Íslenskan í Hollywood Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 25. september 2018 06:30 Jonah Hill að segja Auðvitað í Maniac. Netflix Í nýjustu þáttaröð Netflix, Maniac, leikur Jonah Hill íslenskan njósnara. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erlendir leikarar túlka okkur Íslendinga. Fréttablaðið tók saman nokkra eftirminnilega karaktera. D2: The Mighty Ducks Hér var nú bara heilt lið af íslendingum að lumbra á amerískum ungmennum í íshokkí. Ísland var gert að mestu óþökkum nánast í kvikmyndasögunni. Þvílíkir óíþróttamenn. María Ellingsen lék Mariu og það heyrðust nokkur íslensk orð. Eins og þegar vondi þjálfari landsliðs okkar, Wolf Stansson, sagði henni að fara til baka. Núna strax. Okkar besti landsliðsmaður Gunnar Stahl klikkaði illilega í bráðabana sem varð til þess að Bandaríkin unnu okkur á HM. Algjör Skandall.Emilio Estevez fer á kostum í myndinni þar sem áhorfendur komast að því að Grænland sé stór ísklumpur en Ísland grænt land.Sense8 Karkterinn Riley úr Sense8 sem Netflix gerði var íslensk. Tuppence Middleton, lék plötusnúðinn sem þurfti að flýja vandræðafortíð sína frá Íslandi þar sem hún hafði átt eiginmann og barn sem létust í bílslysi. Hún heimsótti föður sinn Gunnar hér á landi en komst þá að því að hún átti ekkert að koma aftur. Stórmerkileg sería.Tuppence Middleton þurfti að flýja klakann.Justice League Stórmyndin Justice League var tekin upp hér á landi og Ingvar E. Sigurðsson leikur bæjarstjóra sem spjallar örlítið við sjálfan Batman. Jason Momoa, sem lék Aquaman í myndinni lærði íslensku hjá Ingvari og hleður í setninguna, Nokkuð viss um að hann láti mig hafa þá hvort sem er, þegar honum býðst 25 þúsund dalir fyrir að finna Aquaman. Ódauðleg sena. Algjörlega stórkostleg.Það var sannarlega barist um athyglina í Justice League, hvort sem var á Ströndum eða Bandaríkjunum.Mjallhvít Trúlega frægasti íslendingurinn. Mjallhvít er íslensk og teiknuð af íslending. Þó sagan sé þýsk er fyrirmyndin íslensk. Í Morgunblaðinu árið 2013 kom fram að Kristín Sölvadóttir frá Siglufirði væri fyrirmyndin og teiknarinn, Karl Stefánsson væri frá Biskupstungum. Sá tók upp nafnið Charles Thorson og teiknaði einnig Kalla Kanínu og fleiri þekktar Disney karaktera. Engin kom þó frá Íslandi.Mjallhvít og einn dverganna sjö.Einhvers staðar annars staðar voru sex.Maniac Jonah Hill leikur Owen Milgrim. Í einum þættinum upplifir Owen sig sem íslenskan njósnara og heitir Snorri Agnarsson. Hann er að undirbúa sig fyrir fund með Sameinuðu þjóðunum. Hill spreytir sig á íslenskunni í þættinum. Segist hafa drepið mann með setningu sem hljómar En ég trap him. Síðar skála þeir í íslensku brennivíniÍ nýjustu þáttaröð Netflix, Maniac, leikur Jonah Hill íslenskan njósnara.Örlítið meir Íslenskir viðskiptamenn slógu í gegn í þáttaröðinni Twin Peaks. Héldu Cooper vakandi með því að syngja Öxar við ána og Frost á fróni í sjötta þætti alveg dauðadrukknir. David Patrick Kelly, sem lék Jerry Horne, meira að segja prófar að tala íslensku og segir: Við erum öll íslendingar á mjög bjagaðri íslensku. Svo má ekki gleyma íslensku víkingunum sem vöknuðu í Baywatch Nights. Ótrúlegar senur sem þar sáust. Lemúrinn skrifaði á sínum tíma stórkostlega grein um ævintýri David Hasselhoff gegn hinum íslensku víkingum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Disney Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Leikstjóri Maniac útskýrir stórfurðulega Íslandstengingu þessara Netflix-þátta Jonah Hill talar íslensku með sprenghlægilegri útkomu. 24. september 2018 12:15 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í nýjustu þáttaröð Netflix, Maniac, leikur Jonah Hill íslenskan njósnara. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erlendir leikarar túlka okkur Íslendinga. Fréttablaðið tók saman nokkra eftirminnilega karaktera. D2: The Mighty Ducks Hér var nú bara heilt lið af íslendingum að lumbra á amerískum ungmennum í íshokkí. Ísland var gert að mestu óþökkum nánast í kvikmyndasögunni. Þvílíkir óíþróttamenn. María Ellingsen lék Mariu og það heyrðust nokkur íslensk orð. Eins og þegar vondi þjálfari landsliðs okkar, Wolf Stansson, sagði henni að fara til baka. Núna strax. Okkar besti landsliðsmaður Gunnar Stahl klikkaði illilega í bráðabana sem varð til þess að Bandaríkin unnu okkur á HM. Algjör Skandall.Emilio Estevez fer á kostum í myndinni þar sem áhorfendur komast að því að Grænland sé stór ísklumpur en Ísland grænt land.Sense8 Karkterinn Riley úr Sense8 sem Netflix gerði var íslensk. Tuppence Middleton, lék plötusnúðinn sem þurfti að flýja vandræðafortíð sína frá Íslandi þar sem hún hafði átt eiginmann og barn sem létust í bílslysi. Hún heimsótti föður sinn Gunnar hér á landi en komst þá að því að hún átti ekkert að koma aftur. Stórmerkileg sería.Tuppence Middleton þurfti að flýja klakann.Justice League Stórmyndin Justice League var tekin upp hér á landi og Ingvar E. Sigurðsson leikur bæjarstjóra sem spjallar örlítið við sjálfan Batman. Jason Momoa, sem lék Aquaman í myndinni lærði íslensku hjá Ingvari og hleður í setninguna, Nokkuð viss um að hann láti mig hafa þá hvort sem er, þegar honum býðst 25 þúsund dalir fyrir að finna Aquaman. Ódauðleg sena. Algjörlega stórkostleg.Það var sannarlega barist um athyglina í Justice League, hvort sem var á Ströndum eða Bandaríkjunum.Mjallhvít Trúlega frægasti íslendingurinn. Mjallhvít er íslensk og teiknuð af íslending. Þó sagan sé þýsk er fyrirmyndin íslensk. Í Morgunblaðinu árið 2013 kom fram að Kristín Sölvadóttir frá Siglufirði væri fyrirmyndin og teiknarinn, Karl Stefánsson væri frá Biskupstungum. Sá tók upp nafnið Charles Thorson og teiknaði einnig Kalla Kanínu og fleiri þekktar Disney karaktera. Engin kom þó frá Íslandi.Mjallhvít og einn dverganna sjö.Einhvers staðar annars staðar voru sex.Maniac Jonah Hill leikur Owen Milgrim. Í einum þættinum upplifir Owen sig sem íslenskan njósnara og heitir Snorri Agnarsson. Hann er að undirbúa sig fyrir fund með Sameinuðu þjóðunum. Hill spreytir sig á íslenskunni í þættinum. Segist hafa drepið mann með setningu sem hljómar En ég trap him. Síðar skála þeir í íslensku brennivíniÍ nýjustu þáttaröð Netflix, Maniac, leikur Jonah Hill íslenskan njósnara.Örlítið meir Íslenskir viðskiptamenn slógu í gegn í þáttaröðinni Twin Peaks. Héldu Cooper vakandi með því að syngja Öxar við ána og Frost á fróni í sjötta þætti alveg dauðadrukknir. David Patrick Kelly, sem lék Jerry Horne, meira að segja prófar að tala íslensku og segir: Við erum öll íslendingar á mjög bjagaðri íslensku. Svo má ekki gleyma íslensku víkingunum sem vöknuðu í Baywatch Nights. Ótrúlegar senur sem þar sáust. Lemúrinn skrifaði á sínum tíma stórkostlega grein um ævintýri David Hasselhoff gegn hinum íslensku víkingum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Disney Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Leikstjóri Maniac útskýrir stórfurðulega Íslandstengingu þessara Netflix-þátta Jonah Hill talar íslensku með sprenghlægilegri útkomu. 24. september 2018 12:15 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjóri Maniac útskýrir stórfurðulega Íslandstengingu þessara Netflix-þátta Jonah Hill talar íslensku með sprenghlægilegri útkomu. 24. september 2018 12:15