Tapaði öllum peningunum í atvinnumennskunni: „Fíknin tók bara alveg yfir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 07:59 Valsmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2017 að mati Vísis. Fréttablaðið/Anton Brink Eiður Aron Sigurbjörnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals í knattspyrnu, segist hafa verið orðinn þreyttur á endalausum afsökunum yfir því af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í um sex ár í atvinnumennsku. Eyjapeyinn hafi kennt þjálfara um, sagt að hann væri ekki að finna sig þegar stóra vandamálið var í raun og veru spilafíkn. Hann viti að hann sé alveg nógu góður til að spila knattspyrnu erlendis sem atvinnumaður. Fjallað var um fíkn Eiðs Arons í þættinum Íþróttafólkið á RÚV í gær en Fótbolti.net greyndi fyrst frá því á dögunum að Eiður Aron hefði glímt við spilafíkn. Miðvörðurinn lýsir því að hafa alltaf haft gaman af póker. Lengi vel spilaði hann bara með vinunum fyrir 500-1000 krónur en sá hópur hafi lagst útaf. Löngunin í meiri póker hafi færst yfir á netið þar sem upphæðirnar voru oðrnar hærri. 10 þúsund krónur og svo 20 þúsund krónur til að reyna að vinna peninginn til baka. „Fíknin tók bara alveg yfir.“ Eiður Aron þegar hann lék með ÍBV sumarið 2104.Fréttablaðið/DaníelFór varla út úr húsiEiður Aron fór utan árið 2011 og samdi við sænska liðið Örebro. Hann þótti mikið efni og framtíðarlandsliðsmaður. Hann fékk væna upphæð við undirskrift sem öll tapaðist í póker. Hann spilaði um tíma sem lánsmaður hjá ÍBV en var erlendis, í Svíþjóð og síðar Þýskalandi, til vorsins 2017 þegar hann samdi við Val.„Ég tapa hverjum einasta pening sem ég fékk á milli handanna,“ segir Eiður Aron.Hann lýsir tímum þar sem hann tapaði miklum peningum. Þá hafi hann þurft að laumupokast með spilafíkn sína og vakna á nóttunni til að spila. Þannig hafi hann falið vandamálið fyrir unnustu sinni, Guðnýju Ósk Ómarsdóttur. Hún segir þó að sig hafi grunað að eitthvað væri í ólagi.Þegar Guðný flutti heim til Íslands með dóttur þeirra áramótin 2016-2017 hafi staðan verið orðin mjög slæm. Eiður fékk ekkert að spila með liði sínu í Þýskalandi.„Ég var að eyða svona átta tímum á dag. Ég fór ekki út úr húsi í Þýskalandi nema til að fara á æfingu og kaupa mat fyrir þennan pening sem ég hafði á milli handanna. Svo var það bara póker.“Ekkert gekk og hann þurfti að slá lán hjá liðsfélögum til að geta spilað meira.„Ég sagði aldrei satt. Ég týndi veskinu, kortið finnst ekki. Geturðu ekki reddað mér 300 evrum? Mér leið aldrei illa yfir því að biðja um þetta því löngunin var svo mikil að fara að spila. Svo þegar hún tapaðist þá var þetta ömurlegt. Þetta var hringrás.“Eiður Aron er af mikilli íþróttafjölskyldu. Bróðir hans Theodór er frábær hornamaður í handbolta.Fréttablaðið/DaníelBesta stundin þegar ljósin voru slökktParið lýsir því hve mjög þetta hafi reynt á sambandið. Eiður Aron segir besta tíma dagsins hafa verið þegar ljósin voru slökkt á kvöldin. Þá vissi hann að hann fengi ekki óþægilegar spurningar. Þegar hann kom heim vorið 2017 ákvað hann að taka til í sínum málum. Viðurkenna vandann og leita sér hjálpar.„Það er mjög erfitt að stíga fyrstu skrefin og viðurkenna fyrir sjálfum sér og fjölskyldu að þetta er vandamál. En það eru allir til í að hjálpa. Ef þú talar um þín vandamál, að þú viljir hjálp, þá gerir fólk hvað sem er. Þetta er bara spurning um að taka þessi fyrstu skref.“Eiður Aron segir að sér líði vel í dag, parið á von á nýju barni og kann vel við sig hjá Valsmönnum. „Ég er nýbúinn að skrifa undir samning en klárlega skoða það sem kemur inn ef það er eitthvað spennandi,“ sagði Eiður Aron í viðtali við Vísi á dögunum.Veðmálafíkn er þekkt vandamál í knattspyrnuheiminum. Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum upphæðum hafa áhrif á frammistöðu þeirra. Þetta hafa rannsóknir sýnt. Fjárhættuspil Íslenski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Sjá meira
Eiður Aron Sigurbjörnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals í knattspyrnu, segist hafa verið orðinn þreyttur á endalausum afsökunum yfir því af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í um sex ár í atvinnumennsku. Eyjapeyinn hafi kennt þjálfara um, sagt að hann væri ekki að finna sig þegar stóra vandamálið var í raun og veru spilafíkn. Hann viti að hann sé alveg nógu góður til að spila knattspyrnu erlendis sem atvinnumaður. Fjallað var um fíkn Eiðs Arons í þættinum Íþróttafólkið á RÚV í gær en Fótbolti.net greyndi fyrst frá því á dögunum að Eiður Aron hefði glímt við spilafíkn. Miðvörðurinn lýsir því að hafa alltaf haft gaman af póker. Lengi vel spilaði hann bara með vinunum fyrir 500-1000 krónur en sá hópur hafi lagst útaf. Löngunin í meiri póker hafi færst yfir á netið þar sem upphæðirnar voru oðrnar hærri. 10 þúsund krónur og svo 20 þúsund krónur til að reyna að vinna peninginn til baka. „Fíknin tók bara alveg yfir.“ Eiður Aron þegar hann lék með ÍBV sumarið 2104.Fréttablaðið/DaníelFór varla út úr húsiEiður Aron fór utan árið 2011 og samdi við sænska liðið Örebro. Hann þótti mikið efni og framtíðarlandsliðsmaður. Hann fékk væna upphæð við undirskrift sem öll tapaðist í póker. Hann spilaði um tíma sem lánsmaður hjá ÍBV en var erlendis, í Svíþjóð og síðar Þýskalandi, til vorsins 2017 þegar hann samdi við Val.„Ég tapa hverjum einasta pening sem ég fékk á milli handanna,“ segir Eiður Aron.Hann lýsir tímum þar sem hann tapaði miklum peningum. Þá hafi hann þurft að laumupokast með spilafíkn sína og vakna á nóttunni til að spila. Þannig hafi hann falið vandamálið fyrir unnustu sinni, Guðnýju Ósk Ómarsdóttur. Hún segir þó að sig hafi grunað að eitthvað væri í ólagi.Þegar Guðný flutti heim til Íslands með dóttur þeirra áramótin 2016-2017 hafi staðan verið orðin mjög slæm. Eiður fékk ekkert að spila með liði sínu í Þýskalandi.„Ég var að eyða svona átta tímum á dag. Ég fór ekki út úr húsi í Þýskalandi nema til að fara á æfingu og kaupa mat fyrir þennan pening sem ég hafði á milli handanna. Svo var það bara póker.“Ekkert gekk og hann þurfti að slá lán hjá liðsfélögum til að geta spilað meira.„Ég sagði aldrei satt. Ég týndi veskinu, kortið finnst ekki. Geturðu ekki reddað mér 300 evrum? Mér leið aldrei illa yfir því að biðja um þetta því löngunin var svo mikil að fara að spila. Svo þegar hún tapaðist þá var þetta ömurlegt. Þetta var hringrás.“Eiður Aron er af mikilli íþróttafjölskyldu. Bróðir hans Theodór er frábær hornamaður í handbolta.Fréttablaðið/DaníelBesta stundin þegar ljósin voru slökktParið lýsir því hve mjög þetta hafi reynt á sambandið. Eiður Aron segir besta tíma dagsins hafa verið þegar ljósin voru slökkt á kvöldin. Þá vissi hann að hann fengi ekki óþægilegar spurningar. Þegar hann kom heim vorið 2017 ákvað hann að taka til í sínum málum. Viðurkenna vandann og leita sér hjálpar.„Það er mjög erfitt að stíga fyrstu skrefin og viðurkenna fyrir sjálfum sér og fjölskyldu að þetta er vandamál. En það eru allir til í að hjálpa. Ef þú talar um þín vandamál, að þú viljir hjálp, þá gerir fólk hvað sem er. Þetta er bara spurning um að taka þessi fyrstu skref.“Eiður Aron segir að sér líði vel í dag, parið á von á nýju barni og kann vel við sig hjá Valsmönnum. „Ég er nýbúinn að skrifa undir samning en klárlega skoða það sem kemur inn ef það er eitthvað spennandi,“ sagði Eiður Aron í viðtali við Vísi á dögunum.Veðmálafíkn er þekkt vandamál í knattspyrnuheiminum. Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum upphæðum hafa áhrif á frammistöðu þeirra. Þetta hafa rannsóknir sýnt.
Fjárhættuspil Íslenski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Sjá meira