Frestar opinberun gagna sem Fox-liðar sannfærðu forsetann um að opinbera Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 16:28 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað opinberun skjala og gagna frá Rússarannsókninni svokölluðu. Það gerði hann eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. Gagnrýnendur Trump segja að hún gæti varpað ljósi á þær leiðir sem leyniþjónustur Bandaríkjanna og bandamenn Bandaríkjanna nota til að afla upplýsinga. Innra eftirliti Dómsmálaráðuneytisins hefur verið gert að fara yfir gögnin sem til stendur að opinbera og hvort rétt sé að opinbera þau. Trump sjálfur sagði frá þessu á Twitter í dag þar sem hann sagði einnig að hann teldi að töfin yrði einungis til skamms tíma. Hann sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu tilkynnt honum að opinberunin gæti komið niður á Rússarannsókninni, sem meðal annars snýr að Trump sjálfum og hvort framboð hans hjálpaði Rússum við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Hins vegar sagðist hann svipt hulunni af skjölunum sjálfur ef til þess kæmi og að það væri mikilvægt fyrir sig, og alla, að þetta gengi hratt fyrir sig.I met with the DOJ concerning the declassification of various UNREDACTED documents. They agreed to release them but stated that so doing may have a perceived negative impact on the Russia probe. Also, key Allies’ called to ask not to release. Therefore, the Inspector General..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018....has been asked to review these documents on an expedited basis. I believe he will move quickly on this (and hopefully other things which he is looking at). In the end I can always declassify if it proves necessary. Speed is very important to me - and everyone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 Trump hefur viðurkennt að hann hafi ekki skoðað umrædd skjöl, né viti hann hvað þau innihaldi. Hins vegar sagði hann að fjöldi fólks, sem hann bæri virðingu fyrir, hefðu beðið hann um að opinbera skjölin. Sem dæmi nefndi hann „hinn frábæra Lou Dobbs, hinn frábæra Sean Hannity og hina æðisleg frábæru Jeanine Pirro“.Öll eiga þau sameiginlegt að vera þáttastjórnendur á hjá Fox, uppáhalds sjónvarpsstöð forestans, og hans helstu verjendur. Trump horfir mikið á Fox og tíst hans eru oft í takti við þá þætti sem hann horfir á. Þá talast Trump og Hannity reglulega við í síma og fregnir hafa borist af því að Hannity ráðleggi forsetanum um mikilvæg málefni. Til marks um samband Trump við Fox má benda á að síðan hann tók við embætti forseta hefur hann farið í margfalt fleiri viðtöl þar en hjá öllum hinum sjónvarpsstöðvunum samanlagt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað opinberun skjala og gagna frá Rússarannsókninni svokölluðu. Það gerði hann eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. Gagnrýnendur Trump segja að hún gæti varpað ljósi á þær leiðir sem leyniþjónustur Bandaríkjanna og bandamenn Bandaríkjanna nota til að afla upplýsinga. Innra eftirliti Dómsmálaráðuneytisins hefur verið gert að fara yfir gögnin sem til stendur að opinbera og hvort rétt sé að opinbera þau. Trump sjálfur sagði frá þessu á Twitter í dag þar sem hann sagði einnig að hann teldi að töfin yrði einungis til skamms tíma. Hann sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu tilkynnt honum að opinberunin gæti komið niður á Rússarannsókninni, sem meðal annars snýr að Trump sjálfum og hvort framboð hans hjálpaði Rússum við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Hins vegar sagðist hann svipt hulunni af skjölunum sjálfur ef til þess kæmi og að það væri mikilvægt fyrir sig, og alla, að þetta gengi hratt fyrir sig.I met with the DOJ concerning the declassification of various UNREDACTED documents. They agreed to release them but stated that so doing may have a perceived negative impact on the Russia probe. Also, key Allies’ called to ask not to release. Therefore, the Inspector General..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018....has been asked to review these documents on an expedited basis. I believe he will move quickly on this (and hopefully other things which he is looking at). In the end I can always declassify if it proves necessary. Speed is very important to me - and everyone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 Trump hefur viðurkennt að hann hafi ekki skoðað umrædd skjöl, né viti hann hvað þau innihaldi. Hins vegar sagði hann að fjöldi fólks, sem hann bæri virðingu fyrir, hefðu beðið hann um að opinbera skjölin. Sem dæmi nefndi hann „hinn frábæra Lou Dobbs, hinn frábæra Sean Hannity og hina æðisleg frábæru Jeanine Pirro“.Öll eiga þau sameiginlegt að vera þáttastjórnendur á hjá Fox, uppáhalds sjónvarpsstöð forestans, og hans helstu verjendur. Trump horfir mikið á Fox og tíst hans eru oft í takti við þá þætti sem hann horfir á. Þá talast Trump og Hannity reglulega við í síma og fregnir hafa borist af því að Hannity ráðleggi forsetanum um mikilvæg málefni. Til marks um samband Trump við Fox má benda á að síðan hann tók við embætti forseta hefur hann farið í margfalt fleiri viðtöl þar en hjá öllum hinum sjónvarpsstöðvunum samanlagt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00