Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 18:06 Ingvar Smári Birgisson með lögbannskröfuna fyrir utan skrifstofu sýslumanns á mánudaginn. Vísir/Vilhelm Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þetta staðfestir Ingvar Smári í samtali við Vísi. Ingvar Smári er lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Vefurinn Tekjur.is fór í loftið á föstudaginn en á honum er hægt að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum allra þeirra Íslendinga sem hafa náð átján ára aldri. Upplýsingarnar má nálgast með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 krónur fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 krónur á mánuði eftir það.Almennt úrræða er tiltækt Í úrskurði sýslumanns segir að ekki sé talið að skilyrði lögbanns séu fyrir hendi og beiðninni því hafnað. Þar segir að Persónuvernd hafi þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar og samkvæmt lögum hafi Persínuvernd heimild til að fela lögreglustjóra að stöðva til bráðabirgða starfsemina og innsigla starfstöð, komi í ljós að fram fari vinnsla persónuupplýsinga sem brjóti í bága við lög. Lögbann sé neyðarúrræði og verði að telja ófært að því sé beitt í tilvikum þar sem almenn úrræði geti komið að halda. „Fyrir liggur að athöfn gerðarþola er þegar til skoðunar hjá viðeigandi stjórnvaldi og ákvörðunar að vænta. Með hliðsjón af framangreindu telur sýslumaður ekki tækt að beita lögbanni í máli þessu þar sem almennt urræði er tiltækt,“ segir í úrskurðinum.VonbrigðiIngvar Smári segir niðurstöðu sýslumanns vera vonbrigði með vísun til þess að í niðurstöðu sé fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti allra Íslendinga til friðhelgis einkalífs. „Aftur á móti telur sýslumaður að ég og aðrir munum ekki verða fyrir teljandi tjóni af því að bíða eftir dómsniðurstöðu. Síðan er vísað til þess – og það finnst mér líka ákveðin vonbrigði – að sýslumaður varpar ábyrgðinni yfir á Persónuvernd og heimilda þeirra til að stöðva atvinnurekstur ef hann brýtur gegn lögum um persónuvernd. Í þessari niðurstöðu er ekki verið að hafna rökstuðningi mínum og annarra heldur er verið að segja að við eigum að leita réttar okkar fyrir dómi. Í ljósi þess að sýslumaður tekur undir að brotið sé gegn lögvörðum rétti til einkalífs tel ég auðvitað nauðsynlegt að leita réttar míns fyrir dómi. Það verður skoðað nánar á morgun hvernig það verður útfært.“GagnsæiJón Ragnar Arnarson, stjórnarformaður Viskubrunns ehf., rekstraraðila síðunnar, sagði í yfirlýsingu á föstudag að tilgangur vefsins væri að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“ Í kröfu Ingvars Smára sagði að Viskubrunnur ehf. hætti vinnslu persónuupplýsinga og verði gert að eyða upplýsingunum. Hann telur 2. málsgrein 98. greinar laga um tekjuskatt túlkaða alltof vítt í tilviki forsvarsmanna Tekjur.is.Fréttin hefur verið uppfærð. Persónuvernd Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson talsmaður Tekna punktur is Lögmaðurinn kunni svarar nú fyrir vefinn og það sem að honum snýr. 16. október 2018 10:17 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þetta staðfestir Ingvar Smári í samtali við Vísi. Ingvar Smári er lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Vefurinn Tekjur.is fór í loftið á föstudaginn en á honum er hægt að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum allra þeirra Íslendinga sem hafa náð átján ára aldri. Upplýsingarnar má nálgast með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 krónur fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 krónur á mánuði eftir það.Almennt úrræða er tiltækt Í úrskurði sýslumanns segir að ekki sé talið að skilyrði lögbanns séu fyrir hendi og beiðninni því hafnað. Þar segir að Persónuvernd hafi þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar og samkvæmt lögum hafi Persínuvernd heimild til að fela lögreglustjóra að stöðva til bráðabirgða starfsemina og innsigla starfstöð, komi í ljós að fram fari vinnsla persónuupplýsinga sem brjóti í bága við lög. Lögbann sé neyðarúrræði og verði að telja ófært að því sé beitt í tilvikum þar sem almenn úrræði geti komið að halda. „Fyrir liggur að athöfn gerðarþola er þegar til skoðunar hjá viðeigandi stjórnvaldi og ákvörðunar að vænta. Með hliðsjón af framangreindu telur sýslumaður ekki tækt að beita lögbanni í máli þessu þar sem almennt urræði er tiltækt,“ segir í úrskurðinum.VonbrigðiIngvar Smári segir niðurstöðu sýslumanns vera vonbrigði með vísun til þess að í niðurstöðu sé fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti allra Íslendinga til friðhelgis einkalífs. „Aftur á móti telur sýslumaður að ég og aðrir munum ekki verða fyrir teljandi tjóni af því að bíða eftir dómsniðurstöðu. Síðan er vísað til þess – og það finnst mér líka ákveðin vonbrigði – að sýslumaður varpar ábyrgðinni yfir á Persónuvernd og heimilda þeirra til að stöðva atvinnurekstur ef hann brýtur gegn lögum um persónuvernd. Í þessari niðurstöðu er ekki verið að hafna rökstuðningi mínum og annarra heldur er verið að segja að við eigum að leita réttar okkar fyrir dómi. Í ljósi þess að sýslumaður tekur undir að brotið sé gegn lögvörðum rétti til einkalífs tel ég auðvitað nauðsynlegt að leita réttar míns fyrir dómi. Það verður skoðað nánar á morgun hvernig það verður útfært.“GagnsæiJón Ragnar Arnarson, stjórnarformaður Viskubrunns ehf., rekstraraðila síðunnar, sagði í yfirlýsingu á föstudag að tilgangur vefsins væri að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“ Í kröfu Ingvars Smára sagði að Viskubrunnur ehf. hætti vinnslu persónuupplýsinga og verði gert að eyða upplýsingunum. Hann telur 2. málsgrein 98. greinar laga um tekjuskatt túlkaða alltof vítt í tilviki forsvarsmanna Tekjur.is.Fréttin hefur verið uppfærð.
Persónuvernd Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson talsmaður Tekna punktur is Lögmaðurinn kunni svarar nú fyrir vefinn og það sem að honum snýr. 16. október 2018 10:17 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson talsmaður Tekna punktur is Lögmaðurinn kunni svarar nú fyrir vefinn og það sem að honum snýr. 16. október 2018 10:17
Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30