Fótbolti

Enginn Jón Daði en Albert og Jón Dagur fá sæti í landsliðshópnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hópurinn sem mætir Frakklandi og Sviss
Hópurinn sem mætir Frakklandi og Sviss mynd/ksí
Eric Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag hópinn sem að mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra 11. október og Sviss mánudaginn 15. október á Laugardalsvelli. Þetta verður þriðji leikur liðsins í Þjóðadeildinni en fyrstu tveir töpuðust illa gegn Sviss úti og Belgíu heima.

Jón Dagur Þorsteinsson er nýliði í hópnum en hann hefur farið vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni og skoraði meðal annars glæsimark gegn FCK á dögunum. Albert Guðmundsson kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa verið fjarverandi í síðasta hóp.

Jón Daði Böðvarsson er frá vegna meiðsla en hann meiddist á kálfa í upphitun í síðasta leik Reading í ensku B-deildinni þar sem að hann hefur raðað inn mörkunum að undanförnu. Viðar Örn Kjartansson heldur sæti sínu en Björg Bergmann Sigurðarson dettur út. 

Þá kemur Ögmundur Kristinsson aftur inn í hópinn á kostnað Frederik Schram.

Hópurinn sem mætir Frakklandi og Sviss:

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson, Qarabag

Rúnar Alex Rúnarsson, Dijon

Ögmundur Kristinsson, Larissa

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson, Valur

Ragnar Sigurðsson, Rostov

Kári Árnason, Gençlerbirliği

Ari Freyr Skúlason, Lokeren

Sverrir Ingi Ingason, Rostov

Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva

Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar

Hólmar Örn Eyjólfsson, Levski Sofia

Miðjumenn:

Gyfi Þór Sigurðsson, Everton

Emil Hallfreðsson, Frosinone

Birkir Bjarnason, Aston Villa

Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley

Arnór Ingvi Traustason, Malmö

Rúrik Gíslason, Sandhausen

Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper

Guðlaugur Victor Pálsson, FC Zurich

Sóknarmenn:

Jón Dagur Þorsteinsson, Vendsyssel

Kolbeinn Sigþórsson, Nantes

Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar

Alfreð Finnbogason, Augsburg

Viðar Örn Kjartansson, Rostov




Fleiri fréttir

Sjá meira


×