Dauðinn í apótekinu Stefán Pálsson skrifar 6. október 2018 13:15 Gervilimir sem útbúnir voru fyrir eitt þýsku Contergan-barnanna. Í dægurlaginu We Didn’t Start the Fire frá árinu 1989 stiklar laga- og textahöfundurinn Billy Joel á stóru í mannkynssögunni frá fæðingarári sínu 1949. Á rúmum fjórum mínútum ryður Joel út úr sér 100 mannanöfnum, örnefnum eða kunnum atburðum sem hann telur einkennandi fyrir tímabilið. Flest nöfnin eru alþekkt enn í dag: Einstein, Truman, James Dean og Marilyn Monroe falla til dæmis í þann flokk. Söguáhugafólk kannast sömuleiðis við stjórnmálaleiðtoga úr þriðja heiminum, nöfn átakasvæða og helstu orrustur Víetnamstríðsins. Minnisstæðar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir fá sinn sess, en svo eru það atburðirnir sem fallið hafa í gleymskunnar dá eða kalla á upprifjun. Þannig vísa orðin „Edsel is a no-go“ (sem er látið haganlega ríma við Belgians in Congo) til hinnar misheppnuðu bifreiðategundar Ford Edsel frá árinu 1959. „Children of thalidomide“ er önnur torræð vísun. Hún er einmitt viðfangsefni þessa pistils. Thalidomide er fræðiheiti á efnasambandi sem markaðssett hefur verið undir mörgum ólíkum nöfnum í gegnum tíðina eftir að farið var að nýta það sem lyf. Saga þess er kolsvört og má segja að hneykslismálið sem varð Billy Joel að yrkisefni hafi orðið til þess að breyta hinum alþjóðlega lyfjamarkaði varanlega. Í Þýskalandi er talað um Contergan-hneykslið, en undir því nafni var lyfið selt þar í landi. Upphaf þessarar sögu má rekja til hernáms Bandamanna í Þýskalandi í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Stjórnendur hernámsliðsins settu strangar reglur um ýmsa þætti þýsks samfélags, ekki hvað síst varðandi það hvaða varning þýskum iðnfyrirtækjum væri heimilað að framleiða. Meðal þess sem rataði á bannlistann voru fúkkalyf, sem leiddi til alvarlegs skorts á þessum mikilvægu lyfjum í stríðshrjáðu landinu. Þessi lyfjaskortur með tilheyrandi svartamarkaðsbraski varð síðar hluti af söguþræði hinnar minnisstæðu kvikmyndar Þriðji maðurinn eftir sögu Grahams Greene með Orson Welles í lykilhlutverki. Að lokum fengust sigurvegarar stríðsins til að leyfa Þjóðverjum að framleiða fúkkalyf. Lítil verksmiðja, Chemie Grünenthal, sem einkum hafði búið til sápur og ilmvötn, reið á vaðið og viðskiptin blómstruðu. Grünenthal-fyrirtækið lét sápugerðina lönd og leið og sneri sér alfarið að lyfjaframleiðslu. Í fyrstu lét það nægja að framleiða lyf eftir einkaleyfum annarra, en fljótlega hófst þróun á nýjum lyfjum. Stjórnendur fyrirtækisins lögðu sérstaka áherslu á að þróa megrunarlyf, sem talin voru mjög söluvænleg. Þær rannsóknir leiddu þó lyfjafræðinga Grünenthal skjótt inn á allt aðrar brautir. Fundin gullgæs Á árinu 1953 veittu vísindamenn fyrirtækisins athygli efninu sem síðar hlaut heitið thalidomide. Grunaði þá þegar að það gæti komið að gagni sem róandi lyf, bæði sem svefnlyf og til að slá á vanlíðan og ógleði. Tveimur árum síðar hófust þeir handa við að gera tilraunir á dýrum, sem einkum fólust í að gefa tilraunadýrunum skammta af efninu og kanna hvort þau dræpust. Fyrstu niðurstöður bentu til þess að jafnvel í mjög stórum skömmtum væri thalidomide ekki banvænt. Túlkun fyrirtækisins á þessum takmörkuðu rannsóknarniðurstöðum var glannaleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Því var slegið föstu að efnið væri með öllu skaðlaust og þá ekki aðeins tilraunadýrum heldur einnig mönnum, þótt sáralitlar slíkar rannsóknir hefðu farið fram. Í októbermánuði 1957 var lyfið sett á markað undir heitinu Contergan, sem fyrr segir. Fyrirtækið hafði tryggt sér söluleyfi í fjölda landa, auk þess sem framleiðsluleyfi voru seld til fyrirtækja víða um lönd. Jafnframt var ráðist í stórfellda auglýsingaherferð í fjölda fagtímarita og bréf send til 200 þúsund lækna með upplýsingum um lyfið nýja. Í kynningarefninu var sérstaklega lögð áhersla á hversu öruggt lyfið væri og laust við allar hliðarverkanir. Til að auka trúverðugleika þeirra staðhæfinga voru birt ummæli og rannsóknarniðurstöður ýmissa sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna. Í mörgum tilvikum var þó aðeins hið jákvæðasta í umsögnunum valið úr en varnöglum og fyrirvörum sleppt. Markaðurinn tók hinu nýja lyfi fagnandi. Í Vestur-Þýskalandi var Contergan ekki lyfseðilsskylt og jók það vinsældir þess enn frekar. Það var selt við hvers kyns kvillum, vanlíðan og svefnleysi. Einkum var því þó haldið að þunguðum konum, þar sem lyfið var talið vinna gegn morgunógleði. Stjórnendur lyfjafyrirtækisins höfðu ástæðu til að kætast. Pantanirnar streymdu inn og peningarnir sömuleiðis. En fljótlega mátti líka sjá fyrstu óveðursskýin við sjónarrönd. Fyrirtækinu tóku að berast fyrirspurnir frá sérfræðingum sem óskuðu eftir staðfestingu á fullyrðingum um skaðleysi lyfsins, þar á meðal frá finnskum yfirvöldum sem spurðu hvort öruggt væri að efnið gæti ekki borist í fóstur í móðurkviði. Í Austur-Þýskalandi neituðu heilbrigðisyfirvöld að samþykkja sölu á Contergan, en auðvelt var að afskrifa þá ákvörðun sem öfund kommúnistastjórnarinnar í garð nágranna sinna. Hörmulegar afleiðingar Enn alvarlegra áhyggjuefni voru þó bréf sem tóku að berast frá læknum sem lýstu ýmiss konar hliðarverkunum af notkun lyfsins, einkum í stórum skömmtum. Voru vísbendingar um að Contergan gæti valdið taugabólgu og jafnvel óafturkræfum taugaskemmdum. Síðar, þegar farið var í gegnum gögn fyrirtækisins kom í ljós að viðbrögðin voru einatt á sömu leið: ábendingunum var svarað með því að engar aðrar kvartanir hefðu borist vegna lyfsins. Áhyggjuröddunum var meðal annars vísað á bug með þeim rökum að læknar væru skiljanlega með horn í síðu lyfs sem almenningur gæti keypt í lausasölu og læknastéttin missti því spón úr aski sínum. Innan fyrirtækisins var þó farið að ræða á laun um hvort ástæða væri til að breyta auglýsingum lyfsins á einhvern hátt, vegna vísbendinganna um hættuna á taugabólgu. Það var þó ekki fyrr en langt var liðið á árið 1958 að skelfilegustu afleiðingar Contergan tóku að birtast. Börnum með alvarlega fæðingargalla tók að fjölga gríðarlega. Um var ræða börn með afmyndaða útlimi eða sem vantaði hreinlega hendur og fætur. Augnskaðar voru algengir, sem og ýmiss konar skemmdir á innri líffærum. Meira en helmingur barnanna dó skömmu eftir fæðingu. Fæðingargallar af þessu tagi voru vissulega ekki óþekkt fyrirbæri, en nú urðu þeir tíðari en nokkur dæmi voru um. Á fáeinum misserum fæddust á bilinu fimm til sjö þúsund börn með fæðingargalla sem raktir hafa verið til lyfsins í Vestur-Þýskalandi. Erfitt er að skilja hvers vegna faraldur af þessari stærðargráðu vakti ekki samstundis athygli heilbrigðisyfirvalda og hafa sagnfræðingar leitað á því skýringa. Bent hefur verið á að umsjón með málaflokknum hafi að mestu verið í höndum héraðsstjórna og stjórnvöld í Bonn því skort yfirsýn. Til marks um það var sjálfstætt heilbrigðisráðuneyti ekki stofnað á vegum sambandsstjórnarinnar fyrr en rétt um það leyti sem Contergan-hneysklið kom upp. Önnur skýring hefur verið nefnd til sögunnar, en hún er sú að ódæðisverk nasista hafi enn hvílt á þýskum læknum eins og mara. Mannkynbótastefna nasista gekk meðal annars út á að skrá fólk sem talið var erfðafræðilega ófullkomið og sem hindra ætti í að auka kyn sitt. Í ljósi þeirrar fortíðar hafi heilbrigðisfólk veigrað sér við því að skrá fæðingargalla nýbura eða vekja athygli á tíðni þeirra. Með tímanum hlutu grunsemdir þó að vakna, jafnt hjá sérfræðingum og almenningi, um að eitthvað skrítið væri á seyði. Frásögnum af alvarlega vansköpuðum börnum fjölgaði, sem leiddi til þess að enn fleiri stigu fram og höfðu sömu sögu að segja. Upp komast svik … Fyrstu tilgátur voru á þá leið að um væri að kenna kjarnorkuvopnatilraunum risaveldanna, sem kepptust um þær mundir við að þróa vopn sín með sprengingum í andrúmsloftinu. Áhyggjur af skaðlegum áhrifum þess á heilsu fólks fóru vaxandi og samþykkti þýska þingið í tvígang að láta rannsaka hvort samhengi kynni að vera á milli tilraunanna og fæðingargalla. Á sama tíma í Ástralíu hafði fæðingarlæknirinn William McBride veitt athygli grunsamlegri fjölgun alvarlegra fæðingargalla. Líkt og hjá starfsbræðrum hans í Vestur-Þýskalandi beindust grunsemdir McBrides í fyrstu að kjarnorkuiðnaðinum. Fljótlega áttaði hann sig þó á að mæður barnanna sem um ræddi áttu það sameiginlegt að hafa notað Contergan á fyrstu stigum meðgöngu. McBride varð fyrstur lækna til að benda opinberlega á þessi tengsl árið 1961 og öðlaðist hann mikla frægð fyrir. Uppgötvun hans var lengi hampað sem stórafreki af ástralska vísindasamfélaginu, en eftir að McBride dróst sjálfur inn í lyfjahneyksli nokkrum árum síðar var nafn hans snyrtilega máð úr sögubókum. Ábendingar McBrides og fleiri aðila urðu til þess að Contergan var tekið úr sölu á árinu 1961. Við tóku margra ára réttarhöld þar sem stjórnendur lyfjafyrirtækisins voru sakaðir um falsanir og yfirhylmingu. Áður en dómur féll höfðu vesturþýsk stjórnvöld frumkvæði að sáttargjörð, þar sem fórnarlömbum lyfsins voru tryggðar bætur sem að miklu leyti komu úr ríkissjóði. Enginn þurfti að dúsa í fangelsi vegna afbrotanna og Grünenthal hélt áfram rekstri eins og ekkert hefði í skorist. Margir áratugir liðu áður en fyrirtækið fékkst til að biðjast afsökunar á gjörðum sínum. Þótti mörgum sú afsökunarbeiðni koma alltof seint og ekki ganga nógu langt. Harmleikurinn varð þó til þess að eftirlit með lyfjaiðnaðinum og nýjum lyfjum á markaði var hert til mikilla muna. Saga til næsta bæjar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Í dægurlaginu We Didn’t Start the Fire frá árinu 1989 stiklar laga- og textahöfundurinn Billy Joel á stóru í mannkynssögunni frá fæðingarári sínu 1949. Á rúmum fjórum mínútum ryður Joel út úr sér 100 mannanöfnum, örnefnum eða kunnum atburðum sem hann telur einkennandi fyrir tímabilið. Flest nöfnin eru alþekkt enn í dag: Einstein, Truman, James Dean og Marilyn Monroe falla til dæmis í þann flokk. Söguáhugafólk kannast sömuleiðis við stjórnmálaleiðtoga úr þriðja heiminum, nöfn átakasvæða og helstu orrustur Víetnamstríðsins. Minnisstæðar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir fá sinn sess, en svo eru það atburðirnir sem fallið hafa í gleymskunnar dá eða kalla á upprifjun. Þannig vísa orðin „Edsel is a no-go“ (sem er látið haganlega ríma við Belgians in Congo) til hinnar misheppnuðu bifreiðategundar Ford Edsel frá árinu 1959. „Children of thalidomide“ er önnur torræð vísun. Hún er einmitt viðfangsefni þessa pistils. Thalidomide er fræðiheiti á efnasambandi sem markaðssett hefur verið undir mörgum ólíkum nöfnum í gegnum tíðina eftir að farið var að nýta það sem lyf. Saga þess er kolsvört og má segja að hneykslismálið sem varð Billy Joel að yrkisefni hafi orðið til þess að breyta hinum alþjóðlega lyfjamarkaði varanlega. Í Þýskalandi er talað um Contergan-hneykslið, en undir því nafni var lyfið selt þar í landi. Upphaf þessarar sögu má rekja til hernáms Bandamanna í Þýskalandi í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Stjórnendur hernámsliðsins settu strangar reglur um ýmsa þætti þýsks samfélags, ekki hvað síst varðandi það hvaða varning þýskum iðnfyrirtækjum væri heimilað að framleiða. Meðal þess sem rataði á bannlistann voru fúkkalyf, sem leiddi til alvarlegs skorts á þessum mikilvægu lyfjum í stríðshrjáðu landinu. Þessi lyfjaskortur með tilheyrandi svartamarkaðsbraski varð síðar hluti af söguþræði hinnar minnisstæðu kvikmyndar Þriðji maðurinn eftir sögu Grahams Greene með Orson Welles í lykilhlutverki. Að lokum fengust sigurvegarar stríðsins til að leyfa Þjóðverjum að framleiða fúkkalyf. Lítil verksmiðja, Chemie Grünenthal, sem einkum hafði búið til sápur og ilmvötn, reið á vaðið og viðskiptin blómstruðu. Grünenthal-fyrirtækið lét sápugerðina lönd og leið og sneri sér alfarið að lyfjaframleiðslu. Í fyrstu lét það nægja að framleiða lyf eftir einkaleyfum annarra, en fljótlega hófst þróun á nýjum lyfjum. Stjórnendur fyrirtækisins lögðu sérstaka áherslu á að þróa megrunarlyf, sem talin voru mjög söluvænleg. Þær rannsóknir leiddu þó lyfjafræðinga Grünenthal skjótt inn á allt aðrar brautir. Fundin gullgæs Á árinu 1953 veittu vísindamenn fyrirtækisins athygli efninu sem síðar hlaut heitið thalidomide. Grunaði þá þegar að það gæti komið að gagni sem róandi lyf, bæði sem svefnlyf og til að slá á vanlíðan og ógleði. Tveimur árum síðar hófust þeir handa við að gera tilraunir á dýrum, sem einkum fólust í að gefa tilraunadýrunum skammta af efninu og kanna hvort þau dræpust. Fyrstu niðurstöður bentu til þess að jafnvel í mjög stórum skömmtum væri thalidomide ekki banvænt. Túlkun fyrirtækisins á þessum takmörkuðu rannsóknarniðurstöðum var glannaleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Því var slegið föstu að efnið væri með öllu skaðlaust og þá ekki aðeins tilraunadýrum heldur einnig mönnum, þótt sáralitlar slíkar rannsóknir hefðu farið fram. Í októbermánuði 1957 var lyfið sett á markað undir heitinu Contergan, sem fyrr segir. Fyrirtækið hafði tryggt sér söluleyfi í fjölda landa, auk þess sem framleiðsluleyfi voru seld til fyrirtækja víða um lönd. Jafnframt var ráðist í stórfellda auglýsingaherferð í fjölda fagtímarita og bréf send til 200 þúsund lækna með upplýsingum um lyfið nýja. Í kynningarefninu var sérstaklega lögð áhersla á hversu öruggt lyfið væri og laust við allar hliðarverkanir. Til að auka trúverðugleika þeirra staðhæfinga voru birt ummæli og rannsóknarniðurstöður ýmissa sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna. Í mörgum tilvikum var þó aðeins hið jákvæðasta í umsögnunum valið úr en varnöglum og fyrirvörum sleppt. Markaðurinn tók hinu nýja lyfi fagnandi. Í Vestur-Þýskalandi var Contergan ekki lyfseðilsskylt og jók það vinsældir þess enn frekar. Það var selt við hvers kyns kvillum, vanlíðan og svefnleysi. Einkum var því þó haldið að þunguðum konum, þar sem lyfið var talið vinna gegn morgunógleði. Stjórnendur lyfjafyrirtækisins höfðu ástæðu til að kætast. Pantanirnar streymdu inn og peningarnir sömuleiðis. En fljótlega mátti líka sjá fyrstu óveðursskýin við sjónarrönd. Fyrirtækinu tóku að berast fyrirspurnir frá sérfræðingum sem óskuðu eftir staðfestingu á fullyrðingum um skaðleysi lyfsins, þar á meðal frá finnskum yfirvöldum sem spurðu hvort öruggt væri að efnið gæti ekki borist í fóstur í móðurkviði. Í Austur-Þýskalandi neituðu heilbrigðisyfirvöld að samþykkja sölu á Contergan, en auðvelt var að afskrifa þá ákvörðun sem öfund kommúnistastjórnarinnar í garð nágranna sinna. Hörmulegar afleiðingar Enn alvarlegra áhyggjuefni voru þó bréf sem tóku að berast frá læknum sem lýstu ýmiss konar hliðarverkunum af notkun lyfsins, einkum í stórum skömmtum. Voru vísbendingar um að Contergan gæti valdið taugabólgu og jafnvel óafturkræfum taugaskemmdum. Síðar, þegar farið var í gegnum gögn fyrirtækisins kom í ljós að viðbrögðin voru einatt á sömu leið: ábendingunum var svarað með því að engar aðrar kvartanir hefðu borist vegna lyfsins. Áhyggjuröddunum var meðal annars vísað á bug með þeim rökum að læknar væru skiljanlega með horn í síðu lyfs sem almenningur gæti keypt í lausasölu og læknastéttin missti því spón úr aski sínum. Innan fyrirtækisins var þó farið að ræða á laun um hvort ástæða væri til að breyta auglýsingum lyfsins á einhvern hátt, vegna vísbendinganna um hættuna á taugabólgu. Það var þó ekki fyrr en langt var liðið á árið 1958 að skelfilegustu afleiðingar Contergan tóku að birtast. Börnum með alvarlega fæðingargalla tók að fjölga gríðarlega. Um var ræða börn með afmyndaða útlimi eða sem vantaði hreinlega hendur og fætur. Augnskaðar voru algengir, sem og ýmiss konar skemmdir á innri líffærum. Meira en helmingur barnanna dó skömmu eftir fæðingu. Fæðingargallar af þessu tagi voru vissulega ekki óþekkt fyrirbæri, en nú urðu þeir tíðari en nokkur dæmi voru um. Á fáeinum misserum fæddust á bilinu fimm til sjö þúsund börn með fæðingargalla sem raktir hafa verið til lyfsins í Vestur-Þýskalandi. Erfitt er að skilja hvers vegna faraldur af þessari stærðargráðu vakti ekki samstundis athygli heilbrigðisyfirvalda og hafa sagnfræðingar leitað á því skýringa. Bent hefur verið á að umsjón með málaflokknum hafi að mestu verið í höndum héraðsstjórna og stjórnvöld í Bonn því skort yfirsýn. Til marks um það var sjálfstætt heilbrigðisráðuneyti ekki stofnað á vegum sambandsstjórnarinnar fyrr en rétt um það leyti sem Contergan-hneysklið kom upp. Önnur skýring hefur verið nefnd til sögunnar, en hún er sú að ódæðisverk nasista hafi enn hvílt á þýskum læknum eins og mara. Mannkynbótastefna nasista gekk meðal annars út á að skrá fólk sem talið var erfðafræðilega ófullkomið og sem hindra ætti í að auka kyn sitt. Í ljósi þeirrar fortíðar hafi heilbrigðisfólk veigrað sér við því að skrá fæðingargalla nýbura eða vekja athygli á tíðni þeirra. Með tímanum hlutu grunsemdir þó að vakna, jafnt hjá sérfræðingum og almenningi, um að eitthvað skrítið væri á seyði. Frásögnum af alvarlega vansköpuðum börnum fjölgaði, sem leiddi til þess að enn fleiri stigu fram og höfðu sömu sögu að segja. Upp komast svik … Fyrstu tilgátur voru á þá leið að um væri að kenna kjarnorkuvopnatilraunum risaveldanna, sem kepptust um þær mundir við að þróa vopn sín með sprengingum í andrúmsloftinu. Áhyggjur af skaðlegum áhrifum þess á heilsu fólks fóru vaxandi og samþykkti þýska þingið í tvígang að láta rannsaka hvort samhengi kynni að vera á milli tilraunanna og fæðingargalla. Á sama tíma í Ástralíu hafði fæðingarlæknirinn William McBride veitt athygli grunsamlegri fjölgun alvarlegra fæðingargalla. Líkt og hjá starfsbræðrum hans í Vestur-Þýskalandi beindust grunsemdir McBrides í fyrstu að kjarnorkuiðnaðinum. Fljótlega áttaði hann sig þó á að mæður barnanna sem um ræddi áttu það sameiginlegt að hafa notað Contergan á fyrstu stigum meðgöngu. McBride varð fyrstur lækna til að benda opinberlega á þessi tengsl árið 1961 og öðlaðist hann mikla frægð fyrir. Uppgötvun hans var lengi hampað sem stórafreki af ástralska vísindasamfélaginu, en eftir að McBride dróst sjálfur inn í lyfjahneyksli nokkrum árum síðar var nafn hans snyrtilega máð úr sögubókum. Ábendingar McBrides og fleiri aðila urðu til þess að Contergan var tekið úr sölu á árinu 1961. Við tóku margra ára réttarhöld þar sem stjórnendur lyfjafyrirtækisins voru sakaðir um falsanir og yfirhylmingu. Áður en dómur féll höfðu vesturþýsk stjórnvöld frumkvæði að sáttargjörð, þar sem fórnarlömbum lyfsins voru tryggðar bætur sem að miklu leyti komu úr ríkissjóði. Enginn þurfti að dúsa í fangelsi vegna afbrotanna og Grünenthal hélt áfram rekstri eins og ekkert hefði í skorist. Margir áratugir liðu áður en fyrirtækið fékkst til að biðjast afsökunar á gjörðum sínum. Þótti mörgum sú afsökunarbeiðni koma alltof seint og ekki ganga nógu langt. Harmleikurinn varð þó til þess að eftirlit með lyfjaiðnaðinum og nýjum lyfjum á markaði var hert til mikilla muna.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira