Innlent

Sendiherrastóllinn í Washington að losna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Geir H. Haarde tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans.
Geir H. Haarde tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, lætur af embætti sendiherra Íslands í Washington DC þann 1. júlí á næsta ári. RÚV greinir frá og segir að starfsmönnum í sendiráðinu hafi verið tilkynnt þetta í morgun. Geir mun setjast í stjórn Alþjóðabankans.

Geir var skipaður sendiherra vestan hafs árið 2014 af Gunnari Braga Sveinssyni, þáverandi utanríkisráðherra, og tók skipunin gildi þann 1. janúar 2015. Geir tók við embættinu af Guðmundi árna Stefánssyni sem gengdi stöðunni í fjögur ár.

Geir H. Haarde var forsætisráðherra þegar bankarnir féllu haustið 2008. Hann fór yfir hrunið í viðtali við Þorbjörn Þórðarsonar á dögunum.


Tengdar fréttir

Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður

Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar.

Geir H. Haarde skipaður sendiherra

Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×