Ed Sheeran með aukatónleika í Laugardalnum Atli Ísleifsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 1. október 2018 09:02 Ed Sheeran á tónleikum í íslenskum landsliðsbúningi. Getty/Dave Benett Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran verður með aukatónleika á Laugardalsvelli þann 11. ágúst næstkomandi. Þetta staðfestir Sena í tilkynningu. Aukatónleikarnir verða því daginn eftir fyrri tónleikana sem seldist upp á á einungis um tveimur og hálfum tímum. Á þeim tíma seldust tæplega þrjátíu þúsund miðar á tónleika Bretans sem fara fram 10. ágúst. Þegar uppselt var á þá tónleika þurfti Sena Live að vísa frá um 18 þúsund manns úr stafrænni röð og því var sterkur grundvöllur fyrir aukatónleikum. Miðasalan á aukatónleikana hefst klukkan níu á föstudagsmorgun og fer hún aftur fram inni á vefsíðunni Tix.is/ED. Í boði eru fjögur verðsvæði: - Standandi: 15.990 kr. (stæði) - Sitjandi C: 19.990 kr. (græn hólf á mynd) - Sitjandi B: 24.990 kr. (blá hólf á mynd) - Sitjandi A: 29.990 kr. (rauð hólf á mynd) Sjá mynd af svæðinu hér að neðan:Sheeran er einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims og þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann kom fram á tónleikaferðalagi í Evrópu fyrr á þessu ári og ferðast hann nú um Bandaríkin. Ed Sheeran er fæddur árið 1991 í Halifax í Bretlandi. Hann vakti fyrst athygli árið 2011 þegar hann gaf út plötuna No. 5 og eftir það þá fór ferillinn hans á flug. Sheeran hefur selt yfir 26 milljónir platna en tónleikar hans eru í raun það sem hann er hvað þekktastur fyrir. Fyrr í sumar gaf hann út myndband af tónleikum sínum á Wembley í London þar sem myndaðist mögnuð stemning. Hér að neðan má sjá myndbandið en í því stígur hann á stokk með Ítalanum Andrea Bocelli. Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran verður með aukatónleika á Laugardalsvelli þann 11. ágúst næstkomandi. Þetta staðfestir Sena í tilkynningu. Aukatónleikarnir verða því daginn eftir fyrri tónleikana sem seldist upp á á einungis um tveimur og hálfum tímum. Á þeim tíma seldust tæplega þrjátíu þúsund miðar á tónleika Bretans sem fara fram 10. ágúst. Þegar uppselt var á þá tónleika þurfti Sena Live að vísa frá um 18 þúsund manns úr stafrænni röð og því var sterkur grundvöllur fyrir aukatónleikum. Miðasalan á aukatónleikana hefst klukkan níu á föstudagsmorgun og fer hún aftur fram inni á vefsíðunni Tix.is/ED. Í boði eru fjögur verðsvæði: - Standandi: 15.990 kr. (stæði) - Sitjandi C: 19.990 kr. (græn hólf á mynd) - Sitjandi B: 24.990 kr. (blá hólf á mynd) - Sitjandi A: 29.990 kr. (rauð hólf á mynd) Sjá mynd af svæðinu hér að neðan:Sheeran er einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims og þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann kom fram á tónleikaferðalagi í Evrópu fyrr á þessu ári og ferðast hann nú um Bandaríkin. Ed Sheeran er fæddur árið 1991 í Halifax í Bretlandi. Hann vakti fyrst athygli árið 2011 þegar hann gaf út plötuna No. 5 og eftir það þá fór ferillinn hans á flug. Sheeran hefur selt yfir 26 milljónir platna en tónleikar hans eru í raun það sem hann er hvað þekktastur fyrir. Fyrr í sumar gaf hann út myndband af tónleikum sínum á Wembley í London þar sem myndaðist mögnuð stemning. Hér að neðan má sjá myndbandið en í því stígur hann á stokk með Ítalanum Andrea Bocelli.
Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira