Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2018 21:00 Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtiðarlegu Vestfjarðavegar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari, með minna umferðaröryggi og segja að slík leið myndi tefja verkið um tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Þverun yfir mynni Þorskafjarðar sýnd með 900 metra langri brú. Hún er talin kosta 11,2 milljarða króna en Teigsskógarleiðin 7,3 milljarða króna.Grafík/Vegagerðin.Nýjasti kaflinn í sögunni endalausu er að meta Þ-H leið um Teigsskóg í samanburði við svokallaða R-leið, sem norskir ráðgjafar kynntu síðastliðið sumar, en hún gerir ráð fyrir stórri brú og vegfyllingu þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Reykhólahreppur óskaði eftir því að Vegagerðin tæki þennan valkost til skoðunar og nú liggur niðurstaða hennar fyrir.Veglína þvert yfir mynni Þorskafjarðar er í skýrslu Vegagerðarinnar talin 3,9 milljörðum króna dýrari en veglína um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi leið er til muna dýrari, - munar tæpum fjórum milljörðum,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin lagði einnig mat á umhverfisáhrif brúarlausnar og segir þau töluverð. Kanna þurfi hvort hún sé matsskyld. Þá telur Vegagerðin að ný stefnumörkun um Þorskafjarðarbrú myndi tefja verkið enn frekar, um tvö til þrjú ár.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin.Vegagerðin stendur því við fyrri tillögu, um að Vestfjarðavegur fari um Teigsskóg, en hún felur jafnframt í sér þrjár fjarðaþveranir með brúm, yfir Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð innanverðan.Brú kæmi yfir Þorskafjörð innanverðan, yrði veglína valin um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við hjá Vegagerðinni erum þeirrar skoðunar að Þ-H leiðin svokallaða, eða um Teigsskóg, sé hagstæðasta leiðin og það er það sem við munum leggja til,“ segir Magnús.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Boltinn fer nú til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem þarf að ákveða hvort hún fallist á Teigsskógarleiðina. En hvenær væri þá hægt að byrja?Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt Teigsskógarleið.Grafík/Vegagerðin.„Ef allt gengur ljúft og smurt væri hugsanlegt að fara af stað haustið 2019,“ svarar Magnús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari, með minna umferðaröryggi og segja að slík leið myndi tefja verkið um tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Þverun yfir mynni Þorskafjarðar sýnd með 900 metra langri brú. Hún er talin kosta 11,2 milljarða króna en Teigsskógarleiðin 7,3 milljarða króna.Grafík/Vegagerðin.Nýjasti kaflinn í sögunni endalausu er að meta Þ-H leið um Teigsskóg í samanburði við svokallaða R-leið, sem norskir ráðgjafar kynntu síðastliðið sumar, en hún gerir ráð fyrir stórri brú og vegfyllingu þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Reykhólahreppur óskaði eftir því að Vegagerðin tæki þennan valkost til skoðunar og nú liggur niðurstaða hennar fyrir.Veglína þvert yfir mynni Þorskafjarðar er í skýrslu Vegagerðarinnar talin 3,9 milljörðum króna dýrari en veglína um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi leið er til muna dýrari, - munar tæpum fjórum milljörðum,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin lagði einnig mat á umhverfisáhrif brúarlausnar og segir þau töluverð. Kanna þurfi hvort hún sé matsskyld. Þá telur Vegagerðin að ný stefnumörkun um Þorskafjarðarbrú myndi tefja verkið enn frekar, um tvö til þrjú ár.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin.Vegagerðin stendur því við fyrri tillögu, um að Vestfjarðavegur fari um Teigsskóg, en hún felur jafnframt í sér þrjár fjarðaþveranir með brúm, yfir Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð innanverðan.Brú kæmi yfir Þorskafjörð innanverðan, yrði veglína valin um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við hjá Vegagerðinni erum þeirrar skoðunar að Þ-H leiðin svokallaða, eða um Teigsskóg, sé hagstæðasta leiðin og það er það sem við munum leggja til,“ segir Magnús.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Boltinn fer nú til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem þarf að ákveða hvort hún fallist á Teigsskógarleiðina. En hvenær væri þá hægt að byrja?Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt Teigsskógarleið.Grafík/Vegagerðin.„Ef allt gengur ljúft og smurt væri hugsanlegt að fara af stað haustið 2019,“ svarar Magnús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00