Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 09:00 Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, er í miðpunkti Rússarannsóknarinnar á Trump forseta og samstarfsmönnum hans. Vísir/AFP Fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum sem kemur víða við sögu í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk stjórnvöld er á meðal þátttakenda í Arctic Circle-ráðstefnunni sem hefst í Hörpu á morgun. Samskipti við sendiherrann leiddu meðal annars til afsagnar þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Bandaríska alríkislögreglan FBI og síðar sérstakur rannsakandi á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa undanfarin rúm tvö ár rannsakað hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs árið 2016. Einn þeirra Rússa sem samstarfsmenn Trump voru taldir hafa átt grunsamleg samskipti við var Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum. Þau samskipti felldu einn samstarfsmann Trump og reyndust öðrum þung í skauti. Kislyak tekur þátt í umræðum á Arctic Circle-ráðstefnunni í fyrramálið ásamt nokkrum erlendum áhrifamönnum, þar á meðal bandarískri þingkonu úr Repúblikanaflokki Trump forseta.Michael Flynn laug að FBI um samskipti sem hann átti við Kislyak. Hann sagði af sér og játaði síðar á sig sök.Vísir/AFPHver er Sergei Kislyak?Sergei Kislyak tók við stöðu sendiherra Rússneska sambandsríkisins í Washington-borg árið 2008, árið sem Barack Obama var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Áður hafði hann meðal annars verið sendifulltrúi Rússa hjá Atlantshafsbandalaginu. Lítið fór fyrir Kislyak þar til snemma árs í fyrra þegar í ljós kom að bandaríska alríkislögreglan FBI hafði hafið rannsókn á grunsamlegum samskiptum nokkurra einstaklinga sem unnu að framboði Trump við Rússa árið 2016. Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var neyddur til þess að segja af sér eftir innan við mánuð í starfi þegar upplýst var að hann hefði ekki sagt Mike Pence, varaforseta, satt um samskipti sem hann átti við Kislyak eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti. Bandarískir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að Trump og undirbúningsnefnd hans hefði verið vöruð við því að Flynn gæti verið berskjaldaður fyrir kúgunum vegna þess að hann hefði reynt að hylma yfir samtöl sín við rússneska sendiherrann þegar í desember árið 2016, rúmum mánuði fyrir valdatöku Trump. Samtöl Flynn og Kislyak eru sögð hafa snúist um refsiaðgerðir gegn Rússum sem fráfarandi stjórn Obama forseta tilkynnti um. Flynn á að hafa fært Kislyak þau skilaboð að stjórnvöld í Kreml ættu ekki að bregðast of hart við þar sem ný stjórn væri við það að taka við völdum í Washington-borg. Flynn sagði hins vegar ekki aðeins varaforsetanum ósatt um samskiptin við Kislyak. Síðar játaði hann að hafa logið að fulltrúum FBI. Talið er að Flynn vinni nú með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem rannsakar meint samráð Trump við Rússa.Sessions sagði þingnefnd að hann myndi ekki eftir samskiptum við Rússa. Hann talaði nokkrum sinnum við Kislyak árið 2016.Vísir/AFPVanhæfur eftir uppljóstranir um samskipti við Kislyak Dómsmálaráðherra Trump, Jeff Sessions, lenti einnig í kröppum dansi vegna samskipta sem hann átti við Kislyak á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Sessions neitaði því upphaflega að hafa verið í samskiptum við sendiherrann þegar hann kom fyrir þingnefnd í fyrra. Síðar kom hins vegar í ljós að Kislyak hafði greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá því að hann hefði rætt um framboðið við Sessions. Dómsmálaráðherrann hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi ekki rætt neitt sem tengdist framboðinu við Kislyak. Í mars í fyrra, tveimur dögum eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að Sessions hefði átt tvo fundi með Kislyak árið 2016 sem hann hafði ekki upplýst dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um, steig Sessions til hliðar og lýsti sig vanhæfan til þess að hafa umsjón með rannsóknum sem tengdust kosningabaráttunni. Sú ákvörðun reyndist afdrifarík. Við umsjón rannsóknarinnar tók Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann. Það var hann sem skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda til að stýra rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí í fyrra. Trump sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði haft Rússarannsóknina svonefndu í huga þegar hann ákvað að reka Comey.Fundur Lavrov (t.v.), Trump (f.m.) og Kislyak (t.h.) í Hvíta húsinu vakti mikla athygli. Hann var daginn eftir að Trump rak forstjóra FBI.Vísir/AFPÍ Hvíta húsinu daginn eftir að Trump rak forstjóra FBI Enn kom Kislyak við sögu í þessari dramatísku atburðarás í kringum rannsóknina á Trump eftir brottrekstur Comey. Daginn eftir að Trump sparkaði Comey heimsóttu Kislyak og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Bandaríkjaforseta á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. Sá fundur vakti ekki síst athygli fyrir þær sakir að Trump sagði Rússunum tveimur, öðrum þeirra innvinkluðum í rannsóknina, að með því að reka Comey hefði hann „létt miklum þrýstingi“ af sjálfum sér. Kallaði forsetinn Comey „klikkhaus“. Síðar kom í ljós að Trump deildi háleynilegum upplýsingum með Kislyak og Lavrov á fundi þeirra. Óttast var að með því hefði forsetinn stefnt mikilvægum heimildamönnum erlendra samstarfsríkja leyniþjónustu Bandaríkjanna um hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið í hættu.Samskipti Kushner við Kislyak og fleiri fulltrúa erlendra ríkja reyndust honum fjötur við fót við að fá öryggisheimild.Vísir/AFPRæddi leynilega samskiptaleið við tengdason Trump Ekki er enn allt upptalið því Kislyak átti einnig í samskiptum við Jared Kushner, tengdason Trump, sem síðar varð einn helsti ráðgjafi forsetans. Kushner greindi ekki frá þeim samskiptum þegar hann fyllti út umsókn um sérstaka öryggisheimild til að fá að sýsla með leynileg gögn bandarísku ríkisstjórnarinnar. Raunar þurfti Kushner ítrekað að senda inn breytingar við umsókn sína með nýjum upplýsingum um samskipti við erlenda aðila. Það leiddi meðal annars til þess að honum var ekki veitt varanleg öryggisheimild í fleiri mánuði. Á endanum var heimild hans lækkuð tímabundið. Bandaríska leyniþjónustan hafði njósnir af því þegar Kislyak sendi skilaboð um samskipti sín við Kushner heim til Rússlands. Í þeim skeytum staðhæfði sendiherrann að Kushner hefði lagt til að þeir myndu koma upp leynilegri samskiptaleið á milli undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Trump og stjórnvalda í Kreml í desember árið 2016, mánuði áður en Trump tók við embætti. Samskipti kjörins forseta sem ekki hefur enn tekið við embætti við erlend ríki eiga að fara í gegnum opinberar leiðir. Í sjónvarpsviðtali í nóvember sagði Kislyak að hann gæti ekki þulið upp alla starfsmenn framboðs Trump sem hann hefði hitt eða rætt við í síma því þeir væru alltof margir. Kislyak lét formlega af embætti sendiherra í Bandaríkjunum í ágúst í fyrra. Hann situr nú í efri deild rússneska þingsins. Með Kislyak í umræðunum á Arctic Circle á morgun er meðal annars Lisa Murkowski, öldungadeildarþingkona Repúblikanaflokksins frá Alaska. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sessions mun víkja frá rannsóknum á Rússum Jeff Sessions er sagður hafa logið að öldungadeildarþingmönnum. Hann hitti sendiherra Rússa tvisvar á meðan kosningabarátta Trumps stóð yfir. Sessions neitar sök og segist aldrei hafa rætt við Rússa um kosningabaráttuna. Demókratar vilj 3. mars 2017 07:00 Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Rússneski sendiherrann yfirgefur Washington Sergei Kislyak hefur mikið verið í umræðunni á árinu vegna tengsla ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 23. júlí 2017 11:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum sem kemur víða við sögu í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk stjórnvöld er á meðal þátttakenda í Arctic Circle-ráðstefnunni sem hefst í Hörpu á morgun. Samskipti við sendiherrann leiddu meðal annars til afsagnar þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Bandaríska alríkislögreglan FBI og síðar sérstakur rannsakandi á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa undanfarin rúm tvö ár rannsakað hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs árið 2016. Einn þeirra Rússa sem samstarfsmenn Trump voru taldir hafa átt grunsamleg samskipti við var Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum. Þau samskipti felldu einn samstarfsmann Trump og reyndust öðrum þung í skauti. Kislyak tekur þátt í umræðum á Arctic Circle-ráðstefnunni í fyrramálið ásamt nokkrum erlendum áhrifamönnum, þar á meðal bandarískri þingkonu úr Repúblikanaflokki Trump forseta.Michael Flynn laug að FBI um samskipti sem hann átti við Kislyak. Hann sagði af sér og játaði síðar á sig sök.Vísir/AFPHver er Sergei Kislyak?Sergei Kislyak tók við stöðu sendiherra Rússneska sambandsríkisins í Washington-borg árið 2008, árið sem Barack Obama var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Áður hafði hann meðal annars verið sendifulltrúi Rússa hjá Atlantshafsbandalaginu. Lítið fór fyrir Kislyak þar til snemma árs í fyrra þegar í ljós kom að bandaríska alríkislögreglan FBI hafði hafið rannsókn á grunsamlegum samskiptum nokkurra einstaklinga sem unnu að framboði Trump við Rússa árið 2016. Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var neyddur til þess að segja af sér eftir innan við mánuð í starfi þegar upplýst var að hann hefði ekki sagt Mike Pence, varaforseta, satt um samskipti sem hann átti við Kislyak eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti. Bandarískir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að Trump og undirbúningsnefnd hans hefði verið vöruð við því að Flynn gæti verið berskjaldaður fyrir kúgunum vegna þess að hann hefði reynt að hylma yfir samtöl sín við rússneska sendiherrann þegar í desember árið 2016, rúmum mánuði fyrir valdatöku Trump. Samtöl Flynn og Kislyak eru sögð hafa snúist um refsiaðgerðir gegn Rússum sem fráfarandi stjórn Obama forseta tilkynnti um. Flynn á að hafa fært Kislyak þau skilaboð að stjórnvöld í Kreml ættu ekki að bregðast of hart við þar sem ný stjórn væri við það að taka við völdum í Washington-borg. Flynn sagði hins vegar ekki aðeins varaforsetanum ósatt um samskiptin við Kislyak. Síðar játaði hann að hafa logið að fulltrúum FBI. Talið er að Flynn vinni nú með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem rannsakar meint samráð Trump við Rússa.Sessions sagði þingnefnd að hann myndi ekki eftir samskiptum við Rússa. Hann talaði nokkrum sinnum við Kislyak árið 2016.Vísir/AFPVanhæfur eftir uppljóstranir um samskipti við Kislyak Dómsmálaráðherra Trump, Jeff Sessions, lenti einnig í kröppum dansi vegna samskipta sem hann átti við Kislyak á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Sessions neitaði því upphaflega að hafa verið í samskiptum við sendiherrann þegar hann kom fyrir þingnefnd í fyrra. Síðar kom hins vegar í ljós að Kislyak hafði greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá því að hann hefði rætt um framboðið við Sessions. Dómsmálaráðherrann hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi ekki rætt neitt sem tengdist framboðinu við Kislyak. Í mars í fyrra, tveimur dögum eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að Sessions hefði átt tvo fundi með Kislyak árið 2016 sem hann hafði ekki upplýst dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um, steig Sessions til hliðar og lýsti sig vanhæfan til þess að hafa umsjón með rannsóknum sem tengdust kosningabaráttunni. Sú ákvörðun reyndist afdrifarík. Við umsjón rannsóknarinnar tók Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann. Það var hann sem skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda til að stýra rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí í fyrra. Trump sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði haft Rússarannsóknina svonefndu í huga þegar hann ákvað að reka Comey.Fundur Lavrov (t.v.), Trump (f.m.) og Kislyak (t.h.) í Hvíta húsinu vakti mikla athygli. Hann var daginn eftir að Trump rak forstjóra FBI.Vísir/AFPÍ Hvíta húsinu daginn eftir að Trump rak forstjóra FBI Enn kom Kislyak við sögu í þessari dramatísku atburðarás í kringum rannsóknina á Trump eftir brottrekstur Comey. Daginn eftir að Trump sparkaði Comey heimsóttu Kislyak og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Bandaríkjaforseta á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. Sá fundur vakti ekki síst athygli fyrir þær sakir að Trump sagði Rússunum tveimur, öðrum þeirra innvinkluðum í rannsóknina, að með því að reka Comey hefði hann „létt miklum þrýstingi“ af sjálfum sér. Kallaði forsetinn Comey „klikkhaus“. Síðar kom í ljós að Trump deildi háleynilegum upplýsingum með Kislyak og Lavrov á fundi þeirra. Óttast var að með því hefði forsetinn stefnt mikilvægum heimildamönnum erlendra samstarfsríkja leyniþjónustu Bandaríkjanna um hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið í hættu.Samskipti Kushner við Kislyak og fleiri fulltrúa erlendra ríkja reyndust honum fjötur við fót við að fá öryggisheimild.Vísir/AFPRæddi leynilega samskiptaleið við tengdason Trump Ekki er enn allt upptalið því Kislyak átti einnig í samskiptum við Jared Kushner, tengdason Trump, sem síðar varð einn helsti ráðgjafi forsetans. Kushner greindi ekki frá þeim samskiptum þegar hann fyllti út umsókn um sérstaka öryggisheimild til að fá að sýsla með leynileg gögn bandarísku ríkisstjórnarinnar. Raunar þurfti Kushner ítrekað að senda inn breytingar við umsókn sína með nýjum upplýsingum um samskipti við erlenda aðila. Það leiddi meðal annars til þess að honum var ekki veitt varanleg öryggisheimild í fleiri mánuði. Á endanum var heimild hans lækkuð tímabundið. Bandaríska leyniþjónustan hafði njósnir af því þegar Kislyak sendi skilaboð um samskipti sín við Kushner heim til Rússlands. Í þeim skeytum staðhæfði sendiherrann að Kushner hefði lagt til að þeir myndu koma upp leynilegri samskiptaleið á milli undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Trump og stjórnvalda í Kreml í desember árið 2016, mánuði áður en Trump tók við embætti. Samskipti kjörins forseta sem ekki hefur enn tekið við embætti við erlend ríki eiga að fara í gegnum opinberar leiðir. Í sjónvarpsviðtali í nóvember sagði Kislyak að hann gæti ekki þulið upp alla starfsmenn framboðs Trump sem hann hefði hitt eða rætt við í síma því þeir væru alltof margir. Kislyak lét formlega af embætti sendiherra í Bandaríkjunum í ágúst í fyrra. Hann situr nú í efri deild rússneska þingsins. Með Kislyak í umræðunum á Arctic Circle á morgun er meðal annars Lisa Murkowski, öldungadeildarþingkona Repúblikanaflokksins frá Alaska.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sessions mun víkja frá rannsóknum á Rússum Jeff Sessions er sagður hafa logið að öldungadeildarþingmönnum. Hann hitti sendiherra Rússa tvisvar á meðan kosningabarátta Trumps stóð yfir. Sessions neitar sök og segist aldrei hafa rætt við Rússa um kosningabaráttuna. Demókratar vilj 3. mars 2017 07:00 Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Rússneski sendiherrann yfirgefur Washington Sergei Kislyak hefur mikið verið í umræðunni á árinu vegna tengsla ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 23. júlí 2017 11:03 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Sessions mun víkja frá rannsóknum á Rússum Jeff Sessions er sagður hafa logið að öldungadeildarþingmönnum. Hann hitti sendiherra Rússa tvisvar á meðan kosningabarátta Trumps stóð yfir. Sessions neitar sök og segist aldrei hafa rætt við Rússa um kosningabaráttuna. Demókratar vilj 3. mars 2017 07:00
Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02
Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46
Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45
Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Rússneski sendiherrann yfirgefur Washington Sergei Kislyak hefur mikið verið í umræðunni á árinu vegna tengsla ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 23. júlí 2017 11:03