Telja alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2018 23:37 Sérfræðingar hjá stærstu hugveitum Bandaríkjanna á sviði efnahagsmála telja aðra alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð. Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla og höfundur nýrrar bókar um kreppuna tekur undir þetta. Í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni eru margir fræðimenn við ýmsar stofnanir að velta fyrir sér sömu spurningunni um þessar mundir.Er önnur alþjóðleg fjármálakreppa handan við hornið?„Það mun alltaf koma önnur fjármálakreppa. Sú skoðun að fjármálakreppa geti ekki orðið í þróuðum ríkjum og sú skoðun að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fáist aðeins við fjármálakreppu á nýjum mörkuðum í þróunarríkjum en ekki í þróuðum ríkjum er einfaldlega röng,“ segir Edwin M. Truman, hagfræðingur hjá Peterson Institute. Aðspurður hvort hann telji að við sjáum kreppu af þessari stærðargráðu á næstu árum svaraði hann því til að það sé ekki líklegt. „Nei, það tel ég ekki“.Edwin M. Truman segir að það sé ekki líklegt að við sjáum kreppu af þeirri stærðargráðu og við upplifðum fyrir áratug.vísir/gettyAðspurður hvort önnur alheimskreppa sé handan við hornið svarar Barry Bosworth, hagfræðingur hjá Brookings Institution: „Ekki á þessari stundu“.Efnahagur Evrópu of hægvirkur til að skapa stórar bólur Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í New York, segir að Efnahagur Evrópu sé of hægvirkur til að skapa stórar bólur en bætir við að aldrei megi útiloka möguleika á alheimskreppu.Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla segir efnahag Evrópu of hægvirkan til að skapa stórar bólur.Vísir/stöð 2„Líkja má kreppunni 2008 við hjartaáfall sem var næstum banvænt í gervöllu fjármálakerfi heimsins. Slíkt gerist mjög sjaldan og spurningin er sú hvort við verðum vör við þá tilteknu samsetningu einkenna sem ollu kreppunni 2008 einhvers staðar í heiminum núna? Þetta líkist vissulega ekki stöðunni árið 2008 í Evrópu og Bandaríkjunum. Efnahagur Evrópu er of hægvirkur til að skapa stórar bólur,“ segir Adam Tooze. „Ég tel að efnahagslíf heimsins sé í talsvert góðu jafnvægi og nokkuð öruggt á þessari stundu en við eigum ekki að útiloka þann möguleika að þetta geti gerst aftur og þá af annarri stærðargráðu,“ segir Barry Bosworth. Tíu ár frá hruni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sérfræðingar hjá stærstu hugveitum Bandaríkjanna á sviði efnahagsmála telja aðra alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð. Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla og höfundur nýrrar bókar um kreppuna tekur undir þetta. Í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni eru margir fræðimenn við ýmsar stofnanir að velta fyrir sér sömu spurningunni um þessar mundir.Er önnur alþjóðleg fjármálakreppa handan við hornið?„Það mun alltaf koma önnur fjármálakreppa. Sú skoðun að fjármálakreppa geti ekki orðið í þróuðum ríkjum og sú skoðun að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fáist aðeins við fjármálakreppu á nýjum mörkuðum í þróunarríkjum en ekki í þróuðum ríkjum er einfaldlega röng,“ segir Edwin M. Truman, hagfræðingur hjá Peterson Institute. Aðspurður hvort hann telji að við sjáum kreppu af þessari stærðargráðu á næstu árum svaraði hann því til að það sé ekki líklegt. „Nei, það tel ég ekki“.Edwin M. Truman segir að það sé ekki líklegt að við sjáum kreppu af þeirri stærðargráðu og við upplifðum fyrir áratug.vísir/gettyAðspurður hvort önnur alheimskreppa sé handan við hornið svarar Barry Bosworth, hagfræðingur hjá Brookings Institution: „Ekki á þessari stundu“.Efnahagur Evrópu of hægvirkur til að skapa stórar bólur Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í New York, segir að Efnahagur Evrópu sé of hægvirkur til að skapa stórar bólur en bætir við að aldrei megi útiloka möguleika á alheimskreppu.Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla segir efnahag Evrópu of hægvirkan til að skapa stórar bólur.Vísir/stöð 2„Líkja má kreppunni 2008 við hjartaáfall sem var næstum banvænt í gervöllu fjármálakerfi heimsins. Slíkt gerist mjög sjaldan og spurningin er sú hvort við verðum vör við þá tilteknu samsetningu einkenna sem ollu kreppunni 2008 einhvers staðar í heiminum núna? Þetta líkist vissulega ekki stöðunni árið 2008 í Evrópu og Bandaríkjunum. Efnahagur Evrópu er of hægvirkur til að skapa stórar bólur,“ segir Adam Tooze. „Ég tel að efnahagslíf heimsins sé í talsvert góðu jafnvægi og nokkuð öruggt á þessari stundu en við eigum ekki að útiloka þann möguleika að þetta geti gerst aftur og þá af annarri stærðargráðu,“ segir Barry Bosworth.
Tíu ár frá hruni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira