Aldrei meiri spenna um Íslandsmeistaratitla í rallakstri Bragi Þórðarson skrifar 21. september 2018 21:00 mynd/aðsend/sæmilegar myndir Um helgina fer fram Kemi rallið sem er fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins. Í fyrsta skiptið í 43 ára sögu rallaksturs hér á landi eiga átta ökumenn möguleika á titli í heildarkeppninni. Rallið fer fram á laugardaginn og verður sérleið um Kaldadal ekin fjórum sinnum, tvisvar í hvora átt. Leiðin liggur frá Þingvöllum að Húsafelli og gæti farið svo dalurinn muni standa undir nafni um helgina.Möguleiki á snjókomuÚtlit er fyrir að kalt verði á hálendi Íslands í vikunni og talsverð úrkoma. Þetta gæti þýtt að í fyrsta skiptið í fimmtán ár verði rallað í snjó í Íslandsmótinu. „Ef það mun snjóa verðum við að hægja aðeins á okkur, við eigum engin snjódekk,“ sagði Ragnar Bjarni Gröndal í viðtali í vikunni. Ragnar Bjarni leiðir Íslandsmeistaramót ökumanna í heildarkeppninni.mynd/aðsendMjög harður slagur um titla Talsvert hefur verið um afföll í keppnum sumarsins og hafa flest allir í toppslagnum aðeins klárað tvær keppnir af þeim fjórum sem búnar eru. Ofan á það hafa margir ökumenn verið að skipta um aðstoðarökumenn milli keppna, því eiga bara þrír aðstoðarökumenn möguleika á titli yfir heildina. Slagurinn um Íslandsmeistaratitil ökumanna er mun harðari, átta ökumenn eiga möguleika og aðeins 5,5 stig skilja að fyrsta og fjórða sætið. 20 stig fást fyrir fyrsta sætið í Kemi rallinu. Í flokki aflminni bíla, svokölluðum AB Varahlutaflokk er Halldóra Rut Jóhannsdóttir nú þegar búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitil aðstoðarökumanna. Í flokki ökumanna gæti ekki verið mjórra á munum, aðeins hálft stig skilur að þá Skafta Skúlason og Óskar Leifsson. Tímaáætlun Kemi rallsins, rásröð og allar aðrar upplýsingar um rallið má finna á bikr.is. Aðrar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Um helgina fer fram Kemi rallið sem er fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins. Í fyrsta skiptið í 43 ára sögu rallaksturs hér á landi eiga átta ökumenn möguleika á titli í heildarkeppninni. Rallið fer fram á laugardaginn og verður sérleið um Kaldadal ekin fjórum sinnum, tvisvar í hvora átt. Leiðin liggur frá Þingvöllum að Húsafelli og gæti farið svo dalurinn muni standa undir nafni um helgina.Möguleiki á snjókomuÚtlit er fyrir að kalt verði á hálendi Íslands í vikunni og talsverð úrkoma. Þetta gæti þýtt að í fyrsta skiptið í fimmtán ár verði rallað í snjó í Íslandsmótinu. „Ef það mun snjóa verðum við að hægja aðeins á okkur, við eigum engin snjódekk,“ sagði Ragnar Bjarni Gröndal í viðtali í vikunni. Ragnar Bjarni leiðir Íslandsmeistaramót ökumanna í heildarkeppninni.mynd/aðsendMjög harður slagur um titla Talsvert hefur verið um afföll í keppnum sumarsins og hafa flest allir í toppslagnum aðeins klárað tvær keppnir af þeim fjórum sem búnar eru. Ofan á það hafa margir ökumenn verið að skipta um aðstoðarökumenn milli keppna, því eiga bara þrír aðstoðarökumenn möguleika á titli yfir heildina. Slagurinn um Íslandsmeistaratitil ökumanna er mun harðari, átta ökumenn eiga möguleika og aðeins 5,5 stig skilja að fyrsta og fjórða sætið. 20 stig fást fyrir fyrsta sætið í Kemi rallinu. Í flokki aflminni bíla, svokölluðum AB Varahlutaflokk er Halldóra Rut Jóhannsdóttir nú þegar búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitil aðstoðarökumanna. Í flokki ökumanna gæti ekki verið mjórra á munum, aðeins hálft stig skilur að þá Skafta Skúlason og Óskar Leifsson. Tímaáætlun Kemi rallsins, rásröð og allar aðrar upplýsingar um rallið má finna á bikr.is.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira