Íslandsmeistararnir töpuðu fyrir nýliðunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. október 2018 21:15 Rósa Björk Pétursdóttir vísir/bára dröfn Haukar byrjuðu titilvörnina í Domino's deild kvenna á því að tapa fyrir nýliðum KR á heimavelli. Valur vann stórsigur og Snæfell vann í tvíframlengdum leik í Smáranum. Haukar fengu nýliða KR í heimsókn í Schenkerhöllina í Hafnarfirði. Bandaríkjamaðurinn Kiana Johnson fór mikinn í leiknum og skoraði 32 stig. Samlanda hennar í Haukaliðinu Lele Hardy gerði 28 stig og tók 15 fráköst. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og var staðan jöfn í hálfleiknum 33-33. Eftir þriðja leikhluta var KR tveimur stigum yfir en tókst að stíga fram úr í þeim fjórða, lokatölur 59-67. Í Smáranum var háspennuleikur þegar Breiðablik og Snæfell mættust. Heimakonur, sem voru nýliðar á síðustu leiktíð, voru yfir eftir fyrsta leikhluta og leiddu 23-21 í hálfleik. Þær voru með sex stiga forystu eftir þriðja leikhlutann en Snæfell náði að jafna leikinn sem endaði 63-63 og þurfti því að framlengja. Eftir eina framlengingu var enn jafnt 74-74. Þegar mest á reyndi í lok seinni framlengingarinnar náðu Blikarnir ekki að koma boltanum í körfuna, leik lauk með 80-93 sigri Snæfells. Kristen McCarthy setti 34 stig fyrir Snæfell og Angelika Kowalska 17. Hjá Blikum var Bryndís Hanna Hreinsdóttir atkvæðamest með 21 stig. Valur, sem lék til úrslita í vor, vann tuttugu stiga sigur á Skallagrímskonum í Origohöllinni á Hlíðarenda. Gestirnir úr Borgarnesi voru yfir eftir fyrsta leikhluta og leiddu í hálfleik 29-33. Í seinni hálfleik náðu Valskonur fljótlega að jafna, þær skelltu í lás í vörninni og skoraði Skallagrímur aðeins níu stig í þriðja leikhluta. Lokatölur urðu 71-51. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Haukar byrjuðu titilvörnina í Domino's deild kvenna á því að tapa fyrir nýliðum KR á heimavelli. Valur vann stórsigur og Snæfell vann í tvíframlengdum leik í Smáranum. Haukar fengu nýliða KR í heimsókn í Schenkerhöllina í Hafnarfirði. Bandaríkjamaðurinn Kiana Johnson fór mikinn í leiknum og skoraði 32 stig. Samlanda hennar í Haukaliðinu Lele Hardy gerði 28 stig og tók 15 fráköst. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og var staðan jöfn í hálfleiknum 33-33. Eftir þriðja leikhluta var KR tveimur stigum yfir en tókst að stíga fram úr í þeim fjórða, lokatölur 59-67. Í Smáranum var háspennuleikur þegar Breiðablik og Snæfell mættust. Heimakonur, sem voru nýliðar á síðustu leiktíð, voru yfir eftir fyrsta leikhluta og leiddu 23-21 í hálfleik. Þær voru með sex stiga forystu eftir þriðja leikhlutann en Snæfell náði að jafna leikinn sem endaði 63-63 og þurfti því að framlengja. Eftir eina framlengingu var enn jafnt 74-74. Þegar mest á reyndi í lok seinni framlengingarinnar náðu Blikarnir ekki að koma boltanum í körfuna, leik lauk með 80-93 sigri Snæfells. Kristen McCarthy setti 34 stig fyrir Snæfell og Angelika Kowalska 17. Hjá Blikum var Bryndís Hanna Hreinsdóttir atkvæðamest með 21 stig. Valur, sem lék til úrslita í vor, vann tuttugu stiga sigur á Skallagrímskonum í Origohöllinni á Hlíðarenda. Gestirnir úr Borgarnesi voru yfir eftir fyrsta leikhluta og leiddu í hálfleik 29-33. Í seinni hálfleik náðu Valskonur fljótlega að jafna, þær skelltu í lás í vörninni og skoraði Skallagrímur aðeins níu stig í þriðja leikhluta. Lokatölur urðu 71-51.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum