einungis skaðlegur sjálfum bönkunum heldur einnig neytendum sem njóta verri kjara en ella.Rýrir ríkiseignir Í fjórða lagi beinlínis rýrir bankaskatturinn virði bankanna og þar með ríkiseigna þar sem ríkið á meirihluta bankakerfisins og þeirra fyrirtækja sem greiða bankaskattinn. Bankaskatturinn nam t.d. um 18% af hagnaði Íslandsbanka og Landsbankans eftir skatt árið 2017. Ekki þarf mikla servíettuútreikninga til að komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að skatturinn rýrir virði bankanna um tugi milljarða króna. Hægt væri að halda lengur áfram með þessa upptalningu, en heildarmyndin er nokkuð skýr. Það má deila um hvaða skattur ber titilinn „versti skatturinn“. Í raun hafa allir skattar einhverjar neikvæðar afleiðingar, þó þeir séu nauðsynlegir, og þessi yfirferð er dæmi um slíkt. En þegar áhrif skattsins eru jafn víðtæk og í tilfelli bankaskattsins kemst hann líklega á pall í keppninni um versta skatt á Íslandi. Svoleiðis skattur skaðar hagsmuni allra landsmanna og hann ber að afnema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni skattheimta hins opinbera. Enda sagði fjármálaráðherra Loðvíks fjórtánda að hún snerist um að „…?plokka gæsina þannig að sem flestar fjaðrir fáist með sem minnstu hvæsi“. Á Íslandi er áætlað að gæsaplokk íslenska ríkisins muni nema um 800 milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi og eru þá ótaldar aðrar tekjur ríkisins og fjaðraplokk sveitarfélaganna. Fyrir þá upphæð mætti ráða rúmlega 100 þúsund meðal Íslendinga í fulla vinnu í eitt ár. Í þessari hít er einn skattur sem áætlað er að muni skila ríkissjóði tæplega 10 milljörðum króna á næsta ári: Bankaskatturinn, eða sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, sem er 0,376% af skuldum fjármálafyrirtækis umfram 50 milljarða króna. Á yfirborðinu kann það að virðast saklaus skattur enda eru fjölmiðlar duglegir að fjalla um hagnað bankanna, þrátt fyrir þennan skatt. Eins og svo oft er málið fjarri því svo einfalt enda hefur skatturinn raskandi áhrif á viðskipti og fjármálaþjónustu til landsmanna allra og er margfalt hærri en annars staðar á byggðu bóli.Hærri vextir, minni ávöxtun Í fyrsta lagi gerir bankaskatturinn fjármálaþjónustu dýrari vegna þess að bankastarfsemi gengur í einfaldaðri mynd út á að taka lán, t.d. innlán almennings og lána áfram. Með öðrum orðum að miðla sparifé landsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Innlán og aðrar skuldir banka má líta á sem aðföng þeirra. Ef lagður er skattur á aðföng verða fyrirtæki yfirleitt að hækka verð eða greiða minna fyrir aðföngin. Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla líður sá dagur að ekki heyrist, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og lækkun eða afnám bankaskatts.Dregur úr samkeppnishæfni Í öðru lagi eru þeir þættir sem snúa að fjármögnunarumhverfi dragbítur á samkeppnishæfni landsins. Aðgengi að fjármagni er ekki nægilega gott, umhverfið er óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og það dregur úr vöruþróun fyrirtækja. Stjórnvöld ættu að kappkosta að leita leiða til að bæta það umhverfi og þó að bankaskatturinn sé ekki eina breytan þá hefur hann áhrif á fjármögnunarumhverfið í heild.Neytendur borga Í þriðja lagi skaðar skatturinn samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja – bæði innanlands og gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Innanlands sjá allir dæmi þess þegar leita á að hagstæðasta íbúðaláninu. Lífeyrissjóðir bjóða að jafnaði lægri íbúðalánavexti en bankarnir sem varla er tilviljun. Íslenskir bankar eru ennfremur í samkeppni við erlenda banka t.d. um viðskipti við útflutningsfyrirtæki. Þar að auki eru landamæri innan og milli landa sífellt að mást út í fjármálaheiminum og ný tækni að ryðja sér til rúms. Í þessu umhverfi er skatturinn ekki einungis skaðlegur sjálfum bönkunum heldur einnig neytendum sem njóta verri kjara en ella.Rýrir ríkiseignir Í fjórða lagi beinlínis rýrir bankaskatturinn virði bankanna og þar með ríkiseigna þar sem ríkið á meirihluta bankakerfisins og þeirra fyrirtækja sem greiða bankaskattinn. Bankaskatturinn nam t.d. um 18% af hagnaði Íslandsbanka og Landsbankans eftir skatt árið 2017. Ekki þarf mikla servíettuútreikninga til að komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að skatturinn rýrir virði bankanna um tugi milljarða króna. Hægt væri að halda lengur áfram með þessa upptalningu, en heildarmyndin er nokkuð skýr. Það má deila um hvaða skattur ber titilinn „versti skatturinn“. Í raun hafa allir skattar einhverjar neikvæðar afleiðingar, þó þeir séu nauðsynlegir, og þessi yfirferð er dæmi um slíkt. En þegar áhrif skattsins eru jafn víðtæk og í tilfelli bankaskattsins kemst hann líklega á pall í keppninni um versta skatt á Íslandi. Svoleiðis skattur skaðar hagsmuni allra landsmanna og hann ber að afnema.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun