Vonandi ekki í síðasta skipti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2018 13:30 Friðrik Dór á sviðinu í Kaplakrika á laugardagskvöld. hlynur holm Það var ekki lítil spenna á meðal okkar vinkvennanna fyrir tónleika Friðriks Dórs Jónssonar, a.k.a. Frikka Dórs, sem fram fóru í Kaplakrika á laugardagskvöld. Það var reyndar tvísýnt fram á síðustu stundu hvort að ein okkar myndi komast en sem betur, hennar vegna, var hún mættust enda sannur aðdáandi okkar manns. Ég var sem sagt með miklar væntingar, kannski ekki síst vegna þess að fyrir rúmu ári fór ég nokkuð óvænt á tónleika Frikka í Hörpu sem voru geggjaðir. Tónleikarnir í Kaplakrika voru ekki síðri, og eiginlega betri, enda er íþróttahöll betra „venue“ fyrir poppstjörnu eins og Friðrik Dór. Þó að honum hafi tekist vel að keyra upp stemninguna í Hörpu þá var fjörið í hæstu hæðum í Hafnarfirðinum á laugardag. Uppsetningin á sviðinu í Krikanum var svipuð og í Hörpu og með Frikka sama hljómsveit og þá og sömu bakraddir en Ari Bragi Kárason, trompetleikari, var hljómsveitarstjórinn. Aðrir í hljómsveitinni voru Samúel J. Samúelsson, Björgvin Ragnar Hjálmarsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Andri Ólafsson, Reynir Snær Magnússon, Magnús Jóhann Ragnarsson og Benedikt Freyr Jónsson. Bakraddir voru skipaðar þeim Elísabetu Eyþórsdóttur, Regínu Ósk og Ásgeiri Orra.Ari Bragi Kárason, hér fyrir miðju, var hljómsveitarstjóri kvöldsins.HLYNUR HOLMKeyrt í gang með Blaz Roca Tónleikarnir byrjuðu á viðeigandi lagi, Keyrumettígang, sem Frikki söng um árið með Blaz Roca. Sá var auðvitað mættur sem sérstakur gestur sem svo sannarlega keyrði þetta í gang. Það var svo spilað á fullu tempói í 45 mínútur fyrir hlé þar sem nýrri lög á borð við Segir ekki neitt og Á sama tíma, á sama stað fengu að hljóma í bland við eldri lög eins og Leiðarlok og Hlið við hlið. Ef minnið bregst mér ekki stóð öll stúkan upp þegar það var talið í þann slagara og enginn settist niður fyrr en það kom hlé fjórum lögum síðar. Á sama tíma, á sama stað er þjóðhátíðarlagið 2018 sem Frikki söng með bróður sínum Jóni Jónssyni. Jón var að sjálfsögðu mættur í Krikann og tóku þeir þennan fallega bræðradúett saman við góðar undirtektir tónleikagesta.Á einlægum nótum Hléið var góður hálftími sem veitti ekki af í löngum röðum á klósettið og barinn en eftir hlé var hlaðið í tvö lög af plötunni Vélrænn, Að eilífu og Kveikjum nýjan eld. Frikki sagði frá því að fyrra lagið fjallaði um það þegar hann og eiginkona hans í dag, þáverandi kærasta, Lísa Hafliðadóttir, hættu saman í þrjá mánuði. Kveikjum nýjan eld fjallaði síðan um það þegar þau, jú, ákváðu að kveikja nýjan eld. Frikki og Lísa, sem giftu sig með pompi og prakt á Ítalíu í sumar, eignuðust litla stelpu árið 2013. Frikki samdi lag til hennar sem hann flutti á tónleikunum, einn og einlægur með kassagítarinn, sem var mjög fallegur flutningur. Hann tók svo líka Fyrir fáeinum sumrum einn á kassagítarinn en síðan var komið að smellinum Hringdí mig sem fékk stúkuna til að rísa aftur á fætur.Bríet sló í gegn og var vel fagnað í Krikanum.HLYNUR HOLMGamalt lag í nýjum búningi Í næsta lagi fékk Frikki söngkonuna Bríet með sér á sviðið en á dögunum endurútgaf hann lagið Hata að hafa þig ekki hér af Vélrænn, og er það nú dúett með þessari frábæru söngkonu. Það hreinlega geislaði af henni á sviðinu og hún söng eins og engill enda var henni fagnað vel af tónleikagestum, sem sumir hverjir blístruðu og klöppuðu fyrir henni meðan á flutningnum stóð. Síðan var komið að öðru þjóðhátíðarlagi Frikka, Ástin á sér stóð, sem hann tók upp á sínum tíma með Sverri Bergmann og Albatross. Sauðkrækingurinn var fjarri góðu gamni að þessu sinni en gesturinn í næsta lagi var ekki af verri endanum, rapparinn Herra Hnetusmjör.Leynigestur sem upplýst var um í beinni Fyrir tónleikana hafði ekkert verið gefið upp um gesti Frikka á tónleikunum, fyrr en Gísli Marteinn tók sig til í Vikunni á föstudagskvöldinu og upplýsti um það í beinni að Herra Hnetusmjör yrði allavega einn af þeim, en Frikki var gestur í þættinum. Gesturinn kom því ekki á óvart en það skipti svo sem engu máli. Þeir félagarnir trylltu Krikann með Labbilabb og síðan voru síðustu tvö lögin Dönsum eins og hálfvitar og Í síðasta skipti (nei, Herra Hnetusmjör var ekki með í þeim).Friðrik Dór er skemmtikraftur af guðs náð, það verður ekki tekið af honum.HLYNUR HOLMNína næstu kynslóðar Það var alveg frekar gaman að syngja hástöfum með þúsundum annarra aðdáenda Frikka Dórs hans elskaðasta lag, að öðrum ólöstuðum, eða eins og vinkona mín hafði á orði eftir tónleikana að þá er Í síðasta skipti eins og Nína næstu kynslóðar; það kunna það allir og ef þú ert í gítarpartýi þá er skylda að taka það. Við vinkonurnar vorum sammála um það að ef þeir bræður Frikki og Jón myndu ekki taka Heimaey þá yrðum við illa sviknar. Það var auðvitað uppklappslagið, eða eitt af þeim, því okkar maður átti einn gest í viðbót í pokahorninu, Steinda Jr.Jón Jónsson tók lagið tvisvar með bróður sínum á tónleikunum á laugardag.HLYNUR HOLMGeðveikt fínir sjomlar Frikki taldi í lagið Sjomleh sem blandaðist svo við lagið Geðveikt fínn gaur úr Steindanum okkar. Steindi tók síðan Til í allt með Frikka og var þá kominn með bindið um hausinn en hann mætti glerfínn (eða geðveikt fínn) í jakkafötum á sviðið. Það er bara ekki hægt að vera með bindi um hálsinn þegar það er svona mikið stuð! Í heildina litið voru tónleikarnir á laugardaginn frábærir. Ég saknaði reyndar tveggja laga á dagskránni, Fyrir hana og svo hefði ég viljað fá Emmsjé Gauta sem leynigest með lagið sem þeir Frikki tóku upp saman, Í kvöld. Friðrik Dór er kannski ekki besti söngvari sem Ísland hefur átt en hann kann auðvitað að syngja og það sem hann hefur masterað er að skemmta fólki með góðri tónlist og léttu glensi. Tónleikarnir í Krikanum báru yfirskriftina Í síðasta skipti, og voru jú síðustu tónleikar söngvarans á þrítugsaldri þar sem hann varð þrítugur í gær. Vonandi þýðir yfirskriftin ekki síðustu tónleikar Frikka Dórs, punktur. Hann er reyndar að flytja úr landi á næsta ári til að fara í nám í innanhúshönnun og við „true fans“ viljum kveðjutónleika, en ekki hvað? Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það var ekki lítil spenna á meðal okkar vinkvennanna fyrir tónleika Friðriks Dórs Jónssonar, a.k.a. Frikka Dórs, sem fram fóru í Kaplakrika á laugardagskvöld. Það var reyndar tvísýnt fram á síðustu stundu hvort að ein okkar myndi komast en sem betur, hennar vegna, var hún mættust enda sannur aðdáandi okkar manns. Ég var sem sagt með miklar væntingar, kannski ekki síst vegna þess að fyrir rúmu ári fór ég nokkuð óvænt á tónleika Frikka í Hörpu sem voru geggjaðir. Tónleikarnir í Kaplakrika voru ekki síðri, og eiginlega betri, enda er íþróttahöll betra „venue“ fyrir poppstjörnu eins og Friðrik Dór. Þó að honum hafi tekist vel að keyra upp stemninguna í Hörpu þá var fjörið í hæstu hæðum í Hafnarfirðinum á laugardag. Uppsetningin á sviðinu í Krikanum var svipuð og í Hörpu og með Frikka sama hljómsveit og þá og sömu bakraddir en Ari Bragi Kárason, trompetleikari, var hljómsveitarstjórinn. Aðrir í hljómsveitinni voru Samúel J. Samúelsson, Björgvin Ragnar Hjálmarsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Andri Ólafsson, Reynir Snær Magnússon, Magnús Jóhann Ragnarsson og Benedikt Freyr Jónsson. Bakraddir voru skipaðar þeim Elísabetu Eyþórsdóttur, Regínu Ósk og Ásgeiri Orra.Ari Bragi Kárason, hér fyrir miðju, var hljómsveitarstjóri kvöldsins.HLYNUR HOLMKeyrt í gang með Blaz Roca Tónleikarnir byrjuðu á viðeigandi lagi, Keyrumettígang, sem Frikki söng um árið með Blaz Roca. Sá var auðvitað mættur sem sérstakur gestur sem svo sannarlega keyrði þetta í gang. Það var svo spilað á fullu tempói í 45 mínútur fyrir hlé þar sem nýrri lög á borð við Segir ekki neitt og Á sama tíma, á sama stað fengu að hljóma í bland við eldri lög eins og Leiðarlok og Hlið við hlið. Ef minnið bregst mér ekki stóð öll stúkan upp þegar það var talið í þann slagara og enginn settist niður fyrr en það kom hlé fjórum lögum síðar. Á sama tíma, á sama stað er þjóðhátíðarlagið 2018 sem Frikki söng með bróður sínum Jóni Jónssyni. Jón var að sjálfsögðu mættur í Krikann og tóku þeir þennan fallega bræðradúett saman við góðar undirtektir tónleikagesta.Á einlægum nótum Hléið var góður hálftími sem veitti ekki af í löngum röðum á klósettið og barinn en eftir hlé var hlaðið í tvö lög af plötunni Vélrænn, Að eilífu og Kveikjum nýjan eld. Frikki sagði frá því að fyrra lagið fjallaði um það þegar hann og eiginkona hans í dag, þáverandi kærasta, Lísa Hafliðadóttir, hættu saman í þrjá mánuði. Kveikjum nýjan eld fjallaði síðan um það þegar þau, jú, ákváðu að kveikja nýjan eld. Frikki og Lísa, sem giftu sig með pompi og prakt á Ítalíu í sumar, eignuðust litla stelpu árið 2013. Frikki samdi lag til hennar sem hann flutti á tónleikunum, einn og einlægur með kassagítarinn, sem var mjög fallegur flutningur. Hann tók svo líka Fyrir fáeinum sumrum einn á kassagítarinn en síðan var komið að smellinum Hringdí mig sem fékk stúkuna til að rísa aftur á fætur.Bríet sló í gegn og var vel fagnað í Krikanum.HLYNUR HOLMGamalt lag í nýjum búningi Í næsta lagi fékk Frikki söngkonuna Bríet með sér á sviðið en á dögunum endurútgaf hann lagið Hata að hafa þig ekki hér af Vélrænn, og er það nú dúett með þessari frábæru söngkonu. Það hreinlega geislaði af henni á sviðinu og hún söng eins og engill enda var henni fagnað vel af tónleikagestum, sem sumir hverjir blístruðu og klöppuðu fyrir henni meðan á flutningnum stóð. Síðan var komið að öðru þjóðhátíðarlagi Frikka, Ástin á sér stóð, sem hann tók upp á sínum tíma með Sverri Bergmann og Albatross. Sauðkrækingurinn var fjarri góðu gamni að þessu sinni en gesturinn í næsta lagi var ekki af verri endanum, rapparinn Herra Hnetusmjör.Leynigestur sem upplýst var um í beinni Fyrir tónleikana hafði ekkert verið gefið upp um gesti Frikka á tónleikunum, fyrr en Gísli Marteinn tók sig til í Vikunni á föstudagskvöldinu og upplýsti um það í beinni að Herra Hnetusmjör yrði allavega einn af þeim, en Frikki var gestur í þættinum. Gesturinn kom því ekki á óvart en það skipti svo sem engu máli. Þeir félagarnir trylltu Krikann með Labbilabb og síðan voru síðustu tvö lögin Dönsum eins og hálfvitar og Í síðasta skipti (nei, Herra Hnetusmjör var ekki með í þeim).Friðrik Dór er skemmtikraftur af guðs náð, það verður ekki tekið af honum.HLYNUR HOLMNína næstu kynslóðar Það var alveg frekar gaman að syngja hástöfum með þúsundum annarra aðdáenda Frikka Dórs hans elskaðasta lag, að öðrum ólöstuðum, eða eins og vinkona mín hafði á orði eftir tónleikana að þá er Í síðasta skipti eins og Nína næstu kynslóðar; það kunna það allir og ef þú ert í gítarpartýi þá er skylda að taka það. Við vinkonurnar vorum sammála um það að ef þeir bræður Frikki og Jón myndu ekki taka Heimaey þá yrðum við illa sviknar. Það var auðvitað uppklappslagið, eða eitt af þeim, því okkar maður átti einn gest í viðbót í pokahorninu, Steinda Jr.Jón Jónsson tók lagið tvisvar með bróður sínum á tónleikunum á laugardag.HLYNUR HOLMGeðveikt fínir sjomlar Frikki taldi í lagið Sjomleh sem blandaðist svo við lagið Geðveikt fínn gaur úr Steindanum okkar. Steindi tók síðan Til í allt með Frikka og var þá kominn með bindið um hausinn en hann mætti glerfínn (eða geðveikt fínn) í jakkafötum á sviðið. Það er bara ekki hægt að vera með bindi um hálsinn þegar það er svona mikið stuð! Í heildina litið voru tónleikarnir á laugardaginn frábærir. Ég saknaði reyndar tveggja laga á dagskránni, Fyrir hana og svo hefði ég viljað fá Emmsjé Gauta sem leynigest með lagið sem þeir Frikki tóku upp saman, Í kvöld. Friðrik Dór er kannski ekki besti söngvari sem Ísland hefur átt en hann kann auðvitað að syngja og það sem hann hefur masterað er að skemmta fólki með góðri tónlist og léttu glensi. Tónleikarnir í Krikanum báru yfirskriftina Í síðasta skipti, og voru jú síðustu tónleikar söngvarans á þrítugsaldri þar sem hann varð þrítugur í gær. Vonandi þýðir yfirskriftin ekki síðustu tónleikar Frikka Dórs, punktur. Hann er reyndar að flytja úr landi á næsta ári til að fara í nám í innanhúshönnun og við „true fans“ viljum kveðjutónleika, en ekki hvað?
Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira