„Maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2018 15:15 Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. Þetta segir Geir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í tilefni þess að tíu áru eru frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu. Þegar Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir var það í fyrsta sinn í réttarsögu Íslands sem lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru virkjuð og mál var höfðað af Alþingi vegna embættisfærslna ráðherra. Geir var „sýknaður af alvarlegustu brotunum, sem hann var borinn sökum um“ eins og segir orðrétt í dómi Landsdóms sem var kveðinn upp 23. apríl 2012. Hann var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna en sýknaður af öllu öðru. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins og þar með talin málsvarnarlaun Geirs. „Ég tel, burtséð frá sjálfum mér, að það hafi verið mikil mistök að ætla að gera upp hrunið með því að fara í sakamál við forsætisráðherra eða aðra ráðherra. Það voru miklu betri leiðir. Pólitískt sakamál þar sem ákærandinn eru pólitískir andstæðinar þínir á þingi kann ekki góðri lukku að stýra. En fyrst málið fór í þennan farveg þá get ég ekki verið annað en ánægður með að ég var sýknaður af öllum ákæruatriðum sem snertu aðdragandann að hruninu. Það má auðvitað segja og ég segi það fullum fetum að Landsdómur sýknaði mig af þeim vanrækslusökum sem á mig voru bornar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það sem ég var síðan sakfelldur fyrir, minniháttar atriði að því er dómurinn segir sjálfur, var ekki atriði sem var í rannsóknarskýrslunni. Þetta var eitthvað sem nefndin í þinginu kom með og lagði til. Þetta gat ekki verið stórmál. Aðalatriðið er það að það átti ekki að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli með því að höfða refsimál. Það var krafist refsingar og fangelsis yfir mér en ég vann málið,“ segir Geir. Hefurðu fyrirgefið þessum stjórnmálamönnum sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur þér? „Margir þeirra, eða sumir þeirra skulum við segja, hafa rætt við mig, haft samband við mig að fyrra bragði og lýst vonbrigðum sínum með að hafa tekið þátt í þessu og beðið mig hreinlega afsökunar. Aðrir hafa viljað gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég tek fullt mark á því. Að vísu eru ekkert allir sem hafa gert það en ég ætla ekkert að elta ólar við þetta og ætla ekkert að erfa þetta við fólk þangað til ég fer í gröfina.“Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði með ákærunni. Hefur hún rætt þetta við þig? „Nei, hún hefur nú ekki gert það en kannski kemur að því. Ég var alltaf í góðu sambandi við hana og met hana mikils sem stjórnmálamann. Og tel að þetta fari vel af stað í núverandi ríkisstjórn,“ segir Geir. Hann segist hafa sett málið fyrir aftan sig. „Nú eru komin sex ár síðan dómurinn féll og maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi. Ég ætla ekki að gera það.“Sjá viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. Þetta segir Geir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í tilefni þess að tíu áru eru frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu. Þegar Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir var það í fyrsta sinn í réttarsögu Íslands sem lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru virkjuð og mál var höfðað af Alþingi vegna embættisfærslna ráðherra. Geir var „sýknaður af alvarlegustu brotunum, sem hann var borinn sökum um“ eins og segir orðrétt í dómi Landsdóms sem var kveðinn upp 23. apríl 2012. Hann var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna en sýknaður af öllu öðru. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins og þar með talin málsvarnarlaun Geirs. „Ég tel, burtséð frá sjálfum mér, að það hafi verið mikil mistök að ætla að gera upp hrunið með því að fara í sakamál við forsætisráðherra eða aðra ráðherra. Það voru miklu betri leiðir. Pólitískt sakamál þar sem ákærandinn eru pólitískir andstæðinar þínir á þingi kann ekki góðri lukku að stýra. En fyrst málið fór í þennan farveg þá get ég ekki verið annað en ánægður með að ég var sýknaður af öllum ákæruatriðum sem snertu aðdragandann að hruninu. Það má auðvitað segja og ég segi það fullum fetum að Landsdómur sýknaði mig af þeim vanrækslusökum sem á mig voru bornar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það sem ég var síðan sakfelldur fyrir, minniháttar atriði að því er dómurinn segir sjálfur, var ekki atriði sem var í rannsóknarskýrslunni. Þetta var eitthvað sem nefndin í þinginu kom með og lagði til. Þetta gat ekki verið stórmál. Aðalatriðið er það að það átti ekki að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli með því að höfða refsimál. Það var krafist refsingar og fangelsis yfir mér en ég vann málið,“ segir Geir. Hefurðu fyrirgefið þessum stjórnmálamönnum sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur þér? „Margir þeirra, eða sumir þeirra skulum við segja, hafa rætt við mig, haft samband við mig að fyrra bragði og lýst vonbrigðum sínum með að hafa tekið þátt í þessu og beðið mig hreinlega afsökunar. Aðrir hafa viljað gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég tek fullt mark á því. Að vísu eru ekkert allir sem hafa gert það en ég ætla ekkert að elta ólar við þetta og ætla ekkert að erfa þetta við fólk þangað til ég fer í gröfina.“Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði með ákærunni. Hefur hún rætt þetta við þig? „Nei, hún hefur nú ekki gert það en kannski kemur að því. Ég var alltaf í góðu sambandi við hana og met hana mikils sem stjórnmálamann. Og tel að þetta fari vel af stað í núverandi ríkisstjórn,“ segir Geir. Hann segist hafa sett málið fyrir aftan sig. „Nú eru komin sex ár síðan dómurinn féll og maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi. Ég ætla ekki að gera það.“Sjá viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira