Stafræn tækni við manntal í Malaví Heimsljós kynnir 6. september 2018 09:00 Manntal í Malaví. Ágústa Gísladóttir Þessa dagana er tekið manntal í Malaví. Stafræn tækni er notuð við gerð manntalsins í fyrsta sinn og spjaldtölvur leysa af hólmi spurningalista á pappír. Þetta er í sjötta skipti sem manntal er tekið í Malaví en síðasta manntal var tekið árið 2008. Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) færði stjórnvöldum 15 þúsund spjaldtölvur að gjöf í síðustu viku en reiknað er með að manntalsgerðin taki þrjár vikur.Yfirskrift verkefnisins er „Be Counted – Leave No One Behind“ en manntalið felur ekki einvörðungu í sér skrá um alla þá einstaklinga sem búa í landinu heldur einnig söfnun ýmiss konar annarra tölfræðilegra gagna um íbúana sem gagnast stjórnvöldum við áætlanagerð. „Upplýsingarnar sem safnað er saman við manntalsgerðina hafa mikið gildi fyrir alla þróun,“ segir Young Hong, fulltrúi UNFPA í Malaví. „Án nákvæmra upplýsinga um fólksfjölda, hvernig hann dreifist og hver lífsskilyrði íbúanna eru, gætu stjórnmálamenn ómögulega vitað hvar þyrfti að fjárfesta í skólum, sjúkrahúsum og samgöngum. Án manntalsins gætu þeir sem þarfnast mestrar hjálpar verið ósýnilegir áfram,“ segir hann.Ágústu Gísladóttur forstöðumanni íslenska sendiráðsins í Lilongve var boðið, af hálfu UNFPA, að fylgjast með manntalsgerðinni í gær í sveitunum fyrir utan höfuðborgina. Ágústa tók þessar meðfylgjandi myndir á vettvangi. Í fyrsta manntalinu sem tekið var árið 1966 voru íbúar Malaví 4 milljónir. Talið er að íbúar Malaví séu núna rétt tæplega 20 milljónir.Malawi launches first-ever digital census/ UNFPA15000 tablets handed over for 2018 Malawi Census/ UNFPAÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent
Þessa dagana er tekið manntal í Malaví. Stafræn tækni er notuð við gerð manntalsins í fyrsta sinn og spjaldtölvur leysa af hólmi spurningalista á pappír. Þetta er í sjötta skipti sem manntal er tekið í Malaví en síðasta manntal var tekið árið 2008. Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) færði stjórnvöldum 15 þúsund spjaldtölvur að gjöf í síðustu viku en reiknað er með að manntalsgerðin taki þrjár vikur.Yfirskrift verkefnisins er „Be Counted – Leave No One Behind“ en manntalið felur ekki einvörðungu í sér skrá um alla þá einstaklinga sem búa í landinu heldur einnig söfnun ýmiss konar annarra tölfræðilegra gagna um íbúana sem gagnast stjórnvöldum við áætlanagerð. „Upplýsingarnar sem safnað er saman við manntalsgerðina hafa mikið gildi fyrir alla þróun,“ segir Young Hong, fulltrúi UNFPA í Malaví. „Án nákvæmra upplýsinga um fólksfjölda, hvernig hann dreifist og hver lífsskilyrði íbúanna eru, gætu stjórnmálamenn ómögulega vitað hvar þyrfti að fjárfesta í skólum, sjúkrahúsum og samgöngum. Án manntalsins gætu þeir sem þarfnast mestrar hjálpar verið ósýnilegir áfram,“ segir hann.Ágústu Gísladóttur forstöðumanni íslenska sendiráðsins í Lilongve var boðið, af hálfu UNFPA, að fylgjast með manntalsgerðinni í gær í sveitunum fyrir utan höfuðborgina. Ágústa tók þessar meðfylgjandi myndir á vettvangi. Í fyrsta manntalinu sem tekið var árið 1966 voru íbúar Malaví 4 milljónir. Talið er að íbúar Malaví séu núna rétt tæplega 20 milljónir.Malawi launches first-ever digital census/ UNFPA15000 tablets handed over for 2018 Malawi Census/ UNFPAÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent