Kawhi Leonard öflugur í fyrsta leik með Toronto | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2018 09:30 Kawhi Leonard er mættur til Kanada. vísir/getty Kawhi Leonard fór mjög vel af stað með sínu nýja liði Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Cleveland Cavaliers, 116-114, á heimavelli. Leonard gekk í raðir Raptors frá Spurs í sumar en búist er við að hann verði aðeins eitt tímabil í kandadísku borginni áður en að hann fær risasamning hjá öðru liði fyrir næstu leiktíð. Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði 24 stig og tók tólf fráköst í nokkuð öruggum sigri Toronto en Kyle Lowry var stigahæstur heimamanna með 27 stig. Kevon Love skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú lífið eftir LeBron öðru sinni.Mikil spenna ríkti fyrir leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Bæði lið þykja spennandi fyrir komandi tímabil; Dallas búið að styrkja liðið vel og Phoenix með ungan og efnilegan hóp. Tveir mest spennandi nýliðar deildarinnar eru í liðunum tveimur; Deandre Ayton í Phoenix sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu og svo Slóveninn Luka Doncic í Dallas sem var valinn þriðji. Doncic varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og kjörinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Það var Ayton sem að hafði betur en hann skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 121-110 sigri heimamanna en Doncic skoraði tíu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Devin Booker réð lögum og lofum á vellinum en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix.New Orleans Pelicans sýndi svo styrk sinn með flottum útisigri á Houston Rockets, 131-112, en gestirnir skoruðu yfir 30 stig í öllum fjórum leikhlutunum. Stóru mennirnir undir körfunni fóru hamförum en Anthony Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Nikola Mirotic skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Houston-menn réðu ekkert við þá í teignum. Ofur bakvarðatvennan James Harden og Chris Paul höfðu tiltölulega hægt um sig á þeirra mælikvarða en Paul skoraði 19 stig og Harden 18 stig en hann var þó grátlega nálægt þrennu með níu fráköst og tíu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 112-113 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 103-100 Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 111-83 Orlando Magic - Miami Heat 104-101 NY Knicks - Atlanta Hawks 126-107 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 116-104 Houston Rockets - New Orleans Pelicans 112-131 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 112-108 Sacramento Kins - Utah Jazz 123-117 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 121-100 LA Clippers - Denver Nuggets 98-107 NBA Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Kawhi Leonard fór mjög vel af stað með sínu nýja liði Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Cleveland Cavaliers, 116-114, á heimavelli. Leonard gekk í raðir Raptors frá Spurs í sumar en búist er við að hann verði aðeins eitt tímabil í kandadísku borginni áður en að hann fær risasamning hjá öðru liði fyrir næstu leiktíð. Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði 24 stig og tók tólf fráköst í nokkuð öruggum sigri Toronto en Kyle Lowry var stigahæstur heimamanna með 27 stig. Kevon Love skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú lífið eftir LeBron öðru sinni.Mikil spenna ríkti fyrir leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Bæði lið þykja spennandi fyrir komandi tímabil; Dallas búið að styrkja liðið vel og Phoenix með ungan og efnilegan hóp. Tveir mest spennandi nýliðar deildarinnar eru í liðunum tveimur; Deandre Ayton í Phoenix sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu og svo Slóveninn Luka Doncic í Dallas sem var valinn þriðji. Doncic varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og kjörinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Það var Ayton sem að hafði betur en hann skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 121-110 sigri heimamanna en Doncic skoraði tíu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Devin Booker réð lögum og lofum á vellinum en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix.New Orleans Pelicans sýndi svo styrk sinn með flottum útisigri á Houston Rockets, 131-112, en gestirnir skoruðu yfir 30 stig í öllum fjórum leikhlutunum. Stóru mennirnir undir körfunni fóru hamförum en Anthony Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Nikola Mirotic skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Houston-menn réðu ekkert við þá í teignum. Ofur bakvarðatvennan James Harden og Chris Paul höfðu tiltölulega hægt um sig á þeirra mælikvarða en Paul skoraði 19 stig og Harden 18 stig en hann var þó grátlega nálægt þrennu með níu fráköst og tíu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 112-113 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 103-100 Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 111-83 Orlando Magic - Miami Heat 104-101 NY Knicks - Atlanta Hawks 126-107 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 116-104 Houston Rockets - New Orleans Pelicans 112-131 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 112-108 Sacramento Kins - Utah Jazz 123-117 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 121-100 LA Clippers - Denver Nuggets 98-107
NBA Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira