Kringlan verður „stafræn verslunarmiðstöð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2018 10:53 Í Kringlunni eru starfræktar yfir 170 verslanir, fjöldi veitingahúsa og kvikmyndahú Vísir/Vilhelm Stjórnendur Kringlunnar vinna nú að því að gera tækninni hærra undir höfði í starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar. Markmiðið, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er að verða það sem þau kalla „stafræn verslunarmiðstöð.“ Til að mynda sé ætlunin að viðskiptavinir geti nálgast upplýsingar um allar þær vörur sem fáanlegar eru í verslunarmiðstöðinni á heimasíðu Kringlunnar. Þá verða settir upp gagnvirkir upplýsingaskjáir í Kringlunni þar sem hægt verður að nálgast margvíslegar upplýsingar, til að mynda hvar hægt sé að fá tilteknar vörur. Sigurjón segir að markmiðið sé að koma til móts við breytta kauphegðun fólks. Sífellt stærri hluti verslunar fer fram á netinu, eins og ný skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar ber með sér. Engu að síður eigi kaupmennska sér áfram framtíð í „áþreifanlegum verslunum“ (e. brick and mortar), stafræn sókn Kringlunnar sé þannig tilraun til að samþætta þessa tvo anga verslunarinnar. „Þegar fólk leitar sér að vörum, eins og buxum eða skóm, hefst leitin yfirleitt á Google. Það sem gerist með því að Kringlan verður stafræn er að hún verður hluti af þessari leit fólks á netinu, sem hún er ekki í dag,“ útskýrir Sigurjón. Þannig muni fólk geta séð hvort þær vörur sem það leitar að séu fáanlegar í Kringlunni. „Í dag færðu ekki það safn af vörum sem til eru í húsinu, undir hatti Kringlunnar. Því ætlum við að breyta,“ segir Sigurjón.Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.VísirÍ fyllingu tímans munu kaupmenn í Kringlunni fá aðgang að gagnagrunni þangað sem þeir geta sett inn vörur sínar. Þær munu síðan birtast á heimasíðu Kringlunnar. Leiti fólk til að mynda að svörtum skóm á vefsíðunni muni það fá upplýsingar um alla svarta skó, í öllum verslunum Kringlunnar. Þegar fólk smellir svo á það skópar sem því líst best á er það sent inn á vefsvæði viðeigandi verslunar. Sigurjón segir að í framtíðinni stefni Kringlan þó að því að viðskiptavinir geti klárað kaupin inni á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar. Ætla má að fjöldi vara sem sjáanlegur er á heimasíðu Kringlunnar muni ráðast á þátttöku kaupmannanna. Sigurjón undirstrikar þó að ávinningurinn fyrir viðskiptavini og kaupmenn sé gagnkvæmur. „Við erum að auðvelda báðum lífið; kaupmönnum að koma vörum á framfæri og viðskiptavininum að sjá vöruúrvalið og geta valið úr.“ Þá segir Sigurjón að húsið sjálft muni einnig taka á sig gagnvirka og stafræna mynd. Þannig verður komið upp skjám í Kringlunni þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar um þær vörur sem fáanlegar eru hverju sinni í húsinu. Þar að auki munu skjáir auðvelda fólki að komast leiðar sinnar í Kringlunni. Stefnumótun um stafræna stefnu Kringlunnar var kynnt rekstraraðilum í fyrradag en ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær áætlað sé að hún verði komin að fullu í gagnið. Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Stjórnendur Kringlunnar vinna nú að því að gera tækninni hærra undir höfði í starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar. Markmiðið, að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er að verða það sem þau kalla „stafræn verslunarmiðstöð.“ Til að mynda sé ætlunin að viðskiptavinir geti nálgast upplýsingar um allar þær vörur sem fáanlegar eru í verslunarmiðstöðinni á heimasíðu Kringlunnar. Þá verða settir upp gagnvirkir upplýsingaskjáir í Kringlunni þar sem hægt verður að nálgast margvíslegar upplýsingar, til að mynda hvar hægt sé að fá tilteknar vörur. Sigurjón segir að markmiðið sé að koma til móts við breytta kauphegðun fólks. Sífellt stærri hluti verslunar fer fram á netinu, eins og ný skýrsla Rannsóknarseturs verslunarinnar ber með sér. Engu að síður eigi kaupmennska sér áfram framtíð í „áþreifanlegum verslunum“ (e. brick and mortar), stafræn sókn Kringlunnar sé þannig tilraun til að samþætta þessa tvo anga verslunarinnar. „Þegar fólk leitar sér að vörum, eins og buxum eða skóm, hefst leitin yfirleitt á Google. Það sem gerist með því að Kringlan verður stafræn er að hún verður hluti af þessari leit fólks á netinu, sem hún er ekki í dag,“ útskýrir Sigurjón. Þannig muni fólk geta séð hvort þær vörur sem það leitar að séu fáanlegar í Kringlunni. „Í dag færðu ekki það safn af vörum sem til eru í húsinu, undir hatti Kringlunnar. Því ætlum við að breyta,“ segir Sigurjón.Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.VísirÍ fyllingu tímans munu kaupmenn í Kringlunni fá aðgang að gagnagrunni þangað sem þeir geta sett inn vörur sínar. Þær munu síðan birtast á heimasíðu Kringlunnar. Leiti fólk til að mynda að svörtum skóm á vefsíðunni muni það fá upplýsingar um alla svarta skó, í öllum verslunum Kringlunnar. Þegar fólk smellir svo á það skópar sem því líst best á er það sent inn á vefsvæði viðeigandi verslunar. Sigurjón segir að í framtíðinni stefni Kringlan þó að því að viðskiptavinir geti klárað kaupin inni á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar. Ætla má að fjöldi vara sem sjáanlegur er á heimasíðu Kringlunnar muni ráðast á þátttöku kaupmannanna. Sigurjón undirstrikar þó að ávinningurinn fyrir viðskiptavini og kaupmenn sé gagnkvæmur. „Við erum að auðvelda báðum lífið; kaupmönnum að koma vörum á framfæri og viðskiptavininum að sjá vöruúrvalið og geta valið úr.“ Þá segir Sigurjón að húsið sjálft muni einnig taka á sig gagnvirka og stafræna mynd. Þannig verður komið upp skjám í Kringlunni þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar um þær vörur sem fáanlegar eru hverju sinni í húsinu. Þar að auki munu skjáir auðvelda fólki að komast leiðar sinnar í Kringlunni. Stefnumótun um stafræna stefnu Kringlunnar var kynnt rekstraraðilum í fyrradag en ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær áætlað sé að hún verði komin að fullu í gagnið.
Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira