Fullorðið fólk í byssuleik Guttormur Þorsteinssog og Stefán Pálsson skrifar 25. september 2018 07:00 Fyrir tæpum fimmtíu árum rændi hinn dularfulli þjóðflokkur Grandóníumanna íslenskum vísindamanni og íturvaxinni dóttur hans og hélt með til fjalla. Í kjölfarið var sendur út herflokkur sem arkaði um Þjórsárdal til að heimta feðginin úr helju, sem tókst eftir snarpan bardaga við fjallabúana vígreifu. Þessi flétta var ekki í barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson eða óvenjuslappri hasarmynd úr Hollywood, heldur raunveruleg lýsing á heræfingum Breta í Þjórsárdal sumarið 1969. Sjaldan hefur komið jafn skýrt í ljós hversu lítill munur er í raun á heræfingum stórveldanna og stríðsleikjum ungra drengja. Fáránlegir hlutverkaleikir hafa löngum fylgt æfingum af þessu tagi. Skemmst er að minnast æfingarinnar „Norðurvíkingur“ (nafngiftin segir í raun allt sem segja þarf) þar sem Nató-hermenn börðust við ímyndaða umhverfishryðjuverkamenn sem áttu að hafa hertekið Steingrímsstöð í Sogi! Eða þá þegar bandarískar herþyrlur ætluðu að æfa lendingar í Hljómskálagarðinum um aldamótin, en voru stöðvaðar af íslenskum friðarsinnum. Nú berast fréttir af fyrirhuguðum Nató-heræfingum hér á landi síðar í haust. Þar á meðal í Þjórsárdal og víða á Reykjanesskaga. Hinn ímyndaði óvinur verður þó ekki Grandóníumenn heldur ótilgreindir hryðjuverkamenn, enda hefur mestallur fjáraustur í vígvæðingu síðustu ára verið réttlættur með „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Eftir sem áður eru stríðsleikir þessir ekki annað en nákvæmlega það: fullorðið fólk í fokdýrum byssuleik að undirbúa sig fyrir alvöru dráp á raunverulegu fólki. Höfnum öllum heræfingum! Höfundar eru ritari og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guttormur Þorsteinsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fimmtíu árum rændi hinn dularfulli þjóðflokkur Grandóníumanna íslenskum vísindamanni og íturvaxinni dóttur hans og hélt með til fjalla. Í kjölfarið var sendur út herflokkur sem arkaði um Þjórsárdal til að heimta feðginin úr helju, sem tókst eftir snarpan bardaga við fjallabúana vígreifu. Þessi flétta var ekki í barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson eða óvenjuslappri hasarmynd úr Hollywood, heldur raunveruleg lýsing á heræfingum Breta í Þjórsárdal sumarið 1969. Sjaldan hefur komið jafn skýrt í ljós hversu lítill munur er í raun á heræfingum stórveldanna og stríðsleikjum ungra drengja. Fáránlegir hlutverkaleikir hafa löngum fylgt æfingum af þessu tagi. Skemmst er að minnast æfingarinnar „Norðurvíkingur“ (nafngiftin segir í raun allt sem segja þarf) þar sem Nató-hermenn börðust við ímyndaða umhverfishryðjuverkamenn sem áttu að hafa hertekið Steingrímsstöð í Sogi! Eða þá þegar bandarískar herþyrlur ætluðu að æfa lendingar í Hljómskálagarðinum um aldamótin, en voru stöðvaðar af íslenskum friðarsinnum. Nú berast fréttir af fyrirhuguðum Nató-heræfingum hér á landi síðar í haust. Þar á meðal í Þjórsárdal og víða á Reykjanesskaga. Hinn ímyndaði óvinur verður þó ekki Grandóníumenn heldur ótilgreindir hryðjuverkamenn, enda hefur mestallur fjáraustur í vígvæðingu síðustu ára verið réttlættur með „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Eftir sem áður eru stríðsleikir þessir ekki annað en nákvæmlega það: fullorðið fólk í fokdýrum byssuleik að undirbúa sig fyrir alvöru dráp á raunverulegu fólki. Höfnum öllum heræfingum! Höfundar eru ritari og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar