Segir lokanir VÍS mikil mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 14:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins , er ósátt við VÍS. Vísir/vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Hún hefur þegar hætt viðskiptum við fyrirtækið og segir ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni vera mikil mistök. Mikil ónáægja hefur verið með ákvörðun Vátrygginafélags Íslands að sameina og loka útibuúm fyrirtækisins á landsbyggðinni. VÍS hyggst alls loka átta skrifstofum á næstunni. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur þjónustuskrifstofum alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Fram kom í tilkynningu frá VIS að fyrirtækið hyggist þess í stað leggja aukna áherslu á stafrænar lausnir, til að mynda í gegnum síma og heimasíðu VÍS, sem fyrirtækið segir vera í takti við óskir viðskiptavina þeirra. Fjöldi einstaklinga og samtaka hafa lýst opinberlega yfir óánægju með þessa ákvörðun. Á föstudag samþykktu þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Þá lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ákvörðuninni sem árás á landsbyggðina. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, er ein þeirra sem hefur hætt að kaupa þjónust frá VíS eftir breytingarnar. „Þetta kom mér bara gríðarlega á óvart að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin af VÍS þar sem við búum hérna í einu stærsta sveitarfélagi landsins og hér eru náttúrulega fleiri sveitarfélög, þetta er rúmlega 20.000 manna samfélag þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari ákvörðun,“ segir Silja Dögg. Hún segir ákvörðun fyrirtækisins vera mikil mistök. „Ástæðan fyrir því að maður fór í viðskipti við þetta fyrirtæki var að það væri skrifstofa hér, það væri gott starfsfólk sem væri gott að eiga samskipti við. Þetta er ekkert alltaf spurning um krónur og aura oft er þetta spurning um viðmót og góða þjónustu þannig að núna geri ég ráð fyrir því að þetta fyrirtæki muni missa stóran hluta viðskiptavina, allavega á Suðurnesjum og víðar, þeir eru náttúrulega að loka útibúum víðar á landinu, því miður. Þetta eru stór mistök að mínu mati hjá þeim,“ segir Silja Dögg. Ekki fengust viðbrögð frá VÍS þegar eftir því var leitað. Neytendur Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Hún hefur þegar hætt viðskiptum við fyrirtækið og segir ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni vera mikil mistök. Mikil ónáægja hefur verið með ákvörðun Vátrygginafélags Íslands að sameina og loka útibuúm fyrirtækisins á landsbyggðinni. VÍS hyggst alls loka átta skrifstofum á næstunni. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur þjónustuskrifstofum alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Fram kom í tilkynningu frá VIS að fyrirtækið hyggist þess í stað leggja aukna áherslu á stafrænar lausnir, til að mynda í gegnum síma og heimasíðu VÍS, sem fyrirtækið segir vera í takti við óskir viðskiptavina þeirra. Fjöldi einstaklinga og samtaka hafa lýst opinberlega yfir óánægju með þessa ákvörðun. Á föstudag samþykktu þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Þá lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ákvörðuninni sem árás á landsbyggðina. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, er ein þeirra sem hefur hætt að kaupa þjónust frá VíS eftir breytingarnar. „Þetta kom mér bara gríðarlega á óvart að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin af VÍS þar sem við búum hérna í einu stærsta sveitarfélagi landsins og hér eru náttúrulega fleiri sveitarfélög, þetta er rúmlega 20.000 manna samfélag þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari ákvörðun,“ segir Silja Dögg. Hún segir ákvörðun fyrirtækisins vera mikil mistök. „Ástæðan fyrir því að maður fór í viðskipti við þetta fyrirtæki var að það væri skrifstofa hér, það væri gott starfsfólk sem væri gott að eiga samskipti við. Þetta er ekkert alltaf spurning um krónur og aura oft er þetta spurning um viðmót og góða þjónustu þannig að núna geri ég ráð fyrir því að þetta fyrirtæki muni missa stóran hluta viðskiptavina, allavega á Suðurnesjum og víðar, þeir eru náttúrulega að loka útibúum víðar á landinu, því miður. Þetta eru stór mistök að mínu mati hjá þeim,“ segir Silja Dögg. Ekki fengust viðbrögð frá VÍS þegar eftir því var leitað.
Neytendur Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00
Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54
Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56