Einu sinni fyrir langa löngu … Þórlindur Kjartansson skrifar 21. september 2018 08:00 Þrátt fyrir hið botnlausa framboð afþreyingarefnis sem börnum stendur til boða, í gegnum síma, snjalltæki, tölvur og sjónvörp - þá er það víða ennþá svo að rödd Bessa Bjarnasonar, þar sem hann les gömul ævintýri (á Spotify), er ein áhrifaríkasta leiðin til þess að skapa kyrrð, ró, eftirtekt og eftirvæntingu meðal barna á öllum aldri. Bessi var auðvitað mikill listamaður og gat með sinni hljómfögru rödd og mátulegum galsa náð að fanga og halda athygli allra þeirra sem á hlýddu, hvort sem það voru börnin, pabbarnir—eða mömmurnar sem samt áttu víst að fá tækifæri til að sofa aðeins lengur á meðan Bessi snérist á plötuspilaranum.Sperrum eyru Að segja sögur; sannar, ýktar, lognar eða skáldaðar—mun hafa verið mikilvægur hluti af samskiptum milli mannfólks frá ómunatíð. Hæfileikinn til þess að binda röð af hugmyndum og staðreyndum saman í áhugaverða frásögn er mikilvægur eiginleiki mannskepnunnar, og þjónar nauðsynlegu hlutverki til þess að auðvelda okkur að skilja umheiminn og koma mikilvægum upplýsingum til skila milli kynslóða. Allt frá því við erum lítil börn erum við þjálfuð til að sperra eyrun, eins og hundur sem heyrir þrusk, þegar við heyrum orðin: „Einu sinni fyrir langa löngu …“ Sögurnar sem við segjum og heyrum breytast eftir því sem við eldumst og þroskumst. Það mætti þó segja að alla ævi getum við flokkað þær í grófum dráttum í tvennt. Annars vegar eru sögur afþreying og hins vegar geta þær talist til bókmennta. Þessi aðgreining á sér stað hvort sem um er að ræða sögur í bóka-, bíó-, sjónvarps- eða ljóðaformi; og þessi aðgreining á líka við óháð því hvort sögurnar eru ætlaðar börnum eða fullorðnum. Hvolpasveitin myndi til dæmis seint flokkast til bókmennta, þótt hún sé klárlega nær því heldur en Dóra landkönnuður. Aðgreiningin á milli afþreyingar og bókmennta á vitaskuld líka við um sögurnar sem fullorðnir lesa, hlusta á eða horfa á. Flestar njósna- og spennusögur eru nánast hreinræktuð afþreying, á meðan sumar sjónvarpsseríur eru í raun margbrotin bókmenntaverk (t.d. Breaking Bad).Bókmenntir og afþreying Í gegnum ævina kynnumst við ótalmörgum sögum og söguhetjum, sem eiga uppruna sinn annaðhvort í vel heppnaðri afþreyingu eða alvarlegri bókmenntum. Sumar þessar sögur verða okkur eftirminnilegri og hjartfólgnari en aðrar; og sumar stoppa stutt við í meðvitund okkar á meðan aðrar taka sér þar ævilanga bólfestu og fylgja okkur alla daga. Sumar sögur tilheyra tilfinningum á vissu æviskeiði en virka kjánalegar þegar reynt er að lesa þær síðar, aðrar eldast illa, sumar reyndust ekkert merkilegar þegar maður loksins hafði þroska til að kafa undir yfirborð þeirra, og upp úr mörgum þeirra vex maður einfaldlega. Það eru til góðar bækur og vondar bækur, vönduð og vel heppnuð afþreying, tilgerðarlegar fagurbókmenntir og allt þar á milli. Og við flokkum auðvitað bækur líka eftir því hvort þær eru ætlaðar börnum eða fullorðnum. En barnasögur skiptast fyrst og fremst í flokka eftir því hvort þær eru algjör afþreying eða geti talist bókmenntir. Og ef þær falla í síðari flokkinn, þá eru þær líka þess eðlis að fullorðnir geta notið þess að lesa þær alla tíð. Frábærar barnabækur eru í fyrsta lagi bókmenntir en í öðru lagi ætlaðar börnum. Barnasögur sem fjalla um ást, tryggð, svik, ótta, dauða, hefnd, fyrirgefningu, átök, eftirsjá, söknuð og þrá eru einmitt þær sem endast lengst í minningunni. Börnin (og við hin) lærum eitthvað um sjálf okkur þegar söguhetjurnar þurfa að glíma við það besta og versta í sjálfum sér, þar sem þær þurfa að vega og meta hvernig þær bregðast við hættu, missi, freistingum, sigrum og ósigrum, sorg og gleði—þá erum við samferða þeim og skoðum um leið okkur sjálf. Það er óþarfi að hlífa börnum of mikið við því hversu flókin blæbrigði mannlegra tilfinninga geta verið. Börn geta vel skilið að Ronja ræningjadóttir getur verið hugrökk og hrædd á sama tíma. Þau skilja líka að Matthías elskar dóttur sína þótt hann sé þrjóskur þurs og þykist ekki vilja tala við hana. Þau skilja líka að Ronja elskar pabba sinn þótt hún komist ekki hjá því að brjótast með offorsi úr kærleiksfangelsinu sem hann hafði byggt henni. Börnin skilja líka vel þá innri togstreitu sem Ronja glímir við þegar hún bjargar Birki Borkasyni, syni erkióvinar föður síns; og skilja þannig að stundum krefst það fórna að breyta rétt og standa með sjálfum sér—og að stundum getur verið stutt á milli skefjalausrar aðdáunar og fullkominnar fyrirlitningar. Allar þessar stóru spurningar eru flóknari, ástríðufyllri og erfiðari heldur en það sem er boðið upp á í prinsessu- og ofurhetjuafþreyingarsúpunni á Netflix. Og í gegnum þessar spurningar, ástríður og tilfinningar verðum við smám saman að þroskaðri manneskjum.Góðar sögur, góðar manneskjur Það er nefnilega engin vitleysa að það sé gott fyrir okkur að lesa góðar bækur og hlusta á góðar sögur. Það er meira að segja búið að rannsaka það, reikna það og sanna það í Excel-skjölum. Fólk sem les bókmenntir þroskar með sér hæfileika til þess að setja sig í spor annarra. Það skilur heiminn betur. Vísindin segja það. Þótt það sé gaman að sjá Súperman sigra Lex Luthor í þúsundasta skiptið þá eru það alvarlegu og margslungnu sögurnar, eins og Bróðir minn ljónshjarta, Litli prinsinn, Blái hnötturinn og Ronja ræningjadóttir—sem börn taka raunverulegu ástfóstri við. Og það er í gegnum þannig sögur sem við lærum og þroskumst. Góðar sögur eru vitaskuld ekki bara alvarlegar, heldur líka góð afþreying—og þær þurfa ekki allar að vera ódauðleg meistaraverk til þess að þær séu þess virði að lesa, sjá og horfa. En óneitanlega batnar veröldin ögn í hvert sinn sem einhver sér eða les söguna um Ronju ræningjadóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir hið botnlausa framboð afþreyingarefnis sem börnum stendur til boða, í gegnum síma, snjalltæki, tölvur og sjónvörp - þá er það víða ennþá svo að rödd Bessa Bjarnasonar, þar sem hann les gömul ævintýri (á Spotify), er ein áhrifaríkasta leiðin til þess að skapa kyrrð, ró, eftirtekt og eftirvæntingu meðal barna á öllum aldri. Bessi var auðvitað mikill listamaður og gat með sinni hljómfögru rödd og mátulegum galsa náð að fanga og halda athygli allra þeirra sem á hlýddu, hvort sem það voru börnin, pabbarnir—eða mömmurnar sem samt áttu víst að fá tækifæri til að sofa aðeins lengur á meðan Bessi snérist á plötuspilaranum.Sperrum eyru Að segja sögur; sannar, ýktar, lognar eða skáldaðar—mun hafa verið mikilvægur hluti af samskiptum milli mannfólks frá ómunatíð. Hæfileikinn til þess að binda röð af hugmyndum og staðreyndum saman í áhugaverða frásögn er mikilvægur eiginleiki mannskepnunnar, og þjónar nauðsynlegu hlutverki til þess að auðvelda okkur að skilja umheiminn og koma mikilvægum upplýsingum til skila milli kynslóða. Allt frá því við erum lítil börn erum við þjálfuð til að sperra eyrun, eins og hundur sem heyrir þrusk, þegar við heyrum orðin: „Einu sinni fyrir langa löngu …“ Sögurnar sem við segjum og heyrum breytast eftir því sem við eldumst og þroskumst. Það mætti þó segja að alla ævi getum við flokkað þær í grófum dráttum í tvennt. Annars vegar eru sögur afþreying og hins vegar geta þær talist til bókmennta. Þessi aðgreining á sér stað hvort sem um er að ræða sögur í bóka-, bíó-, sjónvarps- eða ljóðaformi; og þessi aðgreining á líka við óháð því hvort sögurnar eru ætlaðar börnum eða fullorðnum. Hvolpasveitin myndi til dæmis seint flokkast til bókmennta, þótt hún sé klárlega nær því heldur en Dóra landkönnuður. Aðgreiningin á milli afþreyingar og bókmennta á vitaskuld líka við um sögurnar sem fullorðnir lesa, hlusta á eða horfa á. Flestar njósna- og spennusögur eru nánast hreinræktuð afþreying, á meðan sumar sjónvarpsseríur eru í raun margbrotin bókmenntaverk (t.d. Breaking Bad).Bókmenntir og afþreying Í gegnum ævina kynnumst við ótalmörgum sögum og söguhetjum, sem eiga uppruna sinn annaðhvort í vel heppnaðri afþreyingu eða alvarlegri bókmenntum. Sumar þessar sögur verða okkur eftirminnilegri og hjartfólgnari en aðrar; og sumar stoppa stutt við í meðvitund okkar á meðan aðrar taka sér þar ævilanga bólfestu og fylgja okkur alla daga. Sumar sögur tilheyra tilfinningum á vissu æviskeiði en virka kjánalegar þegar reynt er að lesa þær síðar, aðrar eldast illa, sumar reyndust ekkert merkilegar þegar maður loksins hafði þroska til að kafa undir yfirborð þeirra, og upp úr mörgum þeirra vex maður einfaldlega. Það eru til góðar bækur og vondar bækur, vönduð og vel heppnuð afþreying, tilgerðarlegar fagurbókmenntir og allt þar á milli. Og við flokkum auðvitað bækur líka eftir því hvort þær eru ætlaðar börnum eða fullorðnum. En barnasögur skiptast fyrst og fremst í flokka eftir því hvort þær eru algjör afþreying eða geti talist bókmenntir. Og ef þær falla í síðari flokkinn, þá eru þær líka þess eðlis að fullorðnir geta notið þess að lesa þær alla tíð. Frábærar barnabækur eru í fyrsta lagi bókmenntir en í öðru lagi ætlaðar börnum. Barnasögur sem fjalla um ást, tryggð, svik, ótta, dauða, hefnd, fyrirgefningu, átök, eftirsjá, söknuð og þrá eru einmitt þær sem endast lengst í minningunni. Börnin (og við hin) lærum eitthvað um sjálf okkur þegar söguhetjurnar þurfa að glíma við það besta og versta í sjálfum sér, þar sem þær þurfa að vega og meta hvernig þær bregðast við hættu, missi, freistingum, sigrum og ósigrum, sorg og gleði—þá erum við samferða þeim og skoðum um leið okkur sjálf. Það er óþarfi að hlífa börnum of mikið við því hversu flókin blæbrigði mannlegra tilfinninga geta verið. Börn geta vel skilið að Ronja ræningjadóttir getur verið hugrökk og hrædd á sama tíma. Þau skilja líka að Matthías elskar dóttur sína þótt hann sé þrjóskur þurs og þykist ekki vilja tala við hana. Þau skilja líka að Ronja elskar pabba sinn þótt hún komist ekki hjá því að brjótast með offorsi úr kærleiksfangelsinu sem hann hafði byggt henni. Börnin skilja líka vel þá innri togstreitu sem Ronja glímir við þegar hún bjargar Birki Borkasyni, syni erkióvinar föður síns; og skilja þannig að stundum krefst það fórna að breyta rétt og standa með sjálfum sér—og að stundum getur verið stutt á milli skefjalausrar aðdáunar og fullkominnar fyrirlitningar. Allar þessar stóru spurningar eru flóknari, ástríðufyllri og erfiðari heldur en það sem er boðið upp á í prinsessu- og ofurhetjuafþreyingarsúpunni á Netflix. Og í gegnum þessar spurningar, ástríður og tilfinningar verðum við smám saman að þroskaðri manneskjum.Góðar sögur, góðar manneskjur Það er nefnilega engin vitleysa að það sé gott fyrir okkur að lesa góðar bækur og hlusta á góðar sögur. Það er meira að segja búið að rannsaka það, reikna það og sanna það í Excel-skjölum. Fólk sem les bókmenntir þroskar með sér hæfileika til þess að setja sig í spor annarra. Það skilur heiminn betur. Vísindin segja það. Þótt það sé gaman að sjá Súperman sigra Lex Luthor í þúsundasta skiptið þá eru það alvarlegu og margslungnu sögurnar, eins og Bróðir minn ljónshjarta, Litli prinsinn, Blái hnötturinn og Ronja ræningjadóttir—sem börn taka raunverulegu ástfóstri við. Og það er í gegnum þannig sögur sem við lærum og þroskumst. Góðar sögur eru vitaskuld ekki bara alvarlegar, heldur líka góð afþreying—og þær þurfa ekki allar að vera ódauðleg meistaraverk til þess að þær séu þess virði að lesa, sjá og horfa. En óneitanlega batnar veröldin ögn í hvert sinn sem einhver sér eða les söguna um Ronju ræningjadóttur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun