Viðskipti innlent

Fækka ferðum til Nýju Delí þar til nýjar þotur verða afhentar

Birgir Olgeirsson skrifar
Jómfrúarferð WOW Air áætluð 6. desember næstkomandi.
Jómfrúarferð WOW Air áætluð 6. desember næstkomandi. Vísir/Vilhelm
Flugfélagið WOW Air hefur fækkað flugferðum til Nýju Delí á Indlandi úr fimm í þrjár á viku vegna seinkunar á afhendingu nýrra breiðþota. 

Frá þessu er greint á vef Túrista en þar segir að jómfrúarferð WOW Air til Nýju Delí sé áætluð 6. desember næstkomandi. Um er að ræða lengstu flugferð frá Keflavíkurflugvelli því það tekur 10,5 klukkutíma að fljúga til Nýju Delí á Airbus breiðþotum WOW.

Túristi ræðir við Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, sem segir að um leið og nýju þoturnar verða afhentar þá verði ferðunum fjölgað í fimm á viku. Brottfarir á mánudögum og miðvikudögum falla úr áætlun WOW Air þangað til afhending fer fram. 

Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sagði við Markaðinn í fyrra að flug WOW til Asíu væri að mörgu leyti hugsað til að lifa af vaxandi samkeppni í flugi yfir hafið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×