Veiking krónunnar endurspeglar lakari væntingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. október 2018 18:30 Aðalástæða fyrir veikingu krónunnar að undaförnu er endurmat á efnahagshorfunum á Íslandi en væntingar benda til þess að hægja muni á hjólum atvinnulífsins á næstunni. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Krónan er búin að veikjast um tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Hún styrktist að vísu lítillega í gær og um tæp 2 prósent í dag. „Hvers vegna hefur krónan verið að veikjast? Ég held að aðal ástæðan sé endurmat sem er í gangi á efnahagshorfunum á Íslandi. Endurmat á stöðunni. Við munum öll hvað gerðist í núna í haust þegar það voru umræður um lakari horfur í ferðaþjónustu, erfiðleika í flugrekstri, kjarasamninga sem eru að nálgast, viðskiptakjör sem eru að versna og olíuverð sem er að hækka og þá lækkar jafnvægisgengi krónunnar,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Veiking krónunnar endurspeglar að einhverju leyti lakari væntingar en í niðurstöðum haustkönnunar Gallup, sem framkvæmd var í september meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, kom fram að 54 prósent stjórnenda töldu að aðstæður í efnahagslífinu myndu versna á næstu sex mánuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans fjallaði sérstaklega um þetta á fundum sínum 1. og 2. október síðastliðinn þegar nefndin ákvað að halda meginvöxtum Seðlabankans óbreyttum í 4,25 prósentum. Lífeyrissjóðirnir hafa keypt gjaldeyri í stórum stíl Greint hefur verið frá því að innlendir aðilar hafi keypt gjaldeyri í stórum stíl að undanförnu sem hafi stuðlað að veikingu krónunnar og hafa lífeyrissjóðirnir verið nefndir til sögunnar í því sambandi. Már Guðmundsson segir að lífeyrissjóðirnir hafi í auknum mæli keypt gjaldeyri að undanförnu. Hann segir hins vegar að Seðlabankinn hafi ekki lagst yfir útreikninga á því hvort að það eitt og sér hafi veikt krónuna. „Spurningin er, hvers vegna er fólk að kaupa gjaldeyri? Væntingarnar hafa snúist. Það á eftir að koma í ljós hvort að leiðréttingin er búin. Það er alveg rétt að lífeyrissjóðirnir hafa verið að kaupa töluvert og auka gjaldeyrisinnistæður sínar. Það er greinilegt að það hafa líka komið upp aðstæður tímabundið þar sem þeir sem eru með gjaldeyri halda í hann af því þeir óttast að það verði frekari gengisveiking. (...) Á bak við þetta er ekki það hvernig lífeyrissjóðirnir eru að haga sér heldur hvernig undirliggjandi efnahagsástand er að þróast. Þetta er að hluta til bara eðlileg þróun. Það er alltaf þannig að þegar gengi er að leiðréttast, hvort sem það er upp eða niður, þá er alltaf hætta á ákveðnum yfirskotum. Það getur vel verið að það hafi átt sér stað núna. Það á bara eftir að koma ljós.“ En má fólk reikna með því að krónan haldi áfram að veikjast?„Það þarf ekki að vera. Gengið hefur verið að hækka síðustu tvo daga og enginn veit nákvæmlega hvar hið nýja jafnvægi er. Það getur vel verið, eins og oft vill verða þegar svona leiðréttingar verða, að markaðurinn verði of svartsýnn og leiðrétti það svo. Það er engin leið að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Már. Íslenska krónan Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. 18. október 2018 20:15 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Krónan spyrnir við fótum Eftir eftirtektarverða lækkunarhrinu undanfarnar vikur hefur gengi íslensku krónunnar styrkst í dag. 18. október 2018 15:49 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Sjá meira
Aðalástæða fyrir veikingu krónunnar að undaförnu er endurmat á efnahagshorfunum á Íslandi en væntingar benda til þess að hægja muni á hjólum atvinnulífsins á næstunni. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Krónan er búin að veikjast um tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Hún styrktist að vísu lítillega í gær og um tæp 2 prósent í dag. „Hvers vegna hefur krónan verið að veikjast? Ég held að aðal ástæðan sé endurmat sem er í gangi á efnahagshorfunum á Íslandi. Endurmat á stöðunni. Við munum öll hvað gerðist í núna í haust þegar það voru umræður um lakari horfur í ferðaþjónustu, erfiðleika í flugrekstri, kjarasamninga sem eru að nálgast, viðskiptakjör sem eru að versna og olíuverð sem er að hækka og þá lækkar jafnvægisgengi krónunnar,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Veiking krónunnar endurspeglar að einhverju leyti lakari væntingar en í niðurstöðum haustkönnunar Gallup, sem framkvæmd var í september meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, kom fram að 54 prósent stjórnenda töldu að aðstæður í efnahagslífinu myndu versna á næstu sex mánuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans fjallaði sérstaklega um þetta á fundum sínum 1. og 2. október síðastliðinn þegar nefndin ákvað að halda meginvöxtum Seðlabankans óbreyttum í 4,25 prósentum. Lífeyrissjóðirnir hafa keypt gjaldeyri í stórum stíl Greint hefur verið frá því að innlendir aðilar hafi keypt gjaldeyri í stórum stíl að undanförnu sem hafi stuðlað að veikingu krónunnar og hafa lífeyrissjóðirnir verið nefndir til sögunnar í því sambandi. Már Guðmundsson segir að lífeyrissjóðirnir hafi í auknum mæli keypt gjaldeyri að undanförnu. Hann segir hins vegar að Seðlabankinn hafi ekki lagst yfir útreikninga á því hvort að það eitt og sér hafi veikt krónuna. „Spurningin er, hvers vegna er fólk að kaupa gjaldeyri? Væntingarnar hafa snúist. Það á eftir að koma í ljós hvort að leiðréttingin er búin. Það er alveg rétt að lífeyrissjóðirnir hafa verið að kaupa töluvert og auka gjaldeyrisinnistæður sínar. Það er greinilegt að það hafa líka komið upp aðstæður tímabundið þar sem þeir sem eru með gjaldeyri halda í hann af því þeir óttast að það verði frekari gengisveiking. (...) Á bak við þetta er ekki það hvernig lífeyrissjóðirnir eru að haga sér heldur hvernig undirliggjandi efnahagsástand er að þróast. Þetta er að hluta til bara eðlileg þróun. Það er alltaf þannig að þegar gengi er að leiðréttast, hvort sem það er upp eða niður, þá er alltaf hætta á ákveðnum yfirskotum. Það getur vel verið að það hafi átt sér stað núna. Það á bara eftir að koma ljós.“ En má fólk reikna með því að krónan haldi áfram að veikjast?„Það þarf ekki að vera. Gengið hefur verið að hækka síðustu tvo daga og enginn veit nákvæmlega hvar hið nýja jafnvægi er. Það getur vel verið, eins og oft vill verða þegar svona leiðréttingar verða, að markaðurinn verði of svartsýnn og leiðrétti það svo. Það er engin leið að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Már.
Íslenska krónan Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. 18. október 2018 20:15 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Krónan spyrnir við fótum Eftir eftirtektarverða lækkunarhrinu undanfarnar vikur hefur gengi íslensku krónunnar styrkst í dag. 18. október 2018 15:49 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Sjá meira
Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30
Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. 18. október 2018 20:15
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00
Krónan spyrnir við fótum Eftir eftirtektarverða lækkunarhrinu undanfarnar vikur hefur gengi íslensku krónunnar styrkst í dag. 18. október 2018 15:49