Bílstjórar hjá Strætó lögðu niður vinnu til að mótmæla ótryggðum ökutækjum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2018 14:00 Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. Bílarnir voru frá ferðaþjónustufyrirtækinu Prime Tours, en gjaldþrotabeiðni var tekin fyrir fyrr í þessum mánuði vegna vangreiddra gjalda fyrirtækisins og var skiptastjóri skipaður á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Strætó, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem komið hafa upp vandamál vegna viðskipta þeirra við Prime Tours. Hann segir fyrirtækið bíða frekari frétta af málum fyrirtækisins í dag. Um fjórtán verktakar sem starfa við akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í dag. Vilja þeir með því mótmæla sinnuleysi Strætó í málinu og íhuga að fara fram á lögbann á það að PrimeTours starfi áfram þó félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Sigurður Stefánsson, einyrki og verktaki sem starfað hefur við akstursþjónustu fatlaðra frá árinu 1981, er einn þeirra verktaka sem lögðu niður störf í dag. Tvisvar áður hefur hópur verktaka sem starfar við akstursþjónustu fatlaðra kært Strætó til kærunefndar útboðsmála vegna Prime Tours og unnið bæði málin, samkvæmt Sigurði. „Þetta Prime Tours var tekið til gjaldþrotaskipta og seinna náðu þeir nauðasamningum við ríkið og lífeyrissjóði og svo var það tekið til gjaldþrotaskipta þriðja október og skiptastjóri skipaður í gær eða fyrradag. Svo komumst við að því í gær að það væru ótryggðir bílar sem þeir væru með fjórir og þrír í gangi. Við létum vita af þessu í strætó í gær svo í morgun þegar við vorum að vinna og mætum á vinnustað fatlaðra í Ögurhvarfi þá sé ég að kemur einn bíllinn með farþega og það er einn af þessum ótryggðu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Við gerðum athugasemdir við Strætó og þá voru þeir kallaðir inn. Þá ákváðum við, eftir að Prime Tours sendu út tilkynningu að þeir ætluðu að byrja aftur klukkan ellefu, að mótmæla því að þeir væru að vinna enn þá undir stjórn skiptastjóra með því að leggja niður vinnu klukkan ellefu og það sem eftir lifir dagsins. Sérstaklega þar sem það er rólegt, það er skólafrí, þetta bitnar eins lítið á skjólstæðingum okkar eins og hægt er.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó segir að allt kapp sé lagt á að verkfall verktakanna hafi ekki áhrif á akstur dagsins og tekur undir með Sigurði um að skólafrí hjálpi til. Hann segir Strætó fylgjast vel með stöðu mála hjá Prime Tours í dag en að mikil óvissa ríki um málið að svo stöddu. Sigurður hefur, eins og fyrr segir, starfað við akstursþjónustu fatlaðra frá 9. áratug síðustu aldar og hefur unnið ýmist sem fastur starfsmaður eða verktaki. Hann er ekki ánægður með hvernig Strætó hefur staðið að starfseminni síðustu ár. „Við verktakarnir erum allir búnir að vera í þessu frá því þetta byrjaði að snúast meira og minna og við erum allir jafn óánægðir og svekktir með þetta kerfi. Ekki síst hvernig þetta kerfi hefur bitnað á farþegunum því aldrei nokkurn tíma hefur verið jafn öflug þjónusta, eins margir bílar og eins mikið af fólki. Eins öflugt fyrirtæki og strætó og allt þetta en það er ekkert að fúnkera.“ Samgöngur Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Strætó sagðist ekki annast milligöngu um innheimtu húsaleigu af starfsmönnum til starfsmannaþjónustunnar Elju í svari við fyrirspurn Samtaka leigjenda árið 2016. Í yfirlýsingu frá Strætó í fyrradag segir hins vegar að Strætó hafi haft milligöngu um greiðslurnar. 13. október 2018 07:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Strætó tók þrjá bíla sem notaðir voru við ferðaþjónustu fatlaðra úr umferð eftir að bílarnir reyndust ótryggðir. Bílarnir voru frá ferðaþjónustufyrirtækinu Prime Tours, en gjaldþrotabeiðni var tekin fyrir fyrr í þessum mánuði vegna vangreiddra gjalda fyrirtækisins og var skiptastjóri skipaður á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Strætó, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem komið hafa upp vandamál vegna viðskipta þeirra við Prime Tours. Hann segir fyrirtækið bíða frekari frétta af málum fyrirtækisins í dag. Um fjórtán verktakar sem starfa við akstursþjónustu fatlaðra lögðu niður störf klukkan ellefu í dag. Vilja þeir með því mótmæla sinnuleysi Strætó í málinu og íhuga að fara fram á lögbann á það að PrimeTours starfi áfram þó félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Sigurður Stefánsson, einyrki og verktaki sem starfað hefur við akstursþjónustu fatlaðra frá árinu 1981, er einn þeirra verktaka sem lögðu niður störf í dag. Tvisvar áður hefur hópur verktaka sem starfar við akstursþjónustu fatlaðra kært Strætó til kærunefndar útboðsmála vegna Prime Tours og unnið bæði málin, samkvæmt Sigurði. „Þetta Prime Tours var tekið til gjaldþrotaskipta og seinna náðu þeir nauðasamningum við ríkið og lífeyrissjóði og svo var það tekið til gjaldþrotaskipta þriðja október og skiptastjóri skipaður í gær eða fyrradag. Svo komumst við að því í gær að það væru ótryggðir bílar sem þeir væru með fjórir og þrír í gangi. Við létum vita af þessu í strætó í gær svo í morgun þegar við vorum að vinna og mætum á vinnustað fatlaðra í Ögurhvarfi þá sé ég að kemur einn bíllinn með farþega og það er einn af þessum ótryggðu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Við gerðum athugasemdir við Strætó og þá voru þeir kallaðir inn. Þá ákváðum við, eftir að Prime Tours sendu út tilkynningu að þeir ætluðu að byrja aftur klukkan ellefu, að mótmæla því að þeir væru að vinna enn þá undir stjórn skiptastjóra með því að leggja niður vinnu klukkan ellefu og það sem eftir lifir dagsins. Sérstaklega þar sem það er rólegt, það er skólafrí, þetta bitnar eins lítið á skjólstæðingum okkar eins og hægt er.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó segir að allt kapp sé lagt á að verkfall verktakanna hafi ekki áhrif á akstur dagsins og tekur undir með Sigurði um að skólafrí hjálpi til. Hann segir Strætó fylgjast vel með stöðu mála hjá Prime Tours í dag en að mikil óvissa ríki um málið að svo stöddu. Sigurður hefur, eins og fyrr segir, starfað við akstursþjónustu fatlaðra frá 9. áratug síðustu aldar og hefur unnið ýmist sem fastur starfsmaður eða verktaki. Hann er ekki ánægður með hvernig Strætó hefur staðið að starfseminni síðustu ár. „Við verktakarnir erum allir búnir að vera í þessu frá því þetta byrjaði að snúast meira og minna og við erum allir jafn óánægðir og svekktir með þetta kerfi. Ekki síst hvernig þetta kerfi hefur bitnað á farþegunum því aldrei nokkurn tíma hefur verið jafn öflug þjónusta, eins margir bílar og eins mikið af fólki. Eins öflugt fyrirtæki og strætó og allt þetta en það er ekkert að fúnkera.“
Samgöngur Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Strætó sagðist ekki annast milligöngu um innheimtu húsaleigu af starfsmönnum til starfsmannaþjónustunnar Elju í svari við fyrirspurn Samtaka leigjenda árið 2016. Í yfirlýsingu frá Strætó í fyrradag segir hins vegar að Strætó hafi haft milligöngu um greiðslurnar. 13. október 2018 07:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17
Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15
Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Strætó sagðist ekki annast milligöngu um innheimtu húsaleigu af starfsmönnum til starfsmannaþjónustunnar Elju í svari við fyrirspurn Samtaka leigjenda árið 2016. Í yfirlýsingu frá Strætó í fyrradag segir hins vegar að Strætó hafi haft milligöngu um greiðslurnar. 13. október 2018 07:15