Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. september 2018 06:00 Kortaþjónustan varð fyrir höggi vegna greiðslustöðvunar Monarch. Fréttablaðið/Stefán Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum króna á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í ársreikningi færsluhirðingarfyrirtækisins fyrir síðasta ár. Kortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um, en félagið stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch.Jóhannes Ingi ?Kolbeinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarFram kemur í ársreikningnum að í kjölfar greiðslustöðvunar flugfélagsins hafi óvissa ríkt um uppgjör á milli Kortaþjónustunnar og kortasamsteypanna Mastercard og VISA en óvissan felst meðal annars í uppgjöri eigna sem standa á móti skuldum vegna færsluhirðingar Monarch. Er heildarfjárhæð óvissra eigna talin nema um 300 milljónum króna en í ársreikningnum er tekið fram að stjórnendur Kortaþjónustunnar hafi unnið náið með kortasamsteypunum til þess að leysa málið. Hafa stjórnendurnir gert „ráðstafanir til tryggingar þeirri óvissu sem kann að tengjast þessum uppgjörum“, eins og það er orðað, en gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör Kortaþjónustunnar vegna greiðslustöðvunar Monarch liggi fyrir í byrjun næsta árs. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eins og Markaðurinn greindi frá í vor gaf færsluhirðingarfyrirtækið út áskriftarréttindi til félaga í eigu annars vegar Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, og hins vegar hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur að allt að fjórðungshlut í félaginu. Er félögunum tveimur fyrst heimilt að nýta réttindin þann 1. nóvember árið 2020, að því er fram kemur í ársreikningnum, en réttindin gilda til sjö ára frá útgáfu þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum króna á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í ársreikningi færsluhirðingarfyrirtækisins fyrir síðasta ár. Kortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um, en félagið stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch.Jóhannes Ingi ?Kolbeinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarFram kemur í ársreikningnum að í kjölfar greiðslustöðvunar flugfélagsins hafi óvissa ríkt um uppgjör á milli Kortaþjónustunnar og kortasamsteypanna Mastercard og VISA en óvissan felst meðal annars í uppgjöri eigna sem standa á móti skuldum vegna færsluhirðingar Monarch. Er heildarfjárhæð óvissra eigna talin nema um 300 milljónum króna en í ársreikningnum er tekið fram að stjórnendur Kortaþjónustunnar hafi unnið náið með kortasamsteypunum til þess að leysa málið. Hafa stjórnendurnir gert „ráðstafanir til tryggingar þeirri óvissu sem kann að tengjast þessum uppgjörum“, eins og það er orðað, en gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör Kortaþjónustunnar vegna greiðslustöðvunar Monarch liggi fyrir í byrjun næsta árs. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eins og Markaðurinn greindi frá í vor gaf færsluhirðingarfyrirtækið út áskriftarréttindi til félaga í eigu annars vegar Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, og hins vegar hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur að allt að fjórðungshlut í félaginu. Er félögunum tveimur fyrst heimilt að nýta réttindin þann 1. nóvember árið 2020, að því er fram kemur í ársreikningnum, en réttindin gilda til sjö ára frá útgáfu þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00
Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30